Leita í fréttum mbl.is

Tilgangur Seðlabankafrumvarpsins kemur í ljós

Össur hlær við fót. 

Ég sá að Gísli Freyr Valdórsson, vinur minn og samstarfsmaður, var að fetta fingur út í fréttaflutninginn af þingstörfum Höskuldar Þórhallssonar undanfarna daga. Undir það get ég flest ef ekki allt tekið. Mætti raunar nefna fleira til.

Við eigum þó ekki að láta umgjörðina taka hug okkar allan. Stundum er innihaldið einhvers virði. Það á t.d. við um þessa viðhengdu frétt Þóru Kristínar Árnadóttur, sem Gísli Freyr gerði að umtalsefni. Í fréttinni leynist nefnilega frétt. Stórfrétt jafnvel, sem óskiljanlegt er að fjölmiðlar hafi ekki dregið fram með neinum hætti.

Undanfarnar vikur hafa forsætisráðherra og stjórnarliðar keppst við að fullvissa þjóð og þing um að Seðlabankafrumvarpið sé algerlega og einungis lagt fram á faglegum forsendum, að með því sé verið að styrkja Seðlabankann, breyta stjórnkerfi hans og nútímavæða. Hinu vísa þeir á bug, að tilgangur frumvarpsins sé sá að hrekja Davíð Oddsson úr Seðlabankanum, sama hvað það kostar.

Þangað til að Össur Skarphéðinsson, utanríkis- og iðnaðarráðherra sagði óvart sannleikann í málinu í þessari frétt, alveg undir blálokin.

… Ég held líka að þetta sé ekki gott fyrir Framsóknarflokkinn […] að það líti út [fyrir] að einn af þingmönnum Framsóknarflokksins sé að leggja sjálfan sig undir í vörn fyrir Seðlabankastjóra.

Þarna játar Össur hver er hinn eiginlegi tilgangur frumvarpsins, að sérhver töf á framgangi þess sé til þess eins að koma Seðlabankastjóra til varnar gegn gerræðinu.

Auðvitað vita allir menn þetta, þó minnihlutastjórnin hafi viljað láta öðru vísi. En þar er vandi hennar og veikleiki í hnotskurn: Hún getur ekki komið hreint fram — hvorki við þingið né fólkið í landinu. Að ekki sé minnst á gegnsæi, góða stjórnsýsluhætti, fagleg vinnubrögð og það allt.


mbl.is Höskuldur í háskaför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. febrúar 2009

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband