3.5.2008 | 14:36
Hrein bilun
Það er auðvitað hrein bilun að vekja fólk upp að svefni hinna réttlátu með bænakalli kl. fimm um morgun. Þórarinn Ingi Jónsson, hinn frumlegi listnemi og sprengjusérfræðingur Listaháskóla Íslands (LHÍ), sem stendur fyrir ósköpunum segir að bilun í hugbúnaði hljóti að hafa valdið því að upptaka af bænakalli múslima fór að hljóma klukkan fimm í nótt. Er það nú víst? Samkvæmt sið múhameðstrúarmanna ber að ganga til bæna fimm sinnum á dag, í fyrsta sinn við dögun. Sólarupprás í Reykjavík í morgun var kl. 4.51, svo máske var hugbúnaðurinn einmitt að virka fullkomlega.
Að sögn listnemans var tilgangurinn með tiltækinu að koma með mótvægi við neikvæða umræðu um íslam í hinum vestræna heimi. Mikið gekk það nú vel!
Fram kom í frétt um málið að Þórarinn hafi stundað nám við LHÍ í um tveggja mánaða skeið, þannig að tæpast telst hann nú fullnuma. Það vekur hins vegar spurningar um hvers vegna skólayfirvöld í LHÍ tóku hugmyndinni svo opnum örmum, ekki síst í ljósi þess að hún er fráleitt frumleg. Ég held að það hafi verið sumarið 2002, sem bænaköll múslima ómuðu reglulega yfir miðbæ Reykjavíkur frá Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Þar var þá sýning um menningu araba og ekki af miklu að taka í myndlistinni eins og gefur að skilja. Mér er það í fersku minni, enda vann ég í Hafnarhúsinu þá. Bænaköllunum var vægast sagt misvel tekið, en það sem mér þótti einna merkilegast var að arabískur starfsmaður fyrirtækisins var hreint ekki ánægður með uppátækið og þótti móðgun og nánast guðlast að dæla út bænaköllum í auglýsingaskyni eða listrænum tilgangi.
Hitt er svo annað mál, að þarna er máske ein skýringin á því hversu illa borgaryfirvöldum hefur gengið að verða við óskum safnaðar múslima um lóð undir mosku hér í höfuðstaðnum. Morgunsvæfum mörlandanum þykir alveg meira en nóg að þurfa að þola kirkjuhringingar um ellefuleytið einu sinni í viku.
![]() |
Bilun í hugbúnaði kveikti á bænakalli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 3. maí 2008
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar