Leita í fréttum mbl.is

Um hvað er svo kosið?

Það hefur verið vinsælt umræðuefni í aðdraganda kosninga, að hún hafi reynst í bragðdaufara lagi. Það er ekki hægt að tala um að kosningabaráttan hafi helgast af neinum tilteknum málefnum, líkt og t.d. sjávarútvegsmálin voru í síðustu kosningum. Eins eru leiðtogastjórnmálin engan veginn jafnafgerandi og síðast, þegar Davíð Oddsson tók sinn síðasta slag og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var boðin fram sem forsætisráðherraefni og manni skildist að það væri síðasti sjens fyrir mannkyn að taka því kostaboði að geta kosið sér konu í það embætti, sem þó var ekki í boði. Af hverju hefur maður ekki heyrt orðið „forsætisráðherraefni“ í þessari baráttu?

Hvað sem því líður held ég að kosningarnar snúist í flestra hugum um Geir H. Haarde og hæfni hans til þess að vera forsætisráðherra. Kannanir um fylgi flokkanna hafa verið á ýmsa lund og sumar misvísandi, en allar kannanir um hvernig menn vilja sjá Stjórnarráðið skipað að kosningum loknum eru á eina lund: Þorri þjóðarinnar vill greinilega að Geir verði áfram við stjórnvölinn. Til þess að svo megi verða er aðeins ein leið til þess að tryggja það, en hún er að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Það dugir ekki að kjósa einhvern annan flokk í von um að gera hann líklegri til þess að komast í ríkisstjórn með Geir, orð leiðtoga stjórnarandstöðunnar í sjónvarpssal í gærkvöldi tóku af öll tvímæli um það, að stjórnarandstöðuflokkarnir miða enn að því að mynda vinstristjórn.

Hér gæti ég skrifað langt mál um það hvers vegna það væri afleit ógæfa, að yfir landið kæmi vinstristjórn, en vísa nú bara til fyrri skrifa um það allt. En ég var spurður um það af bestu vinkonu minni, nokkuð vinstrisinnaðri, hvers vegna það væri svo afleitt að „gefa gömlu stjórninni frí“ og leyfa vinstrimönnum að spreyta sig við landsstjórnina. Ég vissi sem var að ég kæmist ekki langt með röksemdafærslu frjálshyggjunnar við hana, en af því að ég þekki talsvert til haga hennar, fór ég aðra leið. Við nánari umhugsun finnst mér með ólíkindum að hafa ekki heyrt þau rök í kosningabaráttunni.

Íslendingar hafa lifað ótrúlegt hagsældartímabil undanfarin ár. Því hafa fylgt miklar fjárfestingar heimilanna, sem að miklu leyti hafa verið fjármagnaðar með lántökum í trausti þess að efnahagslífið haldist stöðugt og hér verði engar kollsteypur. Að hagur manna haldi áfram að vænkast, kaupmáttur aukist, atvinnuástandið blómstri enn og allt það. Svo ég spurði þessa mína góðu vinkonu, af því að hún hefur fjárfest í litlu huggulegu húsi hér í Þingholtunum: Mátt þú við því að órói komist á peningamarkaðinn og greiðslubyrðin þyngist, jafnvel hið minnsta? Mátt þú við því að kaupmátturinn standi í stað, hvað þá að hann minnki? Mátt þú við því að missa vinnuna, þó ekki væri nema í 2-3 mánuði?

Hún svaraði öllum þessum spurningum neitandi og ég hygg að þeir séu æði margir aðrir, sem eins er ástatt fyrir. Ég veit að ég er einn þeirra.

Vinkona mín getur ekki fengið af sér að kjósa íhaldið, en hún fór að spyrja mig talsvert út í Framsóknarflokkinn. Hvort það væri ekki rétt skilið hjá sér að framsóknarmenn stæðu við gefin loforð, þó þeir væru lúðalegir og ekki með ýkja spennandi hugmyndafræði. Jú, ég gat tekið undir það, að þeir legðu nokkuð upp úr því og eins að flokkurinn væri sem kjörinn fyrir hana, því fyrst og fremst stæði hann fyrir öfgaleysi og hófstillta framfarastefnu með félagslegu ívafi. Ég held að Jón Sigurðsson fái a.m.k. einu fleira atkvæði en síðustu kannanir gáfu til kynna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

....gulir blýantar eru mjög áhrifamiklir í dag, ekki á morgun!!!

Benedikt Halldórsson, 12.5.2007 kl. 17:51

2 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Ég kaus x-hrolfur.blog.is.  Vona að þið gerið það líka.

Hrólfur Guðmundsson, 12.5.2007 kl. 18:13

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Það var svo sem auðvitað, að þú þættist vita það.  Hvað á Sjálfstæðisflokkurinn sameiginlegt með SÍS?

Auðun Gíslason, 12.5.2007 kl. 23:55

4 Smámynd: K Zeta

Það eru góðir tímar framunda Andrés.  Geir líklega að standa uppúr mesta kosningasigri lýðveldisins ef við tökum inní að flokkurinn hans hefur verið í stjórn siðastliðinn 16 ár.  Finnum hvergi svona úrslit, ekki einu sinni hjá Maggie Tatcher, eftir svona langa setu.  Núna er að skapast unhverfi sem þreytir unga og kraftmikla athafnamenn og konur og þjóðin blómstrar svo hita sækir að hagkerfinu.  Eftir þessa glæsilegu útkomu í kosingunum og hvernig gamlir draugar eru settir til hliðar þá held ég að eftir langt vor sé ennþá vor í íslensku efnahafslífi því Geir á eftir að þora að gera það sem þarf til að kæla hlutina aðeins.  Enda, hver þorir á móti honum núna, Kalkofnsvegurinn?

K Zeta, 17.5.2007 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband