Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
26.1.2009 | 18:33
Forseti á villigötum
Það var gaman að hlýða á forseta lýðveldisins, herra Ólaf Ragnar Grímsson, áðan þar sem hann kynnti áherslur sínar við lausn stjórnarkreppunnar. Sjálfsöryggi hans mátti vel merkja á því hversu oft hann endurtók það, sem hann hafði að segja. Og ef einhver efaðist um hver er aðalkallinn á Íslandi, þá vefst það ekki lengur fyrir honum hver er skoðun herra Ólafs á því. Gaman að hógværðin og sjálfsgagnrýnin, sem hann hét þjóðinni í nýársávarpi sínu, skuli hafa enst í heila 25 daga. Það er nýtt met.
Forsetinn sagði brýnast væri að skapa á ný samfélagslega sátt í íslensku samfélagi. Eða hvað menn vildu kalla það, þjóðareitthvað, nýtt Ísland, nýtt lýðveldi eða eitthvað svoleiðis. Í því samhengi kynni einhver að vilja minnast þess hversu vel forsetanum tókst til síðast þegar hann var á þessum buxunum, upptekinn af sínu eigin einstaka hlutverki við að brúa gjána milli þings og þjóðar. Ég nenni því ekki að sinni.
En er það verkefni í alvöru brýnast? Ég tek heilshugar undir þau sjónarmið að stjórnkerfi Íslands og helstu stofnanir þjóðfélagsins hafi brugðist; ekki aðeins á síðustu vikum á mánuðum, heldur ræðir hér um samfellda þróun undanfarna áratugi. Þar má tína flest allt til: löggjafann, framkvæmdavaldið og dómsvaldið; fjölmiðla, fræðasamfélag og fjármálamarkað. Og já, meira að segja sjálfan forsetann, þennan æðsta handhafa sannleika og réttlætis. Það, að smíða nýtt lýðveldi, er hins vegar ekki vandalaust verkefni og allra síst ber að flana að því. Nei, hér eru mun brýnni verkefni eins og að bjarga því, sem bjargað verður, koma í veg fyrir gjaldþrot atvinnulífsins, fjöldaatvinnuleysi, gjaldþrot heimila og að fólk missi heimili sín. Að ógleymdu langtímamarkmiðinu, sem er að koma í veg fyrir að hér blasi við landauðn innan nokkurra áratuga, sem er raunveruleg og aðsteðjandi hætta.
En finnist forsetanum brýnast að búa til nýtt lýðveldi, áður en ljóst er hvort hér verður þjóð, hann um það. Hann ætti þó máske að líta sér nær. Væri ekki tilvalið að forsetinn gengi á undan með góðu fordæmi við að skapa hið nýja Ísland með því að axla loks ábyrgð á öllu sínu ömurlega auðmannaflangsi sem brautryðjandi útrásarinnar og segði af sér?
Ef ekki, getur þess verið langt að bíða að búasáhaldabyltingin frelsi Bessastaði?
Skapa þarf samfélagslegan frið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar