29.2.2008 | 16:04
Áttavillt í áttunda sinn
Þessi frétt gefur enn tilefni til þess að minna á það þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og aðrir fulltrúar Kvennaframboðsins í borgarstjórn Reykjavíkur báru fram tillögu um það í lok Kalda stríðsins, að Reykjavík yrði lýst kjarnorkuvopnalaust svæði. Davíð Oddsson, sem þá var borgarstjóri, tók tillögunni vel, en taldi þó að ekki bæri að flana að neinu. Hann myndi því styðja það, að Árbæjarhverfi yrði lýst kjarnorkuvopnalaust svæði til reynslu. Gæfist það vel væri sjálfsagt að lýsa Reykjavík alla kjarnorkuvopnalaust svæði að reynslutímanum loknum. Af einhverjum ástæðum dagaði tillaga Kvennaframboðsins uppi.
Þessi 8. tillaga er þó borin fram á réttum vettvangi. Hins vegar væri glapræði af Íslendingum að samþykkja hana sisona, því hún græfi undan stefnu Atlantshafsbandalagsins um sveigjanleg svör í hernaði, en sú stefna hefur verið leiðarhnoð bandalagsins frá 1967. Samkvæmt henni áskilur bandalagið sér rétt til þess að svara hvers kyns hernaðarógn með þeim hætti, sem það kýs. Að staðbundin árás á eitt bandalagsríkið geti kostað allsherjarárás og tortímingu. Beiting kjarnorkuvopna er þannig ekki háð því að hugsanlegur óvinur beiti þeim fyrst. En þetta er tvístefnugata, því um leið er bandalagið (eða kjarnorkuvígvædd ríki þess: Bandaríkin, Bretland og Frakkland) ekki skuldbundið til þess að svara kjarnorkuárás í sömu mynt. Þessi stefna tók við af fyrri stefnu, sem Eisenhower forseti hafði mótað, og bauð að sérhverri árás yrði mætt með takmarkalausri gagnárás, þar sem kjarnorkuvopn kæmu einkum við sögu.
Annars átta ég mig ekki á því hver tilgangurinn með þessum tillöguflutningi er, ekki snýr hann að vörnum og öryggi landsins. Dettur helst í hug að hér sé hefðbundin sýndarmennska á vinstrikantinum. Hér hafa aldrei nein kjarnorkuvopn verið, nema hugsanlega á leið yfir hafið milli meginlanda Evrópu og Ameríku. Tillagan er að minnsta kosti ekki til þess fallin að styrkja varnasamstarf Íslendinga við aðrar þjóðir, einmitt á sama tíma og varnamálaráðherrann og utanríkisþjónusta hennar er á útopnu við að efla það um allar trissur. Enn athyglisverðara er svo að þessi tillaga skuli lögð fram nú, einmitt þegar Rússar hafa tekið upp á því að nýju að senda flugvélar að íslensku lofthelginni. Í því samhengi er rétt að hafa í huga að meðan Birnirnir svonefndu eru aðallega notaðir í eftirlitsflug eru Blackjack-vélarnar, sem hingað eru einnig sendar, einungis hannaðar sem sprengjuflugvélar. Með kjarnorkuvopn.
Það væri kannski ráð að flutningsmenn spyrðu vini sína austur í Moskvu hvort þeir hyggist virða kjarnorkuvopnaleysi landsins.
Frumvarp um kjarnavopnalaust Ísland í 8. sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En þetta lítur svo pólitískt vel út að það er gaman að kasta þessu fram í "KaffiLatte" umhverfi. Þetta er einsog svo margt hjá þessu vinstra liði, göfugt en fjarri öllum raunveruleika einsog vímulaust Ísland árið 2000 og að HÍ verði einn af 100 bestu háskólum heims.
K Zeta, 29.2.2008 kl. 22:10
Mikið voðalega ertu upptekinn af Ingibjörgu Sólrúnu greyðið mitt. Aftur og aftur, sama tggan, Ingibjörg þetta og Ingibjörg hitt. Get a life og skrifaðu um það hvað hún er vaxandi stjórnmálamaður sem mun leiða Samfylkinguna fram á veginn sem stæðsta stjórnmálaflokk landsins eins og skoðanakennanir bera með sér.
Valsól (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 13:52
Ég er líka voðalega upptekinn af Ingibjörgu. Palestína, Öryggisráðið, Kosovo. Endalausar dellur og dillur velta út úr ráðuneyti hennar og lítið virðist um (heila) rauða þræði, ef svo má að orði komast. Úr Pólitík í Poppkúltúr eru örlög Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 1.3.2008 kl. 15:29
1 milljarður til að komast inn í öryggisráð sem okkur vantar ekkert eru nógar uppl. fyrir mig. Svona "hippi" á ekkert að vera í stjórnmálum. Mér finnst hún ætti bara vera ánægð með að hafa kosningarétt. Hún er vaxandi stjórnmálamaður og gæti endað sem krassandi sjórnmálamaður svipað og þeir sem hafa framleitt það æfintýralega rugl sem er í gangi núna...
Óskar Arnórsson, 1.3.2008 kl. 18:32
Mér líst vel á að gera Laugardalinn kjarnorkulagsann til að byrja með.
Mannsi, það var Halldór Ásgrímsson, ef ég man rétt, sem fékk þessa kinkuðu hugmynd um að komast í öryggisráðið. Hann fær smá pistil í dag hjá mér.
Sigurður Þórðarson, 2.3.2008 kl. 14:23
Leiðinlegt að eyðileggja fyrir þér djókinn Andrés - en tillaga um friðlýsingu Reykjavíkur fyrir kjarnorkuvopnum var samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur í tíð R-listans. Og það sem meira er - allir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu henni atkvæði, utan einn ef ég man rétt: Kjartan bróðir þinn sat hjá.
SP (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 00:34
Já, mig rámar í þessa samþykkt sem Stefán Pálsson minnist á hér að ofan. Gott að vita til þess að Kjartan bróðir hafi ekki orðið þessari sýndarmennsku að bráð.
— — —
Að öðru: Hér í athugasemdunum var sett inn færsla, alls óskyld umræðuefninu, til þess eins að vekja athygli á bloggfærslu höfundar. Ég hef séð þessa athugasemd víðar hér á Moggabloggi, en í mínum huga er þetta engu skárra en vélrænn saxbauti með nýjustu Víagra-tilboðunum eða ámóta. Einu gildir hvort tilgangurinn er fjárhagslegur ábati eða ekki, sendandinn er að misnota gestrisni mína hér á bloggnum.
Ég fjarlægði því færsluna og mun ekki hika við slíkt í framtíðinni án þess að gera sérstaka grein fyrir því.
Eftir sem áður verður galopið fyrir athugasemdir frá lesendum hér og raunar ástæða til þess að þakka höfundunum fyrir mestan part málefnalegar færslur, sem hafa aukið gildi bloggsins. Yðar skál!
Andrés Magnússon, 7.3.2008 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.