14.11.2007 | 02:18
Sjá roðann í austri!
Í síðustu viku var umræða um stefnumál hins nýja meirihluta í borginni. Þar hafði Hanna Birna Kristjánsdóttir sig talsvert í frammi og vildi fá að vita hvort nýi meirihlutinn hefði stefnu og hver hún væri ef eitthvað lægi fyrir í þeim efnum. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, svaraði með jafnafdráttarlausum og snaggaralegum hætti og hans er siða, en eftir dúk og disk muldraði hann eitthvað um að það væri alveg skýrt að sér fyndist það ekkert lykilatriði að REI-listinn gerði með sér málefnasamning og kynnti hann sérstaklega.
Nú, já; jæja. Það má svo sem hafa skoðun á þeirri afstöðu borgarstjóra til borgaranna (og hann talar væntanlega fyrir hönd meirihlutans alls), en ég nenni ekki að rekja hana hér. Lesendur og Reykvíkingar eru sjálfsagt fullfærir um það og geta þá endurgoldið Degi trúnaðinn þegar þar að kemur. En ég hjó eftir öðru. Degi fannst þessar spurningar Hönnu Birnu eitthvað óþægilegar, en hann kvað samt ekki ætla að
erfa hofmóðinn eða hortugheitin við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarfulltrúa.
Mér þótti borgarstjórinn tala af fullmiklum myndugleik; svona eins og hinn smurði og goðumlíki konungur borgríkisins hefði af náð sinni ákveðið að sussa á lýðinn fremur en að láta húðstrýkja hann, eins og rétt væri.
En að öllu gríni slepptu: Hefði Dagur látið þessi orð falla við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson eða Gísla Martein Baldursson? Ég held ekki. Ég held þvert á móti að þarna sé borgarstjórinn að tala niður til Hönnu Birnu með þessum hætti og þessum orðum af því að hún er kona. Svona hefði hann aldrei talað til karlmanns.
Hvað ætli Sóley Tómasdóttir, formaður Mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar, hafi um það að segja? Hún tjáir sig oft af minna tilefni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þótt erfitt sé að henda reiður á hvað borgarstjóri vill segja eða ekki segja í orðaflaumnum má þó ráða niðrandi merkingu orða hans til Hönnu Birnu.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.11.2007 kl. 11:57
Humm. Mér þykir þú nú verða helst til langsóttur hérna. Er eitthvað nýtt í þessu - er Dagur að ráðast fastar á Hönnu Birnu en almennt gerist í henni pólitík? Var það ekki karlmaður sem sagði við karlmann: skítlegt eðli. Var það ekki karlmaður sem sagði um annan karlmann að hann væri: drusla? Að erfa hofmóðinn og hortugheitin getur varla talist að talað sé niður til Hönnu Birnu. Er þetta ekki frekar vitnisburður um að Dagur álíti Hönnu Birnu vera leiðtoga sjálfstæðismanna í borginni og að hann beri virðingu fyrir henni sem stjórnmálamanni?
Grímur (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 12:02
Mig minnir að það hafi verið í skoðanadálknum Huginn og Muninn í Viðskiptablaðinu fyrir skemmstu að sagt var um Þórunni Sveinbjarnardóttur að hún væri í "starfskynningu í umhverfisráðuneytinu". Ætli sá sem hélt þar um penna hefði látið álíka orð falla ef Guðlaugur Þór Þórðarson eða Björgvin Sigurðsson ættu í hlut?
Bergsteinn Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 12:28
Þeir hrafnar í Viðskiptablaðinu fjalla um fjölda fólks og sjaldnast af sérstakri stimamýkt. Raunar held ég að svipuð orð hafi einmitt verið látin falla um Guðlaug Þór Þórðarson og hvað ætli auminga iðnaðarráðherrann megi þá segja? Eða utanríkisráðherrann?! Þeir eru óvægnir blessaðir, með öllu sínu fjaðrafoki, en ég held þeir fari ekki í kyngreinaálit.
Það er hins vegar rétt, að ég hugsa að Skallagrímur hefði veigrað sér við að kalla konu druslu, þar sem það orð getur haft aðra merkingu þegar það er viðhaft um konu. Hið skítlega eðli er aftur á móti alveg jafnskítleg athugasemd, hvort sem hún er höfð um konu eða karl
Ég fer ekki ofan af því að konungur árroðans, leiðangursstjóri borgarmeirihlutans (sem ekki veit hvert hann er að fara eða vill ekki upplýsa það) valdi þessu tilteknu orð í ljósi kynferðis andmælandans. Og varla getur það farið framhjá nokkrum manni að Dagur var að tala niður til hennar.
Andrés Magnússon, 14.11.2007 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.