31.12.2007 | 18:25
Nú árið er liðið…
Þá er komið að lokum þessa árs, sem um margt var gjöfult en það tók líka á að öðru leyti eins og gengur.
Í stjórnmálunum voru heilar þingkosningar og stjórnarskipti, en jafnþverstæðukennt og það hljómar urðu samt engin stórtíðindi á þeim vettvangi. Nema ef menn vilja ræða um þá pólitísku lífgjöf, sem Geir H. Haarde veitti Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og á alveg eftir að trega. Sá dagur kemur.
Framsóknarflokkurinn nánast geispaði golunni í þingkosningunum og á tæpast mikið eftir. Allra síst þegar þeirra helsta vonarstjarna, Björn Ingi Hrafnsson, sýndi hvers trausts hann er verður í stjórnmálum og kaus að láta annarlega hagsmuni ganga fyrir hagsmunum borgarbúa. Önnur vonarstjarna í íslenskum stjórnmálum, Svandís Svavarsdóttir, var valin maður ársins á Rás 2 í dag, sem er mér fullkomlega óskiljanlegt. Víst stóð hún sig vel þegar REI-málið var í uppnámi, en þegar á reyndi kom hún upp um sig sem enn einn valdagírugan stjórnmálamanninn og allar heitstrengingarnar fóru út um gluggann.
Ástandið á mörkuðum hefur verið mörgum hugleikið og ástæða til, þar skiptust á ekki minni skin og skúrir en í veðurfarinu. Ég nenni þó ekki að fjalla um það að sinni, en drep kannski niður penna síðar um það hvers kann að vera að vænta. En það er kannski meiri ástæða til þess að huga að hinum séríslensku efnahagsmálum, sem héldu hraðar til Helvítis á liðnu ári en svartsýnustu menn gerðu skóna. Ekki vegna óvarkárni á mörkuðum, gjaldmiðilsins eða vaxtastigsins; nei, það eru ríkisfjármálin, sem eru á góðri leið með að gera íslenskt efnahagslíf nánast ólæknandi. Nú renna um 47% vergrar landsframleiðslu til hins opinbera, en þar á bænum komast menn ekki lengur yfir það að eyða peningunum, heldur safna þeim líkt og ríkið skil arði! Þriðjungur vinnufærra manna starfar á vegum hins opinbera. Engin teikn eru á lofti um að snúið verði af þessarri óheillabraut, en vandinn grefur um sig, þannig að sífellt verður erfiðara og sársaukafyllra að uppræta hann. Eiga skattgreiðendur enga málsvara eftir á þingi?
Sem rifjar upp aðra óhamingju liðins árs, en það var óvænt og ótímabært fráfall Einars Odds Kristjánssonar, athafnamanns frá Flateyri. Það var mikill skaði og ég syrgi hann mikið.
Verður næsta ár betra? Ég vona það, þó ekki væri nema vegna þess að við kunnum að sjá eðlilegra tíðafar á mörkuðum og í fjármálalífi þjóðarinnar, þar sem menn ganga um sali af áræði en ekki glannaskap, varfærni en ekki deiglu. Ég óttast hins vegar að hinir lýðræðislega kjörnu valdhafar átti sig ekki á þeim vindum og að þar haldi partýið áfram á fullum dampi, enda eru menn þar að eyða annarra manna peningum undir því yfirskyni að án þess fengi fagurt mannlíf ekki þrifist. Það er meinið.
Gleðilegt ár og þakka hið liðna!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:27 | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 5
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 406064
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
jamm
Brjánn Guðjónsson, 1.1.2008 kl. 14:34
En ertu ekki til í að skoða þetta með RíkisJötuna, hlutfall starfa hjá hinu opinbera, þ.e. ríki og sveit?
K Zeta, 2.1.2008 kl. 16:44
Kæri vinur.
Ég óska þér og Auðnu gleðilegs árs með mikilli þökk fyrir það liðna.
Hlynur Jón Michelsen, 6.1.2008 kl. 03:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.