12.11.2006 | 18:55
Vandræði á Suðurlandi
Úrslitin í prófkjöri sjálfstæðismanna á Suðurlandi komu mér að mörgu leyti í opna skjöldu. Drífa Hjartardóttir á Keldum húrraði niður listann og Guðjón Hjörleifsson sömuleiðis. Ég fæ ekki séð að það hafi verðskuldað fall hjá þeim. Eins finnst mér verra að Gunnar Örlygsson hafi ekki fengið betri útkomu í prófkjörinum, þó ekki væri nema vegna þess að ég tel að við eigum að fagna týndum sauðum.
Stóri skandallinn er þó sigur Árna Johnsen, sem vafamál er að megi taka sæti á Alþingi. Ekki vegna þess að aldrei megi fyrirgefa mönnum yfirsjónir, þvert á móti ber okkur að finna fyrirgefningu í hjarta okkar gagnvart þeim, sem eitthvað verður á. En svo ég haldi nú áfram á trúarlegum nótum þá þarf hinn syndugi líka að sýna iðrun og yfirbót. Árni Johnsen hefur ekkert slíkt gert.
Hann notfærði sér aðstöðu sína sem kjörinn fulltrúi almennings til þess að skara eld að eigin köku og rauf þannig trúnað við kjósendur sína, þjóðina og lýðveldið. Og síðan þegar upp komst laug hann fullum hálsi. Í því samhengi leyfi ég mér að benda á grein, sem ég skrifaði á Strikið um þetta fyrir rúmum fimm árum.
Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn muni gjalda þessa frambjóðanda um land allt. Ég veit það að minnsta kosti um sjálfan mig, að ég mun eiga erfiðara með að kjósa Sjálfstæðisflokkinn vegna Árna. Ég vil ekki eiga það á hættu að mitt atkvæði verði til þess að gera Árna Johnsen að þingmanni í jöfnunarsæti. Kosningareglur eru hins vegar þannig að meðan sérframboð geta veitt atkvæðum sínum áfram með því að vera með sömu listabókstafi (t.d. DD) er engin leið að koma í veg fyrir að atkvæði nýtist öðrum til jöfnunar. Hvað á það að þýða?
Hvaða úræði koma til greina til þess að stöðva framboð Árna Johnsen í nafni og skjóli Sjálfstæðisflokksins? Samkvæmt skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins þarf Miðstjórn flokksins að staðfesta framboðslista, svo að hann verði boðinn fram í nafni flokksins. En er hún líkleg til stórræða? Miðstjórnin lét gott heita að stórfellt prófkjörssvindl átti sér stað í Norðvesturkjördæmi fyrir síðustu þingkosningar, svo menn geta varla vænst myndugleika úr þeirri átt. Ekki virðast meiri töggur vera í framkvæmdastjórn flokksins. Og hvað? Á maður að lifa í voninni um að Sjálfstæðisfélag Vestmannaeyja víki Árna úr félaginu og þar með flokknum?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.11.2006 kl. 03:59 | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Lítt held ég að Andrés Magnússon þurfi að óttast að hans atkvæði komi Árna Johnsen á þing. Kjósendur í Suðurkjördæmi verða örugglega einfærir um það. Maður í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í því kjördæmi verður tæplega uppbótarþingmaður með atkvæði Andrésar Magnússonar.
Eftir að hafa nokkrum sinnum séð og heyrt í Andrési Magnússyni í fjölmiðlum hefur mér fundist maðurinn oft á tíðum eiga sína góðu spretti. En eftir að hafa lesið jafn fordómafullan pistil eins þann sem hann hefur sett hér á síðuna sína, verður Andrés Magnússon í mínum ranni ekki tekinn alvarlega og skoðanir hans framvegis metnar í ljósi þessa pistils.
Vonandi hefur Andrés Magnússon efni á að dæma fólk jafn hart og hann gerir gagnvart jafn ágætum manni og Árna Johnsen. "Sá kasti fyrsta steininum, sem syndlaus er".
Eyjamaður
Gísli Valtýsson (IP-tala skráð) 14.11.2006 kl. 14:43
Ég átta mig ekki alveg á því hvaða merkingu Gísli Valtýsson leggur í orðið „fordóma“. Afstaða mín til framboðs Árna mótast einmitt af fortíðinni og þeim víðtæka siðferðisbresti, sem hann sýndi af sér. Ég er því ekki að dæma hann fyrirfram, það er búið að dæma hann. Í því samhengi er vert að minna á að lögin eru lágmarksviðmið um breytni manna, yfirleitt setjum við markið hærra. Kannski ég skrifi nánar um það við tækifæri. En þar sem Gísli tilgreinir ekki í hverju hann telur fordómana felast get ég eiginlega ekki svarað honum betur.
Hitt er annað mál, að ég sé ekki betur en að það örli á fordómum hjá Gísla sjálfum, þegar hann lýsir því yfir að hann muni ekki taka mig alvarlega héðan í frá — sama hvað ég segi — vegna þessa skrifs. Og öll mín skref ætlar hann að skoða í ljósi þess!
Þetta þykja mér merkileg viðbrögð hjá fjölmiðlamanni (Gísli er útgefandi Eyjafrétta). Eigum við ekki að láta rök og staðreyndir tala sínu máli? Eða skiptir meiru hver talar? Ég veit í hvorn flokkinn ég vil skipa mér. Hún snýst nú samt!
Andrés Magnússon, 14.11.2006 kl. 15:24
"Eigum við ekki að láta rök og staðreyndir tala sínu máli? Eða skiptir meiru hver talar"
Hehe, er þetta ekki akkurat málið, eiga ekki rök og staðreyndir að tala sínu máli í kosningu suðurkjördæmis, sjálfstæðisfólkið hefur talað og það vill Árna J. á þing, það er deginum ljósara og tölurnar tala sínu máli þar. "Eða skiptir meiru hver talar", verður það kannski þannig það verður ekki hlustað á þau þúsundir manna sem kusu Árna, ef svo er þá verður Sjálfstæðisflokkurinn búinn að endurskilgreina lýðræði uppá nýtt og ef svo fer þá vill ég ekki láta mitt atkvæði í hendur þess flokks og öruggt að margir munu einnig hugsa það sama.
Sjálfstæðismaður (IP-tala skráð) 14.11.2006 kl. 19:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.