Leita í fréttum mbl.is

Karlapukur og kerlingaraup

Ég varð ekki minna hissa en Friðjón fóstri þegar ég las um tímamótayfirlýsingar Valgerðar Sverrisdóttur varðandi varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna. Þar var raunar svo margt skrýtið, að efni væri í heila ritgerð: grautað saman almæltum tíðindum, tilfinningavellu og fleygbognum ályktunum. En svo sagði hún þetta: 

Það andrúmsloft leyndarhyggju, sem áður var ríkjandi gagnvart þjóð, Alþingi og utanríkismálanefnd þegar að varnarmálum kom er ekki það vinnulag sem ég vil viðhafa. Raunar verð ég að játa að mér hefur oft fundist pukur af þessu tagi fremur einkenna karlana, sem hafa tilhneigingu til að leiða málin til lyktar í reykfylltum bakherbergjum.

Já, einmitt. Og þess vegna kvaðst hún aflétta leyndinni af viðaukum varnarsamningsins frá 1951. Afar kvenlegt hjá henni og eitthvað annað en menn hafa átt að venjast frá karlfauskunum, sem þarna hafa setið pukrandi í reykfylltum bakherbergjunum að Rauðarárstíg 25.

En það er merkilegt að Valgerði yfirsást það algerlega að ákvörðun þessi var tekin í utanríkisráðherratíð Geirs H. Haardes, en hins vegar var beðið með að fylgja henni eftir uns málið hefði farið sína leið í bandarísku stjórnsýslunni. Eða skyldi Valgerður kannski ekki vita það og bara halda að hún hafi ákveðið þetta einhverntíman? Kannski ráðherrann ætti að aflétta leyndinni af þeim pappírum í ráðuneytinu?


mbl.is Leynd létt af leynilegum viðaukum við varnarsamning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés Magnússon

Hér ræðir um nánast óskyld mál. Eins og fram kemur í færslunni að ofan tekur þessi mikla afhjúpun Valgerðar (Geirs) á viðaukum frá árinu 1951 og segir mér svo hugur um að fæstir þeirra muni koma mikið á óvart. Hið nýja samkomulag, sem stjórnvöld töldu í fyrra tryggja fullnægjandi varnir á ófriðartímum, var hins vegar ekki gert opinbert hvað sjálfar varnaáætlanirnar áhrærir og engin ástæða til þess að fetta fingur út í það; ekki frekar en að við merkjum snúrurnar að þjófavörninni með örvum og leiðbeiningum: Klippið hér.

Andrés Magnússon, 20.1.2007 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband