9.12.2006 | 16:19
Gróska í fjölmiðlun
Þessi áform Viðskiptablaðsins þykja mér skynsamleg. Útgáfa vikurits er ekki hagkvæm rekstrareining (afsakið orðaleppana) og það er skrykkjóttur taktur í útgáfu tvisvar í viku. En er markaður í dvergríkinu fyrir sértæku dagblaði um og fyrir viðskiptalífið? Nei, tæpast, jafnvel þó kúnnarnir séu með dýpri vasa en gengur og gerist og vilji sjálfsagt borga meira fyrir gott og áreiðanlegt viðskiptablað, sem er án tengsla við stóru viðskiptablokkirnar.
Hvernig er þetta þá gerlegt? Það hlýtur að felast í því að efnistökin færist nær hinum almennu dagblöðum. Það er enda þróunin hjá viðskiptablöðum um heim allan og sú þróun er engan veginn ný af nálinni. Wall Street Journal hóf þá vegferð upp úr seinna stríði, Financial Times (í miklu minna mæli þó) fyrir um tveimur áratugum. Hið sama má segja um viðskiptablöð á Norðurlöndum og í Evrópu. Þar má líka búast við auknu framboði af fréttaskýringum, vönduðu lesefni, menningarumfjöllun og pólitískri orðræðu. Slíkt blað mun sjálfsagt aldrei skáka risunum, en gæti hæglega fengið alveg þokkalega útbreiðslu. En þá ber einnig að líta til þess hvar útbreiðslan liggur, því það er viðbúið að hún ágerist í menntaðri og tekjuhærri hópum þjóðfélagsins. Þeir eru ennfremur ákjósanlegri fyrir auglýsingasalana. Með þeim hætti þarf upplagið engan veginn að ná hæðum Morgunblaðsins og fríblaðanna til þess að útgáfan sé ábatasöm.
Stóra spurningin er hvort að prentmiðlarnir séu einfaldlega ekki á hröðu undanhaldi gagnvart netinu og að þessar fyrirætlanir líkt og aðrar hræringar á blaðamarkaði séu þá ekki byggðar á sandi eða einhverjum allt öðrum forsendum en að reka arðvænleg fyrirtæki. Það mun auðvitað reynast misjafnlega eftir miðlum, en ég held að menn eigi ekki að vera of fljótir að kasta rekunum yfir prentmiðlunum. Dagblaðalestur fór vissulega minnkandi eftir því sem vegur netsins jókst, en það hefur ýmislegt breyst undanfarin ár. Þar held ég að Fréttablaðið hafi breytt mestu. Ekki svo að skilja að það sé frábært blað, það er það alls ekki. En með sinni umfangsmiklu frídreifingu vandi það nýjar kynslóðir við blaðalestur, kynslóðir sem ella hefðu sjálfsagt farið þess á mis. Þessir nýju lesendur eru um leið líklegir til þess að skoða önnur blöð þegar þau bjóðast og margir þeirra munu vitaskuld leita í bestu blöðin. Séu blöðin nógu góð vilja þeir jafnvel borga fyrir þau. Þetta kann að reynast lykillinn að grósku á blaðamarkaði.
En á það ekki allt eins við um vikublaðið hennar Sigríðar Daggar Auðunsdóttur? Hugsanlega, en ég verð að játa að ég hef mikla vantrú á því. Ég hef reynslu af útgáfu vikurita og það er vandasamara en margur hyggur að halda þeim úti. Sérstaklega ef fókusinn á að vera á fréttir og fréttaskýringar í litlu landi þar sem lítið gerist. Fyrir nú utan það að ég hef ekki mikið álit á dómgreind og vinnulagi Sigríðar Daggar. En sjáum til, hún talar af metnaði og hver veit nema það rætist úr. Ef hún finnur aurana til þess arna. Það er alls ekki ómögulegt þó sóknarfærin virðist þröng um þessar mundir. Þeir menn eru til á Íslandi, sem eiga næga peninga og virðast endalaust vilja leggja þá í fjölmiðla burtséð frá arðsemisvæntingum. Hvernig skyldi standa á því?
Viðskiptablaðið fimm sinnum í viku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.12.2006 kl. 22:33 | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.