Leita í fréttum mbl.is

Sjá roðann í austri!

Í síðustu viku var umræða um stefnumál hins nýja meirihluta í borginni. Þar hafði Hanna Birna Kristjánsdóttir sig talsvert í frammi og vildi fá að vita hvort nýi meirihlutinn hefði stefnu og hver hún væri ef eitthvað lægi fyrir í þeim efnum. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, svaraði með jafnafdráttarlausum og snaggaralegum hætti og hans er siða, en eftir dúk og disk muldraði hann eitthvað um að það væri alveg skýrt að sér fyndist það ekkert lykilatriði að REI-listinn gerði með sér málefnasamning og kynnti hann sérstaklega.

Nú, já; jæja. Það má svo sem hafa skoðun á þeirri afstöðu borgarstjóra til borgaranna (og hann talar væntanlega fyrir hönd meirihlutans alls), en ég nenni ekki að rekja hana hér. Lesendur og Reykvíkingar eru sjálfsagt fullfærir um það og geta þá endurgoldið Degi trúnaðinn þegar þar að kemur. En ég hjó eftir öðru. Degi fannst þessar spurningar Hönnu Birnu eitthvað óþægilegar, en hann kvað samt ekki ætla að

erfa hofmóðinn eða hortugheitin við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarfulltrúa.


Mér þótti borgarstjórinn tala af fullmiklum myndugleik; svona eins og hinn smurði og goðumlíki konungur borgríkisins hefði af náð sinni ákveðið að sussa á lýðinn fremur en að láta húðstrýkja hann, eins og rétt væri.

En að öllu gríni slepptu: Hefði Dagur látið þessi orð falla við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson eða Gísla Martein Baldursson? Ég held ekki. Ég held þvert á móti að þarna sé borgarstjórinn að tala niður til Hönnu Birnu með þessum hætti og þessum orðum af því að hún er kona. Svona hefði hann aldrei talað til karlmanns.

Hvað ætli Sóley Tómasdóttir, formaður Mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar, hafi um það að segja? Hún tjáir sig oft af minna tilefni.


Bloggfærslur 14. nóvember 2007

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband