10.12.2006 | 18:53
Nýja skjaldarmerkið
Þrátt fyrir að ríkisstjórn Íslands hafi tilkynnt að nýr varnasamningur við Bandaríkin væri meira en fullnægjandi til þess að tryggja öryggi lands og lýðs þurfti norska ríkisstjórnin ekki annað en að ræskja sig á síðum Morgunblaðsins til þess að hin íslenska flýtti sér að hafa samband og óska eftir viðræðum um varnasamstarf ríkjanna. Og til þess að bíta höfuðið af skömminni var herveldið Danmörk dregið inn í viðræðurnar! Finnst mönnum reynslan af varnasamstarfi ríkjanna á öldum áður hafa verið með þeim hætti að ástæða sé til þess að endurnýja það? Aðeins 62 árum eftir að Ísland endurheimti sjálfstæði sitt? Ekki mér.
En fyrir áhugamenn um að Ísland gerist fylki í Noregi hverjum verður boðin jarlstign núna? má benda á hið nýja skjaldarmerki, sem sjá má hér að ofan, en einnig geta menn lagt leið sína á Cafépress til þess að kaupa margvíslegan varning merktum hinu nýja skjaldarmerki. Þar hljóta menn að finna jólagjöfina í ár.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:40 | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er sammála. Það er algerlega óþolandi að ímynda sér að hér sé til staðar danskur her. Fullkomlega óþolandi hugmynd. En Andrés. Væri bara ekki best að hafa ekki neinn her og treysta á vera okkar í NATÓ dugi barasta?
Það vantar náttúrulega alla óvini ef maður á að segja eins og er...
Teitur (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 10:42
Mér finnst það engan veginn nóg; annars vegar vegna þess að þó að baktrygging kunni að felast í því væri hægt að vinna óbætanlegan skaða hér á landi áður en bandamenn okkar í NATO næðu að skakka leikinn og hins vegar vegna þess ég óttast að NATO sé að missa móðinn, eins og ég hef skrifað um á öðrum stað.
Andrés Magnússon, 12.12.2006 kl. 12:28
Vinur sæll. Þínar athugasemdir eru allgjörlega lausar við þann veruleika sem er til umræðu. Málið snýst ekki um pólítíska stjórnun Ísland sfrá Kaupmannahöfn heldur varnir landsins, hvort bandaríkjamenn, danir, norðmenn, úngverjar eða bretar geta aðstoðað okkur á þessu sviði skiptir engu máli.
NATO er okkar vinur og mundu öll lönd sem í þeim samtökum eru koma okkur til hjálpar ef svo þyrfti. Látum okkur segja að einhver ræðst á Ísland (hver, hvar og hvaðan skiptir ekki máli), og norski flotinn væri sá herstyrkur sem væri nálægst okkar ströndum, mundir þú frekar vilja bíða eftir kananum, því þú ert hræddur við það sem gerðis fyrir 740 árum síðan?
Ég játa því að sga er mikilvæg en að halda í 740 ára gamla fordóma er svolítið langdreigið.
Gunnlaugur Ólafsson (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.