23.12.2006 | 20:40
Flotinn stækkar
Ríkisstjórnin hefur gengið frá smíði nýs varðskips, en það verður smíðað í Chile og verður um fjögur þúsund brúttótonn að stærð, þrefalt burðarmeira en þau varðskip sem fyrir eru. Fullbúið kostar skipið tæpa 3 milljarða og gert er ráð fyrir að það verði afhent á miðju ári 2009. Sem gamall gæslumaður fagna ég þessu langþráða framtaki og veitir ekki af, enda liðlega þrír áratugir síðan nýju varðskipi var síðast hleypt af stokkunum.
En hvað á nýja varðskipið að heita? Það eru öll bestu nöfnin frátekin, Óðinn, Ægir og Týr. Ekki er þó ósennilegt að hið nýja skip verði nefnt Þór, enda rík hefð fyrir því hjá gæslunni. Svo kæmi vitaskuld til greina að nefna það Njörð.
Góður vinur minn vill á hinn bóginn taka upp nýja nafnahefð hjá Landhelgisgæslunni og stingur upp á að nýja skipið verði nefnt Beitiskipið Albert Guðmundsson. Hann vill þó ekki segja mér hvort nefna eigi skipin eftir mikilmennum íslenskrar stjórnmálasögu eða íslenskum fótboltahetjum. Flugmóðurskipið Davíð Oddsson klingir óneitanlega nokkuð vel í eyrum og spítalaskipið Siv Friðleifsdóttir sömuleiðis. Ekki síður á það þó við um orrustuskipið Eið Smára Gudjohnsen eða tundurspillinn Brynjar Björn Gunnarsson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.12.2006 kl. 16:46 | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eða Baldur, eins og skuttogarinn frækni sem notaður var í síðasta þorskastríðinu 1975-76. En Þór er samt sennilega líklegast. Annars, þó það sé vissulega ekki það sem mestu máli skiptir, vona ég bara að nýja skipið verði ekki forljótt útlitslega. Nútíma herskip (varðskipin okkar eru vissulega herskip, myndu a.m.k. skilgreinast sem svo í ófriði) virðast hafa ríka tilhneigingu til að verða ljót, a.m.k. að mínu mati. Dönsku varðskipin, sem jafnan eiga viðdvöl í Reykjavíkurhöfn, eru hins vegar dæmi um nýleg skip sem mér þykja mjög flott :)
Hjörtur J. Guðmundsson, 23.12.2006 kl. 22:51
Væri ekki nokkuð gott að gefa nýja skipinu nafnið Loki
Gudmundur Bragason (IP-tala skráð) 27.12.2006 kl. 14:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.