7.3.2008 | 12:11
Klám
Þegar ég staulaðist fram að dyrum eftir blöðunum í morgun blasti þessi forsíðufyrirsögn við mér á 24 stundum: Vændi á netsíðu. Sem mér fannst nú álíka fréttnæmt og að finna mætti nígeríska svikahrappa á netinu. Eða að íslenskar bloggsíður bentu sumar til þess að móðurmálskennslu væri ábótavant. En fréttin snerist sumsé um þetta, að til væri fólk á Íslandi, sem falbyði sig og þætti bara ekkert að því, eins og lesa mátti úr svörum vændiskonu til blaðsins. Jamm og já. Síðan flettir maður á næstu síðu og þar blasti við burðarfréttin á síðu 2: Vantar alls staðar konur. Samhengi?
Þessi forsíðufrétt 24 stunda þarf tæpast að koma mönnum í opna skjöldu, þó blaðinu þyki þetta greinilega firn mikil. Og sjálfsagt hefur fréttin verið lesin upp til agna, hún gerir út á gægjuhneigð lesenda en frá sjónarhóli púritanans, þar sem fordæmingin á athæfinu á að gera yfirbót fyrir áhugann á beðmálum annara. En er það ekki sem hvert annað klám?
Þetta þversagnakennda viðhorf, að mönnum komi við hvað aðrir aðhafast á holdlega sviðinu í nafni siðferðishreinleika, hefur verið í verulegri sókn á undanförnum árum og ber vott um minnkandi umburðarlyndi. Sumir stæra sig meira að segja af því að hafa ekkert umburðarlyndi í þessum efnum og færa fyrir því alls kyns rök þar sem allt er lagt að jöfnu: nektardans, klám og erótík, vændi, sérviskur í kynlífi, kynferðisofbeldi, þrælkun og barnaníð. Ég gat samt ekki varist því að velta einu fyrir mér: Í umræðu um fóstureyðingar ber jafnan mest á þeirri röksemd að konan eigi sinn eigin líkama og megi því gera það sem henni sýnist. Í öðru samhengi hafa menn svo ítrekað rétt kvenna til kynfrelsis. En þegar kemur að vændi virðast þau rök hverfa sem dögg fyrir sólu og allt í einu er kvenlíkaminn orðinn á forræði og ábyrgð samfélagsins alls. Er það ekki umhugsunarvert?
Vændi á netsíðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vel að orði komist. Það er nefnilega víða sem að menn reyna að hagnast á þessum málum
Jón Aðalsteinn Jónsson, 7.3.2008 kl. 15:22
Alveg rétt. Þvílík fyrirsögn og þvílíkt fréttamat. Þetta blað er alveg vonlaust.
Alli (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 15:45
Andrés, þú hittir naglann á höfuðið sem svo aftur áður.
Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 16:44
Ertu að grínast. Finnst þér þetta sambærilegt?
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 7.3.2008 kl. 16:58
Finnst mér hvað sambærilegt?
Andrés Magnússon, 7.3.2008 kl. 17:01
Fóstureyðing og vændi? Finnst þér hægt að tala um að eiga líkaman sinn í sama samhengi?
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 7.3.2008 kl. 17:34
Ég var á engan hátt að bera saman fóstureyðingar og vændi, heldur röksemdirnar í umræðunni. Það sem gengið er út frá sem augljósri grundvallarstaðreynd í umræðu um fóstureyðingar virðist einu gilda í umræðu um vændi. Það finnst mér umhugsunarvert. Með því er ég á engan hátt að leggja mat á réttmæti eða siðferði fóstureyðinga eða vændis, hvað þá praktíkina.
Andrés Magnússon, 8.3.2008 kl. 11:33
Þetta er skemmtileg samantekt hjá þér Andrés og ráð í tíma talað að benda á þá sorglegu staðreynd að hvergi er fleiri börnum eytt en á Íslandi og Íslendingar njóta þess vafasama heiðurs að vera fyrsta landið sem lögleiðir fóstureyðingar 1935. Þarna er verið að eyða einstaklingi á fyrstu vikum ævi sinnar án þess að hafa neitt um málið að segja og hins vegar tveggja fullorðinna sem ákveða að skipta á peningum og blíðu með fullu samþykki hins.
K Zeta, 12.3.2008 kl. 21:29
Ég hef aldrei skilið hvernig umráðaréttur konu yfir eigin líkama getur falið í sér rétt til að tortíma líkama annarrar konu.
Ég læt karlmennina liggja á milli hluta því það er siður í umræðu um fóstureyðingar.
Balzac (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 08:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.