9.4.2008 | 01:03
Úti er alltaf að snjóa...
Eitt ágætasta (og angurværasta) lag Prince heitir Sometimes it Snows in April og það má finna hér í lagalistanum til hægri. Mér datt það í hug þar sem ég horfi út um gluggann og sé snjónum kyngja niður. Og ég sem hélt eitt augnablik í dag að vorið væri komið!
Hvernig stendur á þessu? Og svo mundi ég að Al Gore hefði stigið fæti sínum á landið. Við erum aðeins nýjustu fórnarlömb Al Gore áhrifanna. Hvarvetna sem hann kemur og opnar munninn virðast náttúruöflin eða almættið keppast við að afsanna tilgátur hans og málflutning.
Fyrirsögnin hér að ofan er hins vegar fengin úr smiðju þeirra frjóu bræða Jóns Múla og Jónasar Árnasona, en þannig hljóðar upphaf söngs jólasveinanna í söngleiknum Deleríum Búbónis. Eitt erindið gæti verið ort til Gore:
Heill sé þér, stjórngarpur slyngi!
Já, hver er betri í faginu
hjá Frelsisbandalaginu?
Þú átt að vera á þingi
með sjálfum kjaftaskjóðunum
hjá Sameinuðu þjóðunum.
Ég held varl' að langtími líði
áður en á hankanum
í Alþjóðlega bankanum
hangi þinn hattur með prýði.
Húrra fyrir mér og þér!
Annars lenti einn vinur minn í því að aka í sakleysi sínu eftir Sæbrautinni þegar bílalest lögreglubíla, blendingslímósínu forseta og annars fylgdarliðs renndi upp að hliðinni á honum og silaðist svo fram úr honum. Hann leit til hliðar og sá hvar forsetinn var að útskýra eitthvað fyrir varaforsetanum fyrrverandi og var mikið niðri fyrir, með fingur á lofti. Gaman væri að vita hvað þeim spekingunum fór á milli. Og hvað Gore hugsaði:
Af hverju var ég ekki kosinn forseti? Hvað væri ég þá að gera núna? Af hverju var hann kosinn forseti?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:20 | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.