16.7.2009 | 08:58
Til varnar Borgarahreyfingunni
Ég skrifaði m.a. um það í fjölmiðlapistli mínum í Viðskiptablaðið í dag, hvernig mér þættu sumir miðlanna hafa gengið hart fram gegn Birgittu Jónsdóttur, þingmanni Borgarahreyfingarinnar, vegna meintra svika hennar við stefnu framboðsins, jafnvel kjósendur. Mér þóttu rökin harla fáfengileg, ekki síst í ljósi opinberrar stefnu Borgarahreyfingarinnar, sem víkur ekki einu orði að Evrópu eða evrunni. Enn frekar væri það þó umhugsunarefni að þessir sömu miðlar, jafnvel fleiri, virtust setja ríkisstjórnarflokkana undir einhvern allt annan kvarða. Að minnsta kosti væri ekki gengið jafnhart að þeim vegna tvöfeldni þeirra í Evrópumálflutningum.
Svo sé ég Staksteina Morgunblaðsins í dag, þar sem veist er að þremur þingmönnum Borgarahreyfingarinnar með offorsi jafnvel á mælikvarða hinna harðskeyttu Staksteina og rætt um ógeðfellda verslunarhætti, að sannfæring þeirra sé til sölu og þar fram eftir götum. Tilefnið sú ákvörðun þingmannanna að styðja breytingartillögu sjálfstæðismanna við þingsályktunartillögu utaníkisráðherra um aðildarviðræður við ESB, sem snýst um að þjóðin eigi bæði fyrsta og síðasta orðið í þeim efnum: að gengið verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja skuli um aðild. Það hafa þingmennirnir sagst ætla að gera þvert á fyrri yfirlýsingar, nema ríkisstjórnin taki Icesave-nauðungarsamningana út af borðinu.
Það er fráleitt að tala um að sannfæring þingmannanna sé til sölu. Það er áskilið í stjórnarskrá að engum þingmanni megi setja reglur um hvernig hann ráðstafi atkvæði sínu, þeir séu aðeins bundnir sannfæringu sinni. Það þýðir ekki að í hverju og einu máli verði þeir að greiða atkvæði eins og þeirra innsta hjartans sannfæring í því máli ráði, þar getur fleira komið til, eins og er í þessu máli.
Rætt er um að þeir séu að svíkja handsalað heiðursmannasamkomulag, sem þingflokkur Borgarahreyfingarinnar mun hafa gert við stjórnarmeirihlutann, en þeir eru auðvitað ekki lagalega bundnir af því í atkvæðagreiðslu á þingi, frekar en öðrum reglum, þó þeir hafi verið siðferðislega bundir að því leytinu. Hins vegar er með ólíkindum að enginn hinna hneykslunargjörnu farísea hafi bent á að í því samkomulagi felast væntanlega hin upphaflegu hrossakaup, seld sannfæring og það allt! Látum það þó vera og setjum sem svo að það hafi allt verið fagurt og gott. Af hálfu Borgarahreyfingarinnar að minnsta kosti. Menn gleyma því nefnilega að það samkomulag var gert út frá öðrum aðstæðum, aðstæðum sem stjórninni var kunnugt um, en lét vera að upplýsa Borgarahreyfinguna (og alla aðra) um, en það er Icesave-málið, sem tengist Evrópuumræðunni beint. Samningar byggðir á slíku falsi eru einskis virði og Samfylkingarmenn ættu að tala varlega um heiðursmannasamkomula í því samhengi. Eða nokkru samhengi, eins og málum er komið.
Þessir þrír þingmenn Borgarahreyfingarinnar átta sig á því að Icesave-málið er mál málanna á þessu þingi. Verði breytingartillaga sjálfstæðismanna samþykkt er engum dyrum lokað í Evrópumálinu, öðru nær. Þá mun liggja fyrir þingsályktun um aðildarumsókn að undangengum kosningum, sem maður skyldi ætla að styrkti umsóknina veiti þjóðin umboð sitt. Það kann að fresta umsókninni í 3-6 mánuði, en í ferli, sem að öllu jöfnu tekur 5-7 ár, skiptir sá tími engu máli til eða frá. Ekki fyrir efni málsins. Kannski ríkisstjórninni finnast það einhverju máli skipta fyrir eigið sjálfstraust og sjálfsvirðingu, en það er ekki stjórnarandstöðunnar að fóðra ranghugmyndir um það.
Punkturinn er nefnilega sá, burtséð frá því hvað mönnum finnst brýnt að komast í fang ESB eða ekki, að það skiptir engu máli í hinu stóra samhengi hlutanna, hvort óskað er eftir aðildarviðræðum mánuðinum fyrr eða seinna. Jafnvel þó svo þingsályktunin væri felld nú mætti hvenær sem er leggja hana fram aftur. Ríkisstjórnin gæti þess vegna hefði hún þor til hafið aðildarviðræður upp á eigin spýtur, það er ekkert sem segir að hún þurfi að leita heimildar þingsins til þess, aðeins að hugsanlegan samning yrði að bera undir það. Og þjóðina ef marka má pólitísk fyrirheit allra flokka.
Það er hins vegar nú eða aldrei að stöðva Icesave-uppgjafarsamningana.
Óþarfi er að rekja hvernig ríkisstjórnin hefur hrakist úr hverju víginu í annað í þeim efnum, þar sem ósannindi og óheiðarleiki, mistök og heimska, fyrirhyggjuleysi og forlagatrú virðast hafa ráðið ferðinni. Sérfræðingar hins opinbera og í einkageiranum eru enn að upplýsa um ótrúlega vankanta á samningnum og hinni pólitísku samfélagsumræðu er langt í frá lokið. Allt, sem fram hefur komið (og það er alveg örugglega ekki allt!), bendir til þess að Íslendingar eigi hugsanlega ekki að bera þennan skuldaklafa yfirleitt, eigi altjent ekki að bera hann einir og að einstaklega óhönduglega hafi tekist til um samningsgerðina.
Þess vegna á ekki og má ekki staðfesa Icesave-uppgjafarsamning ríkisstjórnarinnar, sem gæti hæglega haft hræðilegar afleiðingar fyrir land og þjóð.
Því átta þau Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari sig á og þess vegna hafa þau gripið til þessa ráðs, sem þeim er greinilega óljúft. Hafi þau þökk fyrir, frekar en skammir Staksteina. Sárni þeim þær skammir geta þau minnst þess að Morgunblaðið telur engan aðgöngumiða inn í ESB of dýran, jafnvel ekki þjóðargjaldþrot og landauðn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er fylgjandi ESB umsókn. Skútan mín heitir meira að segja EVRA.
Ég treysti hins vegar þingmönnum Borgarahreyfingarinnar til að vinna samkvæmt sannfæringu sinni.
Ég er algerlega viss um að þau gera það sem þau telja best fyrir þjóðina.
ESB umsókn getur beðið ef skilyrðið er að skuldsetja börnin okkar til andskotans.
Þau hafa séð upplýsingar sem við fáum ekki að sjá.
Þjóðarbúið er skuldsett nokkur hundruð prósent af landsframleiðslu og því löngu tæknilega gjaldþrota. Það er kannski bara algjör snilld að taka meira að láni ef einhver er svo vitlaus að vilja lána gjaldþrota landi. Ég held samt að nóg sé komið af vitleysunni og að það eigi ekki að sækja um aðild að ESB undir hótunum aðildarríkja og annarra aðila.
Í þessu máli mun öllum meðölum verða beitt, hótunum og skítkasti á báða bóga enda er mikið í húfi.
Í raun er þetta allt saman smörklípa, það hvernig VG verja atkvæðum sínum í ESB málinu er í raun stórfréttin í dag.
Baldvin Björgvinsson, 16.7.2009 kl. 09:30
1. Atkvæði greitt grátandi er atkvæði og gilt í þá veru að hlekkja heilu þjóðirnar. Þetta vitum við af skelfilegri reynslu. Undir Kópavogs,,samning" var ritað grenjandi en SAMT RITAÐ!!!
2. Baldvin telur Ríkið skulda mikið. Við skuldum ekki skuldir EINKAAÐILA sem gerðu samninga ÁN ríkisábyrgðar og áður samþykktri ábyrgð á ALÞINGI.
AGS og ESB eru í hlutverki Intrum og kóna sem notaðir eru til handrukkunar ,,skulda" sem ekki standast nákvæma skoðun.
Mbk
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 16.7.2009 kl. 09:45
Andrés, hafðu þökk fyrir þennan góða pistil. Ég er ekki í Borgarahreyfingunni og kaus hreyfinguna ekki, en ég gæti í dag ekki verið þakklátari neinum manneskjum á Íslandi í dag heldur en þeim fyrir þessa djörfu ákvörðun.
Helgi (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 09:56
Ávalt sammála Bjarna hér að ofan! Svo tek ég heils hugar undir þessi orð Andrésar: "Samningar byggðir á slíku FALSI eru EINSKIS virði." Allt tal um að Borgarhreyfingin sé að standa fyrir "hrosakaupum" er bara lýðskrum frá Samspillingunni!
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 10:09
Gmla pennann ætti að setja í ruslið!
Svona "meðlags-þjófur" á ekki að sitja á þingi.
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 10:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.