Leita í fréttum mbl.is

Hr. Rokk, langflottastur!

 Rúnar Júlíusson, hr. Rokk!

Það var sérdeilis ánægjulegt að sjá greifann af Keflavík, sjálfan hr. Rokk, Rúnar Júlíusson, heiðraðan fyrir sitt æviframlag á hátíðarsamkomu Íslensku tónlistarverðlaunanna.

Rúnni Júl er og hefur alltaf verið langflottastur, sbr. goðsögnina um það þegar hann spilaði með landsliðinu í fótbolta á daginn, með landsliðinu í músík á kvöldin (Hljómum) og gekk svo til náða með Ungfrú Ísland (konu sinni Maríu Baldursdóttur) að loknu ærlegu dagsverki. Til þess að nýta tímann til fullnustu var hann einnig að smíða einbýlishúsum þær mundir. Íslenski draumurinn eða hvað?

Auðvitað hefur tónlistarferillinn ekki verið einstefna alla tíð, skárra væri það nú á 45 árum. En hann er eiginlega eins og Elvis Íslands: fyrir Rúnna var ekkert rokk. Einhverjir reyndu að spila þessa bítmúsík að utan, en það var hann, sem kom með rokkið í íslenska rokkið. Og hann er enn að. Geri aðrir betur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mummi Guð

Sammála. Það ætti að vera mynd af Rúnna Júll í alfræðiorðabókum við orðið "rokkari".

Mummi Guð, 18.3.2008 kl. 21:52

2 Smámynd: Stefanía

Ó já....ég man þá tíð þegar Rúnar hentist um svið, hátalara og magnara, við mikinn fögnuð áhorfenda.....í blúnduskyrtu og flauelsjakka  :)....asssssskoti er langt síðan.

Stefanía, 19.3.2008 kl. 03:11

3 identicon

Alltaf þegar talað er um Rúnna Júll þá er talað um að hann sé langflottastur og mesti töffarinn....það passa sig allir að tala aldrei um tónlistina sem kallinn er að framleiða. Það á að heiðra hann fyrir að hafa lifað af tónlistinni í 45 ár án teljandi hæfileika, svona soldið eins og smiður sem hittir ekki naglann á höfuðið. Held meira að segja að Hallbjörn Hjartar hafi í sér meiri músík.....

HAlldór (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 15:14

4 identicon

Það ætti frekar að bæta hugtakinu Rúnni Júl inn í alfræðiorðabækur.

Grímur Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 18:10

5 Smámynd: Sverrir Einarsson

Rúnni Júl er tónlistartöffari Íslands nr 1. Hann hefur ekki alltaf samið bestu lögin eða bestu textana en hann lifir samt. Ef það er til  Alvöru rokkari á Íslandi þá er það Rúnar Júl. Sammála þér hver gerði það eins töff og hann gerði, spila fótbolta á daginn, hoppa svo uppá svið um kvöldið og skríða svo upp í hjá fegurðardrottningu Íslands um nóttina....geri aðrir betur......Þó Bubbi sé að reina þetta núna í seinni tíð þá kemst hann ekki með tærnar þar sem Rúnni hefur hælana hvað það varðar........einlægur töffari eins og Rúnni er verður aldrei áskapaður eins og hjá Bubba.

Rokk on Rúnni 

Sverrir Einarsson, 22.3.2008 kl. 10:59

6 identicon

Halldór og co; ef eitthvað er þá var Andrés varfærinn í umsögn þessarri. Það halda einmitt margir að Rúnari sé ekki mikið til lista lagt á tónlistarsviðinu vegna þess að hljómsveitafélagar hans (t.d. Gunnar) hafa ávallt samið megnið af lögunum. Ef varnarmaður í fótbolta skorar ekki mörg mörk, er hann þá ofmetinn? Lélegur?

Fyrir það fyrsta er Rúnar primus motor, slíkt má aldrei vanmeta. Í annan stað verð ég að segja eins og er að söngur Rúnars með Hljómum er alger snilld. Þar ber hæst margra áttunda hækkun í laginu "Þú og Ég", sem er líklega mesta rokk Íslandssögunnar. Og svo ber tilfinningaþrunginn en afslappaður söngur hans í "Gef mér síðasta dans" gott vitni um ofgnótt hæfileika. Rúnni er ekki bara lang-flottustu umbúðirnar, innihaldið er líka 100%. Rúnar Júlíusson er Hr. Rokk, á því leikur enginn vafi.

AK-47 (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 00:12

7 Smámynd: Tryggvi Hübner

Reyndar var það Engilbert Jensen sem söng bæði lögin sem AK-47 nefnir.  Rúnar hefur líka sungið margt flott, t.d. Trúbrotslagið "Þú skalt mig fá" og enginn bassaleikari hefur náð riffinu í "Tasco Tosdada" eins grúví og Rúnni, sem samdi líka lagið... Allt er það gott og blessað en það sem gerir þennan mann einstakan er sú smitandi leikgleði sem hann býr yfir.

kveðja-

T.H.

Tryggvi Hübner, 2.4.2008 kl. 02:08

8 identicon

Cactus og Rúnar eru vinir.

Cactus Buffsack (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband