Leita í fréttum mbl.is

Úti er alltaf að snjóa...

The Iceman Cometh

Eitt ágætasta (og angurværasta) lag Prince heitir Sometimes it Snows in April og það má finna hér í lagalistanum til hægri. Mér datt það í hug þar sem ég horfi út um gluggann og sé snjónum kyngja niður. Og ég sem hélt eitt augnablik í dag að vorið væri komið!

Hvernig stendur á þessu? Og svo mundi ég að Al Gore hefði stigið fæti sínum á landið. Við erum aðeins nýjustu fórnarlömb Al Gore áhrifanna. Hvarvetna sem hann kemur og opnar munninn virðast náttúruöflin eða almættið keppast við að afsanna tilgátur hans og málflutning.

— — —

Fyrirsögnin hér að ofan er hins vegar fengin úr smiðju þeirra frjóu bræða Jóns Múla og Jónasar Árnasona, en þannig hljóðar upphaf söngs jólasveinanna í söngleiknum Deleríum Búbónis. Eitt erindið gæti verið ort til Gore:

Heill sé þér, stjórngarpur slyngi!
Já, hver er betri í faginu
hjá Frelsisbandalaginu?
Þú átt að vera á þingi
með sjálfum kjaftaskjóðunum
hjá Sameinuðu þjóðunum.
Ég held varl' að langtími líði
áður en á hankanum
í Alþjóðlega bankanum
hangi þinn hattur með prýði.
Húrra fyrir mér og þér!

— — —

Annars lenti einn vinur minn í því að aka í sakleysi sínu eftir Sæbrautinni þegar bílalest lögreglubíla, blendingslímósínu forseta og annars fylgdarliðs renndi upp að hliðinni á honum og silaðist svo fram úr honum. Hann leit til hliðar og sá hvar forsetinn var að útskýra eitthvað fyrir varaforsetanum fyrrverandi og var mikið niðri fyrir, með fingur á lofti. Gaman væri að vita hvað þeim spekingunum fór á milli. Og hvað Gore hugsaði:

„Af hverju var ég ekki kosinn forseti? Hvað væri ég þá að gera núna? Af hverju var hann kosinn forseti?“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband