Leita í fréttum mbl.is

Líbanon á barminum

Leppstríð Sýrlendinga og Írana í Líbanon er hafið á nýjan leik eftir að iðnaðarráðherra landsins, Pierre Gemayel (sonur Amins Gemayel, fyrrverandi forseta landsins), var myrtur í fyrirsát í dag. Ef eitthvað er að marka söguna mun Hezballah láta kné fylgja kviði innan skamms og þá kann nýtt borgarastríð að sigla í kjölfarið. Til þess eru enda refirnir skornir. Sýrlendingar sýndu öðrum ráðherra, Michel Pharaon, misheppnað tilræði í dag. Hefði það tekist hefði ríkisstjórnin þurft að segja af sér, sem hefði hentað Sýrlendingum alveg sérstaklega vel. Um leið er dómsrannsókninni á morðinu á Rafik Hariri stefnt í voða, sem kemur þeim einnig vel. Merkilegt að ekkert hefur heyrst til helstu málsvara þeirra hérlendis ennþá, þessara sem máttu vart mæla fyrir vandlætingu þegar Ísraelsmenn gerðu vanmáttuga tilraun til þess að uppræta Hezballah síðsumars.
mbl.is Leiðtogi kristinna manna í Beirút skotinn til bana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband