Leita í fréttum mbl.is

Líkklæði Supermans

Ég les að hasarblaðateiknarinn Dave Cockrum hafi látist úr sykursýki aðeins 63 ára að aldri, en hann átti einna mestan þátt í að gera X-men að þeim sagnabálki, sem orðinn er. Sérstaka athygli vekur að Cockrum gaf upp öndina í Superman-náttfötum undir Batman-teppi.

Sumum finnst það kannski broslegt, en ég spyr: Hvað var þessi einn helsti máttarstólpi Marvel Comics að gera umvafinn í menningararfleifð frá erkióvinunum hjá DC Comics, en þaðan eru þeir Superman og Batman báðir.

Kannski það snúist eitthvað um deiluna um höfundarrétt á efni því, sem Cockrum vann fyrir Marvel, en þeir borguðu honum nú samt á endanum þannig að veikindin reyndust honum ekki erfiðari en þurfti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er náttúrulega einhver besta færsla sem ég hef fundið á bloggum í langan tíma!

Kv Valur Grettisson

Valur Grettisson (IP-tala skráð) 1.12.2006 kl. 16:07

2 identicon

Sammála því.

Marvel nördarnir krossa sig væntanlega og bannfæra kallgreyið en DC nördarnir fagna sigrihrósandi.

Er þetta ekki svipað og ef Simon Wiesenthal heitinn hefði gefið upp öndina í Sturmbahnfuhrer átffitti?

Gunni V (IP-tala skráð) 4.12.2006 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband