12.11.2006 | 22:35
Sundruð Samfylking
Þegar litið er til úrslita prófkjörs Samfylkingarinnar í Reykjavík er hið fyrsta, sem vekur athygli, hve fáir tóku þátt í því. Aðeins um 4.800 lögðu leið sína á kjörstað, sem er litlu fleira en Dagur B. Eggertsson fékk í 1. sætið eitt í prófkjörinu fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, en þá greiddu um 9.500 stuðningsmenn Samfylkingarinnar atkvæði. Það verður því ekki sagt að áhuginn hafi verið yfirþyrmandi.
En það er fleira áhugavert. Fyrir það fyrsta er náttúrlega arfaslakur árangur formannsins Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Hún var ein í framboði til 1. sætis listans og fær samt ekki nema liðlega 69% atkvæða í það sæti. Eins og félagi forseti bendir á studdu færri Ingibjörgu Sólrúnu til þessarar vegsemdar en greiddu Grazinu Okuniewska atkvæði í 10. sætið í nýafstöðnu prófkjöri sjálfstæðismanna. En þegar hartnær þriðjungur flokkskjarna Samfylkingarinnar í höfuðvíginu Reykjavík fær ekki af sér að kjósa formanninn í sæti, sem enginn annar sækist eftir, er ekki hægt að draga aðra ályktun en þá, að formaðurinn sé á fallandi fæti. En það finnst henni bara harla gott líkt og hún sagði í Silfri Egils. Gaman að heyra að hún kæri sig ekki um foringjaholla flokksmenn og vilji ekki of mikinn stuðning.
Ingibjörg Sólrún talaði líka um hvað varaformaðurinn hefði fengið skínandi fína kosningu, þó rúmlega 63% vildu hann ekki í eitt af fjórum efstu sætunum; hafði hann samt gætt sín á að stíga ekki á neinar tær og með hóflegar óskir um sæti. Össur Skarphéðinsson, sem ég held megi kalla leiðtoga stjórnarandstöðunnar, hvað sem öllum titlum líður, er þingflokksformaður Samfylkingarinnar, en þó fékk hann ekki nema um 60% atkvæða í 2. sætið. Hann var að vísu að keppa við Jóhönnu Sigurðardóttur um það sæti, en samt.
Hvað segja þessar tölur manni um forystu Samfylkingarinnar? Jú, þær segja mér að klofningurinn er jafnvel enn djúpstæðari en ég hafði ímyndað mér og það er vegarnesti Samfylkingarinnar í komandi kosningabaráttu: Sundrung.
-------
Annars hjó ég eftir því að Ingibjörg Sólrún harðneitaði öllum kenningum um að menn nánir Össuri hefðu unnið verulega á í prófkjörunum að undanförnu, en hennar fólk hefði meira og minna þurft að láta í minni pokann. Taldi hún ótækt að skipa mönnum í fylkingar með þeim hætti. Það má vera rétt hjá henni, en það má líka stilla því upp með þeim hætti að kratarnir séu loksins að ná sér á strik innan Samfylkingarinnar. Miðað við útkomu undanfarinna daga og líklega niðurstöðu komandi kosninga fær maður ekki betur séð en að sérlegum fylgismönnum formannsins í þingflokknum fari fækkandi fremur en hitt. Guð láti gott á vita.
Ég held nefnilega að fái Samfylkingin grammi minna en 25% fylgi í alþingiskosningunum 12. maí 2007 þurfi Ingibjörg Sólrún að segja af sér. Þetta er hennar síðasti sjens. En afsögn hennar gæti um leið verið alvöru drottningarfórn, eigi hún sér stað á réttum tíma. Hún gæti nefnilega verið lykillinn að ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, sem mun seint eiga sér stað með Sollu í forsvari. Ekki aðeins vegna þess að hún hefur sjálf þvertekið fyrir það, heldur ekki síður vegna þess að innan Sjálfstæðisflokksins er megn andúð á henni og rík tortryggni á heilindi hennar. Sú almenna afstaða er bundin persónu formannsins en ekki Samfylkingunni, sem margir sjálfstæðismenn gætu vel hugsað sér að starfa með annars.
Pólitisk saga Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur gefur reyndar litlar væntingar um slíka lausn; hún hefur ávallt tekið eigið skinn og stundarhag fram yfir heildarhagsmuni flokka sinna eða kosningabandalaga. Þeim og sjálfri sér oftast til tjóns. Af hverju ætti að verða breyting á því?
Í ljósi þess er kannski ekki nema von þó að margir sjálfstæðismenn fullir efa um að framsóknarmenn hafi afl til samstarfs eftir kosningar séu farnir að gera hosur sínar vinstrigrænar. Það mun sjálfsagt taka tímann sinn að lemja saman málefnasamning slíks stjórnarsamstarfs, en menn telja sig þó geta treyst vinstrigrænum til þess að standa við gerða samninga og anda þeirra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.11.2006 kl. 03:58 | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.