28.5.2007 | 15:42
Purple enn í Höllinni
Ég fór á afskaplega skemmtilega tónleika Deep Purple, sem Concert hélt í Laugardalshöll í gær. Það lifir lengi í gömlum glæðum og Ian Gillan náði að hita upp furðukaldan sal án vandræða. Það sást langar leiðir að bandið skemmti sér konunglega við þessa iðju, þó stofninn í henni sé kominn á sjötugsaldur. Röddin í Gillan er vitaskuld ekki alveg sú sama og áður, en þó er mesta furða hvað hann nær að keyra hana. Trumbuslagarinn Ian Paice er svo nánast náttúruundur og hefur engu gleymt. Ég hafði sérstaklega gaman af því að þó manni sýndist að hann hefði alveg nóg að gera við hendurnar á sér, þá munaði hann ekki um það að pota gleraugunum ofar á nefið með reglulegum hætti án þess að það kæmi niður á bumbubarningum. Það var helst að ég væri óánægður með gítarleikarann Steve Morse. Ég er ekki að ætlast til þess að hann stæli hinn eina sanna Ritchie Blackmore, en mér finnst gítarstíllinn hans alveg út úr kú með Purple. Hann er fingrafimur og getur leikið sér að 80's hármetal riffum með rifjárns ívafi, en mér fannst hann hvorki gera það vel né svo hæfði hljómsveitinni. Það ætti einhver að kynna Deep Purple fyrir Gumma Pé.
Þetta truflaði þó ekki upplifunina og það var frábært að rifja upp kynnin við slagara á borð við Strange Kind of Woman, Lazy, Space Truckin', Highway Star, Hush, Black Night og Smoke on the water. Og það var fjölskyldustemming í Höllinni, þar mátti finna fólk sem var á tónleikunum 1971, fólk á miðjum aldri eins og mig, glænýja metalhausa og krakka, sem kunnu lögin utan af og sungu þau með af lífs og sálar kröftum á háhesti á pabba.
Ian Gillan er merkilegur náungi fyrir margra hluta sakir, vel skrifandi og heimspekilega þenkjandi. Á vef sínum hikar hann ekki við að taka Richard Dawkins til bæna, gagnrýna hvernig Evrópusambandið er að fara með hans heittelskaða England og svo framvegis. Þar er líka að finna sambland af bloggi og sagnabanka, sem er gaman að glugga í. Gillan er ágætur sögumaður eins og sjá má á myndbandinu að neðan, þar sem hann greinir frá ýmsum örðugleikum árið sem hann söng með Black Sabbath. Það er eins og beint úr Spinal Tap, þó líkindin séu nær örugglega tilviljun. Í ræmunni minnist Gillan á Ronnie James Dio, fyrirrennara sinn í Sabbath, en hann hefur löngum verið talinn með allralágvöxnustu mönnum rokksins og er samkeppnin þó hörð.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:27 | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvaða ár er þetta viðtal tekið? Spinal Tap er frá '84, getur vel verið að Stonehenge-djókurinn þar hafi verið vísun í þetta.
Þórður Gunnarsson, 28.5.2007 kl. 18:59
Ég er ekki viss um hvenær viðtalið var tekið, giska á að það sé um 1986-8. Umrædd plata, Born Again, kom út í ágúst 1983 og tónleikarnir í Maple Leaf Gardens voru hinn 25. október. Það þýðir hins vegar ekki að Spinal Tap hafi verið að vísa í þessa dómadagsdellu Black Sabbath, handritið af henni var skrifað 1982 og Rob Reiner skaut og klippti 20 mínútna sýnishorn af This is Spinal Tap! sama ár (til þess að sýna fjárfestum) og í henni er Stonehenge-senan. Þannig að sennilegast er hér aðeins um ótrúlega tilviljun að ræða.
Til þess að gera þetta enn tryllingslegra komu einnig mælikvarðamistök upp hjá Sabbath: teikningarnar voru í fetum, en draslið var smíðað í metrum, þannig að sviðsmyndin var um þrisvar sinnum stærra en sjálft Stonehenge! Bandið þurfti því að leigja sýningarhöllina í Birmingham til æfinga, en það var eina nægilega stóra lausa rýmið á Englandi. Hins vegar fullvissuða Sabbath-sveitin sjálfa sig um að það yrði ekkert mál vestanhafs, þar sem allir tónleikastaðir væru stærri en heima. Á fyrstu tónleikum vestra kom hins vegar á daginn að sviðsmyndin komst ekki einu sinni inn um dyrnar. Á netinu má finna myndir af tónleikaferðalaginu, sem benda til þess að gripið hafi verið til þess ráðs að saga eindrangana niður og nota aðeins nokkra þeirra í einu, en leiktjald látið hanga bak við með ámáluðum drúídadröngum.
Bendi á fyndin skrif Gillans, þar sem hann segir sömu sögu, en það er nægilega vel skrifað til þess að ástæða er til þess að lesa það líka, þó þar komi fátt eitt nýtt fram.
Andrés Magnússon, 28.5.2007 kl. 23:25
Sammála þér með Steve Morse, hann passar ekki nógu vel í þetta dæmi, er allt of steriliesaður einhvern veginn, vantar smá villimennsku í hann. Gillan er auðvitað kóngurinn en kallinn átti erfitt uppdráttar þetta kvöld og rembdist allt of mikið, hefði alveg geta sleppt nokkrum köflum í stað þess að rembast, það hefði komið betur út. Annars truflaði mig örlítið ofurbassinn á trommunum, aðeins of hátt stillt fyrir minn smekk. Paice er auðvitað snilli, en hann er búinn að missa soldið af snerpunni og kraftinum,þó hann sláii auðvitað ekki feilpúst.
Mér fannst Uriah Heep stela kvöldinu af Purple. Prógrammið var hnitmiðað, mikil spilagleði, góður söngvari og gríðarlega kraftmikill trommari skiluðu frábærri skemmtun í loftið.
Þetta með Stonehenge hjá Sabbath var ofarlega á lista yfir mesta klúður rokksögunnar hjá tímaritinu ClassicRock, og var af nógu að taka.
Guðmundur Þór (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.