8.11.2006 | 10:33
Aðgerðaáætlun Samfylkingarinnar
Ekki þurfti ég lengi að bíða tilefnis til þess að skrifa hér. Ég les á bloggi ritstjórans að Skúli Helgason, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, hafi hringt í hann og krafist hrókeringa á ritstjórn Blaðsins, en ef ekki yrði brugðist við kröfu hans myndi Samfylkingin grípa til aðgerða gegn Blaðinu. Aðgerða gegn Blaðinu?! Í hverju ættu þær að felast? Ætlar Skúli að segja upp áskriftinni? Sleppa því aftur að auglýsa í Blaðinu eins og fyrir síðustu kosningar? Leggja fram breytingartillögu við meðferð nýja fjölmiðlafrumvarpsins þar sem stjórnmálaflokkunum er ætlað neitunarvald í starfsmannahaldi fjölmiðla? Þegar stórt er spurt, svo ég vitni í skúbbmeistarann.
Nú kemur ekki fram hvað framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar gramdist svo mjög, en eftir að hafa flett Blaðinu verð ég að játa að ég átta mig ekki alveg á því. Þar var engan veginn fjallað um Samfylkinguna á þann hátt að framkvæmdastjóri flokksins ætti að fyrtast við.
Að vísu sé ég að Guðmundur Steingrímsson, frambjóðandi, telur að Blaðið hafi minna gert úr prófkjörum Samfylkingarinnar um liðna helgi en efni hafi staðið til á meðan fréttaskýring hafi verið skrifuð um slakt gengi hennar í Þjóðarpúlsi IMG Gallup Capacent (eða hvað það nú annars ágæta fyrirtæki heitir þessa vikuna). En þarna var ekkert samsæri; Blaðið kemur hvorki út á sunnudögum né mánudögum, þannig að stórmerk tíðindi úr prófkjörum Samfylkingar í Kraganum og Norðausturkjördæmi á laugardag voru einfaldlega orðin of gömul til þess að fá einhvern uppslátt í þriðjudagsblaðinu. Á hinn bóginn hefði verið ástæða til þess að fjalla meira um prófkjör flokksins í Suðurkjördæmi, en þar var ekki talið fyrr en á mánudag. Fyrstu tölur voru hins vegar ekki birtar fyrr en um hálfsjö þegar hálftími var í skil Blaðsins í prentsmiðju, en æsispennandi og sveiflukenndri talningu lauk ekki fyrr en fjórum tímum síðar. Okkur var því ókleift að fjalla meira eða betur um það.
En ég trúi því ekki að geðprúður maður eins og Skúli frændi hafi misst stjórn á skapi sínu vegna þessa, þar hlýtur eitthvað annað að koma til. Hið eina, sem mér kemur til hugar í því samhengi, er umfjöllun mín í dálkinum Klippt & skorið, þar sem einatt má finna pólitískar sneiðar í bland við almennari athugasemdir. En mér er óskiljanlegt með hvaða hætti framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar hafi þótt að flokknum vegið á þriðjudag.
Nú má raunar vera að einn frambjóðandinn í prófkjöri Samfylkingarinnar hafi orðið fúll vegna þess að ég varpaði ljósi á eftirhermuhæfileika hans í prófkjörsbaráttunni eða vegna þess að ég greindi frá því að í flokkskjarnanum væru menn farnir að litast um eftir hugsanlegum arftaka í formannsembætti ef fylgi flokksins í komandi kosningum yrði með þeim hætti sem allar skoðanakannanir undanfarið eitt og hálft ár hafa bent til. En getur verið að bræði framkvæmdastjóra flokksins stafi af því? Eða er hann fyrst og fremst framkvæmdastjóri umrædds frambjóðanda? Vilkat goð geyja og allt það.
Hvernig sem því öllu er farið og hvað sem veldur, er það hárrétt athugað hjá Hrafni Jökulssyni að það er fullkomlega óþolandi að framkvæmdastjóri stjórnmálaflokks sé hringjandi út í bæ, gefandi fyrirmæli um það hvernig fjölmiðlum sé hollast að haga sér. Og hóti þeim aðgerðum ella. Hvaða fyrirheit gefur það um erindi og heilindi flokksforystunnar?
............................
P.S. Ég ætlaði að vitna hér í fræga Borgarnesræðu, sem til skamms tíma mátti finna á vef Samfylkingarinnar, en nú finn ég hana til ólukkunar ekki. Væri ekki verðugt verkefni fyrir framkvæmdastjórann að finna hana til og setja á góðan stað?
NB: Eins og Jens Sigurðsson bendir á í athugasemd að neðan er Borgarnesræðurnar enn að finna á vef Samfylkingarinnar, bara á öðrum stað en áður. Sjálfsagt er ástæðan breytt vefsýslukerfi flokksins. Borgarnesræðuna fyrri og Borgarnesræðuna seinni má sumsé enn lesa og þá skora ég bara á framkvæmdastjórann að lesa þær! - Athugasemd bætt við hinn 10. nóvember 2006.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.11.2006 kl. 11:09 | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 405696
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það skyldi þó ekki vera þessi ræða?
http://www.samfylking.is/Forsida/Umraedan/Raedur/LesRaedu/12
Eða þessi?
http://www.samfylking.is/Forsida/Umraedan/Raedur/LesRaedu/13
Mig minnir að hún hafi verið inn á þessum vef síðan hún var flutt eða um 3 ár ...er það skammur tími?
Jens Sigurðsson, 8.11.2006 kl. 23:41
Óheppilegt símtal ef sagan er rétt með farin. Hinsvegar var einhver að hæla Blaðinu fyrir nýjan blæ og ferskleika. Ég gaf mér tíma til þess að lesa það í nokkur skipti svona til þess að gefa því séns en nenni því ekki lengur, minnir helst á gamalt flokksblað sjöundaáratugarins, léleg útgáfa af mogganum.
Arnþór Sig. (IP-tala skráð) 9.11.2006 kl. 00:38
Sæll Andrés.
Er þetta ekki bara eitt stykki auglýsingatrix eins og gerst hefur ?
kv.
gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 9.11.2006 kl. 02:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.