Leita í fréttum mbl.is

Andrésar tveir frá fallnir

Ég segi ekki að mér hafi beinlínis brugðið þegar ég fletti Morgunblaðinu við morgunverðarborðið og sá þar minningargreinasíðu helgaða Andrési Magnússyni. En það var eilítið ónotalegt. Það er þó ekki yðar einlægur, sem þar er ritað um, heldur Andrés Magnússon, sem löngum var verkstjóri í hvalstöðinni í Hvalfirði og margir þekktu sem ágætan frístundamálara. Það var fallega um hann skrifað og hann hafði ljóslega lifað tímana tvenna og þrenna.

Á síðunni á móti var svo minnst Andrésar Ásmundssonar læknis. Við deildum ekki aðeins nafni, því það var hann, sem dró mig inn í þennan heim nakinn, grenjandi og blóðstokkinn. Með smáheppni fer maður þannig út úr honum aftur, svo ég umorði orðskvið Dana Gould lítillega. En í ljósi þess að nafni skar á naflastrenginn minn, er ekki við hæfi að ég fylgi honum síðustu skrefin?

Guð blessi minningu nafna minna beggja. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband