Leita í fréttum mbl.is

Flotinn stækkar

Ríkisstjórnin hefur gengið frá smíði nýs varðskips, en það verður smíðað í Chile og verður um fjögur þúsund brúttótonn að stærð, þrefalt burðarmeira en þau varðskip sem fyrir eru. Fullbúið kostar skipið tæpa 3 milljarða og gert er ráð fyrir að það verði afhent á miðju ári 2009. Sem gamall gæslumaður fagna ég þessu langþráða framtaki og veitir ekki af, enda liðlega þrír áratugir síðan nýju varðskipi var síðast hleypt af stokkunum.

En hvað á nýja varðskipið að heita? Það eru öll bestu nöfnin frátekin, Óðinn, Ægir og Týr. Ekki er þó ósennilegt að hið nýja skip verði nefnt Þór, enda rík hefð fyrir því hjá gæslunni. Svo kæmi vitaskuld til greina að nefna það Njörð. 

Góður vinur minn vill á hinn bóginn taka upp nýja nafnahefð hjá Landhelgisgæslunni og stingur upp á að nýja skipið verði nefnt Beitiskipið Albert Guðmundsson. Hann vill þó ekki segja mér hvort nefna eigi skipin eftir mikilmennum íslenskrar stjórnmálasögu eða íslenskum fótboltahetjum. Flugmóðurskipið Davíð Oddsson klingir óneitanlega nokkuð vel í eyrum og spítalaskipið Siv Friðleifsdóttir sömuleiðis. Ekki síður á það þó við um orrustuskipið Eið Smára Gudjohnsen eða tundurspillinn Brynjar Björn Gunnarsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Eða Baldur, eins og skuttogarinn frækni sem notaður var í síðasta þorskastríðinu 1975-76. En Þór er samt sennilega líklegast. Annars, þó það sé vissulega ekki það sem mestu máli skiptir, vona ég bara að nýja skipið verði ekki forljótt útlitslega. Nútíma herskip (varðskipin okkar eru vissulega herskip, myndu a.m.k. skilgreinast sem svo í ófriði) virðast hafa ríka tilhneigingu til að verða ljót, a.m.k. að mínu mati. Dönsku varðskipin, sem jafnan eiga viðdvöl í Reykjavíkurhöfn, eru hins vegar dæmi um nýleg skip sem mér þykja mjög flott :)

Hjörtur J. Guðmundsson, 23.12.2006 kl. 22:51

2 identicon

Væri ekki nokkuð gott að gefa nýja skipinu nafnið Loki

Gudmundur Bragason (IP-tala skráð) 27.12.2006 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband