Leita í fréttum mbl.is

Vanvirða við íslenskt mál

Fáninn skorinn niður

Jú, auðvitað er það vanvirðing við fánann, þjóðina og ríkið, að skera fánann niður. Þessi yfirlýsing anarkista, sem greinir frá í fréttinni, finnst mér þó ekki minni vanvirða. Við íslenskt mál.

„Við leggjum engar sérstakar mætur á Jörund…“

Ég þarf ekki að vita meira um þetta lið. 

En ég var ekki minna óánægður með kónana, sem komu á Austurvöll í morgun og spilltu hátíðarstemmningunni þar með því að ráfa um með kröfuspjöld, sem á stóð: „Íslenska ríkisstjórnin brýtur mannréttindi. Vér mótmælum allir“. Eða eitthvað í þá áttina. Sumir voru með sömu áletrun á ensku, svo þetta færi nú ekki fram hjá erlendum sendimönnum, sem voru viðstaddir þessa hátíðarstund.

Einn af þessum körlum stillti sér upp fyrir aftan mig, þar sem ég stóð framarlega í mannfjöldanum á suðausturhorni Austurvallar. Mér varð það á að spyrja hann hverju þeir væru að mótmæla og eftir nokkur spennuþrungin andartök (maðurinn nötraði svo að ég hélt hann væri að fá hjartaáfall) spurði hann mig á móti hvort ég vissi ekki að ríkisstjórnin hefði verið dæmd fyrir mannréttindabrot á alþjóðavettvangi. Ég nennti ekki að fara að diskútera það allt við manninn (að þetta væri álit, hvorki úrskurður né dómur, og svo hitt að deilur um atvinnuréttindi og veiðiheimildir vörðuðu tæpast mannréttindi), en fann að því að þeir væru að skyggja á þessa hátíðarstund. Það væri synd að segja að hann hafi tekið því vel. En hann færði sig annað.

Þjóðhátíðin er nákvæmlega það, hátíð þjóðarinnar. Forsetinn, ráðherrarnir og pótintátarnir allir eru gestir þjóðarinnar, eins og vel sést á þeirri hefð að í ræðuhöldunum á Austurvelli eru hinir tignu gestir aldrei ávarpaðir í upphafi, eins og tíðkast á flestum fundum. Ávarpið er aðeins eitt: „Góðir Íslendingar!“

Nú má vel vera að þessir mótmælendur hafi réttmætar umkvartanir fram að færa, en þá eiga þeir að reka þau erindi við þá, sem þeir telja að hafi brotið á sér, og velja sér réttan stað og stund til þess. Það er þjóðhátíðin ekki. Á þeirri hátíð eru mótmælendur boðflennur og veisluspillar. Hafi þeir skömm fyrir.


mbl.is Skar íslenska fánann á Stjórnarráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Flatneskjan í þjóðhátíðarræðunum á Austurvelli var líka vanvirða við íslenskt mál! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.6.2008 kl. 18:58

2 Smámynd: Andrés Magnússon

Ég heyrði ekki betur en að málfarið væri sæmilegt, en svo geta menn lengi deilt um innihaldið.

Andrés Magnússon, 17.6.2008 kl. 19:21

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kannski þarf að breyta ávarpinu í: "Góðir og vondir íslendingar." Ég hefði skilið ef slorlyktandi trillukallar hefðu mótmælt þarna.  Þetta er kjánalegt og sorglegt.  Svipað kjánalegt og stofnun samtakanna vinir Hallargarðsins," sem samanstóð af lífsleiðum fyllibyttum af Næsta bar.

Fásinnið fer illa með fólk.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.6.2008 kl. 19:50

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jú, jú...þetta voru Saving Iceland, leikskólabörnin. Ekki von að málvitundin sé ekki fullnuma. Hér er síðan þeirra.  Hér er svo eðalblogg eins meðlima þessara byltingarsamtaka.

Nú þarf að skilgreina allsherjarregluna, svo hún hæfi þeim.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.6.2008 kl. 20:32

5 Smámynd: Hrappur Ófeigsson

"Nú má vel vera að þessir mótmælendur hafi réttmætar umkvartanir fram að færa, en þá eiga þeir að reka þau erindi við þá, sem þeir telja að hafi brotið á sér, og velja sér réttan stað og stund til þess. Það er þjóðhátíðin ekki. Á þeirri hátíð eru mótmælendur boðflennur og veisluspillar. Hafi þeir skömm fyrir."

Það á enginn að þurfa að skammast sýn fyrir að koma sýnum sjónarmiðum á framfæri meðal almennings, það er jú hluti af málfrelsinu sem við höfum (stundum).  Ég legg til að næst þegar þú ert niðrí bæ að spókera þig með fjölskyldunni þá sleppirðu því að lesa þau kröfuspjöld sem þú sérð og sparir þér í kjölfarið heimsókina á slýsó í áfallahjálp.

Lengi Lifi Málfrelsið. Allah´u Ackhbar. 

Hrappur Ófeigsson, 17.6.2008 kl. 21:15

6 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Andrés!

Ég er svo algjörlega sammála þér.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 17.6.2008 kl. 21:36

7 identicon

Tjáh... best kannski að mótmæla einhvers staðar þar sem enginn sér?  Góða bullið í þér.  Auðvitað er þetta besti staður og stund til að mótmæla, þar sem tekið er eftir því. 

Erna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 06:10

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er hið besta mál að vera þjóðrækinn og sjálfur hef ég oft verði í sömu sporum og þú í gær. Eru þetta ekki einhverjir krakkar sem voru að skera niður fánann? Ég á varla von á að nokkur taki þau alvarlega og væntanlega er leikurinn ekki gerður til þess. Allt öðru máli gegnir um mennina sem mannréttindi voru brotin á með kvótakerfinu. Íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að hlíta úrskurðum mannréttindanefndarinnar en ríkisstjórnin kaus að hundsa hann, t.d. með því að greiða ekki sanngjarnar bætur til þeirra sem mannréttindi voru brotin á.

Allt er þetta hið vandræðalegasta

Þrátt fyrir að fiskverð sé í sögulegu hámarki skuldar sjávarútvegurinn 350% af ársveltu!!  Sú var tíðin að greinin gat borgað há laun bæði sjómönnum og fiskverkafólki þó fiskverð væri aðeins brot af því sem það er í dag. Hvar eru efnahaglegar svo ekki sé talað um líffræðilegar röksemdir fyrir óbreyttu kerfi? Sú var tíðin að Sjálfstæðisflokkurinn lét sig mikið varða um sjávarútveg. Hvernig væri nú að manna sig upp í að taka debat um þessi mál?

Sigurður Þórðarson, 18.6.2008 kl. 09:37

9 Smámynd: Steinn Hafliðason

17.júní er hátíð lýðveldisins og sjálfstæðis, hátíð fólksins. Mér finnst þetta fólk hafa vanvirt þessa hátíð í pólitískum tilgangi.

Steinn Hafliðason, 18.6.2008 kl. 10:04

10 Smámynd: Steinn Hafliðason

hátíð lýðræðis og sjálfstæðis átti þetta auðvitað að vera

Steinn Hafliðason, 18.6.2008 kl. 10:05

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Steinn, 17. júní er lýðveldishátíð þannig að þessi leiðrétting var óþörf. Ég er auðvitað innilega sammála þér og Andrési  að það að rífa niður fána er ólíðandi og sérstaklega ámælisvert á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Ég tel sjálfan mig vera þjóðhollan og ber mikla virðingu fyrir þeim gildum sem við minnumst og heiðrum 17. júní.  En ég hef líka samúð með sjónarmiðum þeirra manna sem leituðu til mannréttindanefndarinnar. Þetta eru heiðarlegir og duglegir sjómenn og mér finnst ekki rétt að spyrða þá við gapuxa sem rífa niður fána. Ég er ekki hrifinn af mótmælum 17. júní en í ljósi tilefnisins tel ég mótmæli þeirra  réttmæt hafi þeir ekki truflað athöfnina.

Sigurður Þórðarson, 18.6.2008 kl. 12:39

12 Smámynd: Steinn Hafliðason

Því er ég sammála þér Sigurður að mótmæli þessa fólks er réttmæt og rétturinn til að mótmæla er bundinn í stjórnarskrá eftir því sem ég best veit.

Hátíðin 17.júní er ekki hátíð stjórnmálamanna, hagsmunahópa eða verkalýðsfulltrúa heldur þjóðarinnar allrar þar sem við erum að fagna og minna okkur á sjálfstæði okkar sem þjóðar og rétt okkar til að neyta atkvæðis okkar um stjórn landsins og sýnist mér við vera sammála Sigurður.

Ég var nýlega út í Finnlandi sem fékk sjálfstæði 1918 og þar er mikil virðing borin fyrir þessum hátíðarhöldum og sjálfstæði landsins sem þeir taka ekki sem sjálfsögðum hlut. Ég er hugsi yfir því hvort við berum svo litla virðingu fyrir sjálfum okkur að við gleymum því sem við höfum. Erum við farin að bera svo litla virðingu fyrir öðrum að við svífumst einskis í hagsmunapoti okkar að við erum tilbúin að skemma gleðina fyrir öðrum á hátíðisdögum. Mun sá tími kannski koma að við sjáum Svarthöfða ganga í kirkju á sjálfum jólunum? Lítum við kannski ekki á 17.júní sem sigur þjóðar og lýðs og þess vegna óþarfi að bera virðingu fyrir þessum degi.

Mér finnst þessi skrípalæti á þessum helga dag þjóðarinnar vanhelga þennan áfanga sem stærstur hluti mannkyns fer á mis við og vanvirða forfeður okkar sem unnu fyrir þessum réttindum sem við höfum í dag.

Steinn Hafliðason, 18.6.2008 kl. 13:33

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka þér þitt góða svar Steinn.

Sigurður Þórðarson, 18.6.2008 kl. 13:58

14 identicon

Merkilegt hvað menn finna sig alltaf knúna til að gera lítið úr skoðunum annarra með því að kalla þær skrípalæti, skrílslæti eða þaðan af verra.  Það má helst skilja á annars ágætum skoðunum manna hér að þeir einir hafi rétt á að viðra sínar skoðanir á opinberum vettvangi sem eru fullnuma á íslenskri tungu og komnir yfir miðjan aldur!  Og best væri að þeir gerðu þá svo í einrúmi og alls ekki á dögum eða stöðum sem gætu mögulega verið einhverjum heilagir.  Já fussumsvei, burtséð frá því hvort mótmælendur eru skoðanabræður mínir eður ei þá ber ég hið minnsta meiri virðingu fyrir þeim heldur en dauðyflunum sem virðast komnir með annan fótinn í gröfina en eru með hinn rækilega fastan í einhverri heimatilbúinni helgislepju!

Góðar stundir.

...désú (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 15:09

15 identicon

Nú er svo komið fyrir landi og þjóð að það er ávallt staður og stund til að mótmæla. Hvort ríkisstjórnin hafi verið dæmd fyrir mannréttindabrot eða ekki er eins og að ræða epli og appelsínur.

Ríkisstjórnin er hins vegar dæmd af verkum sínum (tja og aðgerðaleysi) og hví ættu ósáttir ekki að láta í sér heyra. Fjandakornið þó það sé 17. júni eða ekki.

Magnús (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 17:07

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Desú: Voru þetta heilbrigð skoðanaskipti að slíta fánann niður af Stjórnarráðinu?  Fylgdu einhverjar skiljanlegar réttlætingar á atferlinu aðrar en að útrýma lýðræði og prómótera stjórnleysi?  Hefði ekki verið eðlilegra að þetta fólk skrifaði greinar í blöð og kæmi óánægju sinni á framfæri eftir eðlilegum og lýðræðislegum leiðum? 

Það er grunndvallarskilyrði að ef táknræn mótmæli eru höfð í frammi að þau séu skiljanleg og hafi samhengi við einhverja hagsmunabaráttu.  Ég er sammála Steini um að þjóðhátíðardagurinn er ekki vetvangur slíkra mótmæla. Hann er hlutlaus dagur, þar sem við fögnum þeirri ósjálfsögðu staðreynd að við erum þjóð með rétt meðal þjóða og þeirri reisn og því öryggi, sem því fylgir.  Aðrir dagar eru hentugri til pólitísks aðhalds og kröfugangna þrýstihópa.

Ég er þó ósammála hvað varðar spassetúr svarthöfða á kirkjuþingsetningu.  Það var táknræn undirstrikun um forneskju kirkjunnar og ákall til þess að leiðtogar kirkjunnar komi til samlætis okkur í samtíma og framtíð.  Ég veit að án slíkra áminninga hefði kirkjan ekki orðið jafn liberal og hún er í dag og enn má bæta um betur.  Kirkjan hefur sinn vettvang í andlegum efnum og aðstöðu til að koma sínum boðskap á framfæri án afskipta og stuðnings stjórnvalda. Það mál snýst um jafnræði og mannréttindi.

Jafnræðið krefst þess einnig að allir trúhópar hafi aðgang að skólum til jafns við kirkjuna og er það krafa margra. Því skal draga hreinar línur til að halda friðinn og leyfa skóla að vera skóla og kirkju, kirkju. 

Jón Steinar Ragnarsson, 18.6.2008 kl. 17:51

17 identicon

Að fara svona með fánann. Það er ljótt að sjá. Það hryggir mig hve sjálfsagt það þykir orðið að tjá sig með ómálefnalegum hætti og þetta er bara eitt dæmið um það.

Þegar að ég var að alast upp var kool að hafa skoðannir, og það var kool að geta rökstutt þær.

En nú er mjög mikið af fólki hérna sem byggir ekkert, bara skemmir. Það var sú tíð að svona fólk fékk bara skammir og sektir. En í dag er fólk að haga sér svona í nafni tjáningarfrelsis.

Það er bara slæmt þegar að fólk hefur ekkert til að berjast fyrir, engar hugsjónir, ekkert egó.

Ljótt að sjá

sandkassi (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband