Leita í fréttum mbl.is

Sleggjan í 101

Vangaveltur um stjórnmálin, ástand og horfur, geta verið afskaplega gefandi. Stjórnmálin eru list hins mögulega og endrum og sinnum hins ómögulega. Þannig að menn geta fabúlerað fram og aftur um einhverja kosti í stöðunni án ábyrgðar og síðan er pólitíkin nú einhvernvegin þannig, að stundum verður skáldskapur af því taginu að veruleika.

Skoðanakannanir að undanförnu hafa sýnt að frjálslyndir fengu talsverðan byr í seglin með þjóðvarnartali einstakra forystumanna flokksins. Mörgum þykir ljóst að þar hafi flokkurinn náð að fanga óánægjufylgi alls kyns, en hitt er óljósara hverjir eigi að vera fulltrúar slíkrar breiðfylkingar kverúlanta í komandi kosningum og ýmsir raftar á sjó dregnir. Þannig er allt í einu í dragfúlli alvöru farið að ræða um þingflokkinn Valdimar Leó Friðriksson sem upprennandi leiðtoga innan Frjálslynda flokksins!

En sjálfum þykir mér einna merkilegast að heyra að Kristinn H. Gunnarsson, sleggjan sjálf, vilji ganga til liðs við frjálslynda. Landið liggur hins vegar þannig, að það er tæpast rúm fyrir hann á framboðslista í heimakjördæminu fyrir vestan og því bollaleggja menn hvort það væri ekki gráupplagt að bjóða hann fram í Norður-Reykjavík.

Þannig að ég fór að velta því fyrir mér hvernig Kiddi tæki sig út sem fulltrúi 101-elítunnar á þingi. Ég sé hann alveg fyrir mér á Kaffibarnum með kjöltumakkann og tvöfaldan espresso að spá í pólitíkina. Þetta hugarflug varð uppsprettan að myndinni að ofan, sem vitaskuld er rammfölsuð, en minn góði og frjói vinur Freyr Eyjólfsson á talsvert í hugmyndinni.


mbl.is Kristinn H. ekki í framboð fyrir Framsóknarflokkinn í NV-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

það vantar bara flotta pípu í munninn á sleggjunni og þá er hann fullkominn 101 týpa

Guðmundur H. Bragason, 18.1.2007 kl. 15:12

2 identicon

Jón Baldvin,Kristinn G. og Margrét Sverris í sameiginlegt framboð í Rey?

Mergurinn málsins (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 16:36

3 identicon

Þessi mynd er ekkert minna en stórkostleg! Hafðu þökk fyrir.

Kolbeinn Óttarsson Proppé (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 17:30

4 identicon

Þetta er alveg million dollars svo vitnað sé í Helga Björns.

Kristján Jónsson (IP-tala skráð) 19.1.2007 kl. 04:52

5 identicon

Hvað er fyndið við það. Sleggjan er höfðuborgarbúi...fæddur og uppalinn í Kópavogi..faðir hans hitveitustjóri höfuðborgarsvæðis til fjölda ára. Hann er og verður höfuðborgarbarn þó svo honum hafi tekist að fá menn til að trúa því að hann sé að vestan. Kannski er hann bara meir Reykjavíkurbarn en flestir árhrifamenn í Framsóknarflokknum.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 19.1.2007 kl. 10:35

6 identicon

farið hefur fé betrra úr íslenskri pólití en umræddur Kristinn H,lítill söknuður af manni sem ekki getur unnið með öðru fólkiað málum sem hann sjálfur hefur velþóknun á, mynir á Hallgerði Langbrók(þeim var ég verst er unni ég mest) og vonandi líkur hans afskiprum af íslenskri pólitík í næstu Alþingiskostningum, þingmenn vinna fyrir almening ekki þrátt fyrir hann.

MaggiJ

MaggiJ (IP-tala skráð) 19.1.2007 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband