12.10.2007 | 22:28
Hið alþýðlega yfirbragð 24 stunda
Þegar nafni Blaðsins var breytt í 24 stundir og útlitinu nokkuð breytt var ég ekki alveg viss um tilganginn. En í morgun áttaði maður sig á því að það er verið að reyna að búa til einhvern vísi að götublaði að enskum hætti. Ég hef mínar efasemdir um að íslenskan henti vel í slíka fyrirsagnaorðaleiki og þessi fyrsta tilraun féll nokkuð flöt. Við hverju megum við búast næst? Bada Bing! þegar allt kemst upp í Orkuveituóperunni? Skamm Skatthiesen! þegar skattalækkanirnar láta standa á sér? Eða Þaulseti Íslands! þegar herra Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnir að hann hafi ákveðið að láta undan óbærilegum þrýstingi fólksins í landinu og bjóða sig fram fjórða sinni?
Það má vel vera að þetta sé rétta aðferðin til þess að laska Fréttablaðið, en þá þarf meira til: fleiri skandala, meiri áherslu á íþróttir en menningu og hálfberar stelpur á síðu sex. Ég er ekki viss um að hinn flauelsklæddi femínisti Ólafur Þ. Stephensen sé alveg rétti náunginn í það fremur en orðaleikina. Held að menn eigi að eftirláta The Sun þá dýru list. Og hvar á þetta nýja málgagn alþýðunnar að standa í Evrópumálunum? Með lýðveldinu eða landráðamönnunum?
....................
P.S. Sé auglýsingu á mbl.is fyrir 24 stundir. Þar er spurt: Hvað ætlar Ómar að gera í dag? og fyrir neðan er hið nýja slagorð 24 stunda: kemur þér við. Æi nei, eiginlega ekki. Síðan verð ég nú að segja, að heldur finnst mér það nú kljent hjá dagblaði að geta ekki einu sinni bögglað saman málfræðilega réttu slagorði. 24 stundir kemur þér við. Rétt útgáfa, 24 stundir koma þér við er hins vegar ekkert sérlega snjöll. Raunar sérlega flöt. En betri en fyrra slagorð Blaðsins: hefur svo margt að segja. Hins vegar sakna ég kjörorða Blaðsins: Frjálst, óháð og ókeypis. Hefur eitthvað af því breyst?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.10.2007 kl. 00:21 | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.4.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 406079
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég verð að vera ósammála þér Andrés. Íslenskan hentar mjög vel í allskonar orðaleiki. Þú þarft að kunna hana reyndar, sem ég efast um að margir blaðamenn í dag geri nógu vel í dag.
Það er hins vegar annað mál að þetta nýja nafn er svo máttlaust... Má ég bíða í 24 stundir eftir að fá Blaðið inn um lúguna hjá mér... Verða allar fréttirnar í Blaðinu 24 stunda gamlar...
Er það heppilegt að taka upp nafn blaðs frá Danmörku sem hið danska Fréttablað er að taka í nefið.
P.s. – kemur þér við á að fylgja fyrirsögninni í auglýsingunni... ekki heiti Blaðsins. "Hvað ætlar Ómar að gera í dag?" [það] – kemur þér við...
En það er samt rétt sem þú segir, þetta er ekki góð setning...
HE
Hallgrímur Egilsson, 13.10.2007 kl. 19:02
Fyrirsagnir blaðsins bera með sér gæðastimpilinn á þennan bleðil. Fyrirsögn dagsins er: Skammtaði sjálfum sér 106 milljónir.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.10.2007 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.