Leita í fréttum mbl.is

Þó fyrr hefði verið

Hanna Birna Kristjánsdóttir

Mikið er ég feginn að loks skuli vera búið að taka af skarið um forystumál Sjálfstæðisflokksins í borginni. Þó fyrr hefði verið. Sá vandræðagangur hefur reynst borgarstjórnarflokknum jafnvel enn erfiðari en sjálft REI-málið á sínum tíma og meirihlutaslitin, sem í kjölfarið sigldu.

Ég þekki Hönnu Birnu Kristjánsdóttur af dugnaði, röggsemi og röskleika og veit að hún verður góður borgarstjóri. Ég treysti henni vel til þess að snúa vörn í sókn, borgarbúum til heilla.


mbl.is Hanna Birna verður borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Andrés.

Þú mátt hafa skoðanir. Enn þegar ég hef skoðað þinn feril þá verð að að draga í efa þínar skoðanir. þakka þér fyrir þína skoðun á þessu máli. Gott til þess að vita hvar ég ef þig. Enn ég átti ekki von á þessum viðbrögðum þínum.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 7.6.2008 kl. 20:20

2 Smámynd: Stefanía

Bíðið  nú við....hmmmm....þarf maður að "skoða"  fólk ,til að athuga hvort það má hafa skoðanir ?

Ég hef allavega  þá skoðun að þess þurfi ekki.

Ég má vonandi líka hafa þá skoðun, að ég sé mjög ánægð með málalok, semsagt þau, að Hanna Birna verði næsti borgarstjóri 

Veit reyndar ekki hvernig Jóhann Páll skoðar feril fólks !

Stefanía, 7.6.2008 kl. 21:20

3 identicon

Miðað við frammistöðu þeirra kvenna sem gegndu síðast embætti borgarstjóra held ég að Hanna Birna geti staðið sig betur.

Miðað við frammistöðu þeirra karla sem gengdu síðast embætti borgarstjóra held ég að Hanna Birna geti staðið sig betur.

Hún er greind og dugleg og þarf bara að muna að hún er þjónn fólksins sem býr í Reykjavík, en aðeins félagi í Flokknum með valdakomplexinn.

Þráinn Bertelsson (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 05:51

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæll Andrés

Þetta eru mjög góð tíðindi fyrir okkur Sjálfstæðismenn. Hanna Birna er mjög hæfileikaríkur stjórnmálamaður og á örugglega eftir að standa sig mjög vel sem oddviti.

Óðinn Þórisson, 8.6.2008 kl. 11:38

5 Smámynd: Andrés Magnússon

Ég átta mig ekki alveg á því hvað Jóhann Páll Símonarson er að fara, en þakka fyrir það að mega enn um sinn hafa skoðanir. Jafnvel eigin skoðanir. En að hann dragi þær í efa eftir að hafa skoðað feril minn… Heldur hann að ég hafi í raun og veru einhverjar aðrar skoðanir en ég hef sett fram? Eða að þær séu rangar, svona í ljósi ferils míns?!

Ég fagna því vitaskuld að forystuvandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík skuli hafa verið leystur og ítreka að það hefði mátt gerast fyrr. Það var ljóst í vetur að við svo búið mátti ekki standa, hið eina sem hefur breyst síðan er að svo og svo margar skoðanakannanir hafa staðfest það og að þessi óvissa hefur reynst borgarstjórnarflokknum verulegur fjötur um fót, svo ekki sé dýpra í ár tekið.

Auðvitað fagna ég því að Hanna Birna skuli hafa tekið við oddvitahlutverkinu, ég studdi hana opinberlega í 2. sætið í prófkjörinu og það hreppti hún. Varla er það höfuðsyndin hjá mér, að hafa leyft mér að sína fagnaðarviðbrögð? Eða átti ég að harma það að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefði höggvið á hnútinn?

Andrés Magnússon, 8.6.2008 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband