Leita í fréttum mbl.is

Er evran svarið?

euroquake

Þessa dagana virðist þorri fólks kominn á þá skoðun — eftir vandlega yfirvegun peningamálastefnu — að Íslendingar þurfi að taka upp evruna svo skjótt sem auðið er. Sjálfur er ég því ekki samþykkur og hygg að þessi almenna skoðun sé tæpast grundvölluð á öðru en óþoli á íslensku krónunni. Nema náttúrlega meðal evrókratanna, sem vilja evruna af hugsjón eða sem agn inn í Evrópusambandið (ESB).

Í þessu samhengi hefur mönnum jafnan láðst að gaumgæfa markmiðin með gjaldmiðilsskiptum önnur en þessu almennu, að krónan sé svo lasin að hún sé ekki á marga vetur setjandi. Sumir nefna að landið þurfi tryggan og stöðugan gjaldmiðil, að ekki veiti af almennilegum lánveitanda til þrautavara og svo framvegis. Vandinn er sá að evran er ekkert sérstaklega vel til þess að uppfylla þau skilyrði, sem helst eru nefnd fyrir nýjum og betri gjaldmiðli hér á landi.

Umræðan um upptöku evru á sér stað víðar en á Íslandi. Þannig eru efnahagsvandræði lygalaupsins Gordon Brown enn að aukast og hann er á góðri leið með að taka Breta með sér í fallinu. Því hafa ýmsir spekúlantar þar í landi farið að ræða um það hversu tilvalið væri fyrir þá að taka upp evruna við fyrstu hentugleika. Meðal hinna fremstu í þeim flokki er hinn meinti Íslandsvinur Willem Buiter.

Því fer hins vegar fjarri að sú skoðun njóti sams konar hylli á Englandi og hér. Martin Wolf, aðstoðarritstjóri Financial Times og helsti penni blaðsins um efnahagsmál, skrifar ágæta grein um þau mál í blaðið í dag, sem sérstök ástæða er til þess að hvetja menn til þess að lesa.

Það sem er merkilegast við grein og greiningu Wolfs á ástandinu er þó það, að ef orkujöfnuður landanna er undanskilinn verður ekki séð að nokkur munur sé á Íslandi og Bretlandi hvað varðar aðsteðjandi vanda.

Margir hafa kvartað undan því að umræðan um þessi mál hér á landi sé óþroskuð, sem vissulega má taka undir. Til hennar gefst sjálfsagt nokkur tími nú, en það er óþarfi að reiða okkur einvörðungu á Íslands helstu heila til þess að leiða hana. Í þeim efnum getum við notið þrætubókar okkar bresku vina. Og óvina, eftir atvikum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

"... ekki veiti af almennilegum lánveitanda til þrautavara." Það verður áfram Seðlabanki Íslands þó að tekin yrði upp önnur mynt.

Haraldur Hansson, 19.11.2008 kl. 17:22

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Björn:
Hvað vöruðu margir hagfræðingar við Icesave hér á landi áður en bankarnir féllu?

Haraldur:
Nákvæmlega.

Hjörtur J. Guðmundsson, 19.11.2008 kl. 17:26

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Annars meira um evruna:

Framtíðargjaldmiðill?

Hjörtur J. Guðmundsson, 19.11.2008 kl. 17:28

4 identicon

Norsk króna, Dollar, Evra, rússamafíulán, arðræna fiskistofnana, selja náttúruna undir virkjanir og stóriðju, neita að greiða tryggingar, ESB osfr, osfr. Menn hafa verið duglegir með hugmyndir sem sumar hverjar eru vægast sagt vafasamar og aðrar nánast vonlausar. Ég get því rólegur bætt einni slíkri hugmynd við. Afhverju ekki að sækja um aðild að danska ríkjasambandinu? ...... rólegir nú :-) Afhverju ekki að velta öllum möguleikum upp nú þegar við erum að því á annað borð?

Thor Svensson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 17:43

5 identicon

Mikið var að einhver þorði að tala á móti ESB. Mér finnst einhvernveginn ekki orðið spurningin hjá ESB sinnum að ganga í Evrópusambandið heldur eins og trúboðinn Ólafur Ísleifsson sem vill ganga í evruna. Mér finnst t.d að Stöð2 sé búinn að mála sig út í horn í umræðunni þar sem þeir fara offari í að finna svona kalla sem sjá ekkert út fyrir gjaldmiðilinn. Af hverju var fréttinni um bændurna í evrulöndunum ekki fylgt eftir í gær?

Hummer (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 21:20

6 identicon

Verðlag hérna kemur til með að færast í eðlilegt horf og líklegt að nýjir erlendir bankar svo og nýjar lágvöru verðs verslanakeðjur láti sjá sig hérna loksins og rjúfi einokunina þegar evran er komin, í þvi væri mikill hagur fyrir fjölskyldur landsins

Steinar Immanuel Sörensson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 21:59

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hummer, fræddu okkur betur um bændurna í evrulöndunum – þetta fór einmitt fram hjá okkur flestum!

Flottur pistill, Andrés, en ég verð að viðurkenna, að ég á eftir að lesa grein Wolfs í Financial Times.

Jón Valur Jensson, 19.11.2008 kl. 22:23

8 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Steinar:
Hvers vegna ætti það að gerast hér á landi með evrunni sem ekki hefur gerzt í þeim ríkjum sem tekið hafa hana upp?

Evran hefur almennt séð ekki leitt til lægra verðlags heldur þvert á móti hærra.

Tiltölulega lágir vextir evrusvæðisins hafa verið vegna efnahagsstöðnunar víða á evrusvæðinu, þá einkum í Þýzkalandi.

Evran hefur ekki leitt til aukins hagvaxtar.

Evran hefur ekki leitt til þess að verðlag í evruríkjunum hafi samlagast eins og lofað var.

Evran hefur ekki leitt til þess að hagsveiflur í evruríkjunum hafi samlagast eins og spáð var.

Evran hefur ekki leitt til aukinna utanríkisviðskipta.

Evran hefur ekki stuðlað að minna atvinnuleysi heldur þvert á móti.

o.s.frv.

Hjörtur J. Guðmundsson, 19.11.2008 kl. 23:05

9 identicon

Er það s.s. málið að vera með ónýtan gjaldmiðil sem gengur ekki þó 18% vextir og verðtrygging sé að reyna að halda henni gangandi.

Ef það er fórnarkostnaður til að vera með krónuna þá er það of dýru verði keypt því það er að drepa öll fyrirtæki og fólk. Íslenskir innflytjendur eru að hætta að gefa upp verð í krónu, vegna þess að þeir treysta krónunni ekki, því ættu erlendir fjárfestar að setja pening í krónuna. Þeir gera það ekki þó svo að vextir verði hækkaðir í 25-30%. því bæði treysta þeir ekkki krónunni og heldur ekki þeim stjórna landinu.  Held að fólk verði að fara að fatta það að krónan er ónýtur gjaldmiðill og það þarf að gera eitthvað áður en gengisvísitalan er komin í 300  

Dj (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 01:37

10 identicon

Takk fyrir að benda á þessa grein Andrés, okkur sauðunum sem liggjum lítið yfir Financial Times ! Þetta er þarft innlegg í umræðu sem er fyrir löngu orðin hættulega einhliða.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 12:19

11 identicon

Það eru margir reiðir út í krónuna núna. Staðreyndin er sú að krónan er mjög lág núna vegna þess að bólan er sprungin. Bólan varð til vegna alvarlegra mistaka stjórnvalda í hagstjórn og vittfirringslegrar stjórnunar bankanna. Krónan er ekki orsökin vegna einhverra eðlislægra galla á henni. Krónan mun verða lág um sinn áður en hlutirnir lagast og það verður sársukafyllst fyrir þá sem mestum skuldum hafa safnað og þá helst í erlendri mynt. Þetta er stór hópur og mjög móttækilegur fyrir evruáróðrinum. Lýðskrumararnir gera út á evruna sem auðvelda lausn. En það er engin auðveld lausn. Krónan hefur með fallinu komið okkur yfir í jákvæðan viðskiptajöfnuð sem þýðir að þjóðfélagið er nú í grófum dráttum hætt að eyða um efni fram. Ef við hefðum haft evru nú þá hefði eyðslan haldið áfram fram eftir öllu. Færeyingar höfðu ekki eigin gjaldmiðil þegar þeir lentu í kreppu sem þýddi að aðlögunin varð miklu hægari og erfiðari hvað þetta atriði varðar.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 12:46

12 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Við fengjum allavega ekki alla þessa ferðamenn ef við hefðum Evru sem gjaldmiðil, en núna verða Spánn og Portúgal af vetrartúsrismanum og mikill samdráttur var í ferðaþjónustunni hjá þeim í sumar vegna hás gengis Evru. Ferðaþjónustan er nú stæðsta tekjulind spánverja sem sitja uppi með ónýt fiskimið einsog fleiri ESB þjóðir.

Svíar eru í vandræðum með Volvo sem er í eigu Ford verksmiðjanna, framleiðslan í Svíðþjóð er í hættu 

Mér er spurn hvernig lítur efnahagur ESB landanna út eftir ca 4 ár?

Vilja íslendingar taka aðra dýfu niður á við sem aðilar að ESB?

Guðrún Sæmundsdóttir, 20.11.2008 kl. 13:51

13 Smámynd: Kári Harðarson

Ein rök sem ég hef fyrir því að vilja evru, er að með því að leggja niður krónuna missa ráðamenn á íslandi völd sem þeir virðast ekki kunna að fara með.

Við flytjum inn svo margt, hvers vegna ekki hagstjórn?

Kári Harðarson, 20.11.2008 kl. 16:12

14 identicon

Við eigum alls ekki að taka upp Evru en Krónan er ónýt.

Við eigum að taka upp US Dollar einhliða.

sandkassi (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 06:47

15 Smámynd: K Zeta

Evran er ekkert svar frekar en Dollar eða annað.  Okkur vantar efnahagslegan leikvöll þar sem dómarar kunna reglunar og skilja leikinn.  Ef ekki útaf vanvitum einsog Davíð og Birni þá væri hérna paradís kapítalista og lífskjör þau albestu í heimi.  Okkur vantar hæft fólk að setja ramma og fylgjast með frjálsræðinu.  Ekki rómantíska, veruleikafirrta, bókaherbergis aristókrata einsog Davíð og Björn.  Hvort alvöru kapítalistar finnist hjá íhaldinu er svo annað.  Þessir tveir hálfvitar sem ég nefni að ofan hafa hrætt allt fólk frá þessum svokallaða hægri flokki.  Því miður.

K Zeta, 14.12.2008 kl. 18:53

16 Smámynd: Steinn Hafliðason

Kári Harðarson:

ESB tekur ekki yfir hagstjórnina á Íslandi þó að við myndum ganga í ESB, það eru ekki einu sinni öll evrópusambandslöndin með evru. Ætlarðu kannski að halda því fram að efnahagsstjórn Bretlands, Þýskalands, Svíþjóðar og Danmerkur svo ég nefni nokkur lönd sé stýrt frá Brussel?

Steinn Hafliðason, 15.12.2008 kl. 12:46

17 identicon

"eftir vandlega yfirvegun peningamálastefnu" þokkalega.

Það eru menn hér sem hafa verið að reyna að sannfæra þjóðina um að hún sé að fara að fá Evru í lommann með inngöngu í Evrópusambandið.

Þessir sömu hefðu getað staðið gegn þingsályktunartillögu Utanríkisráðherra um að gefa stjórninni óskorið vald til þess að ganga endanlega frá Icesave málinu án frekari skoðunar þingsins.

Nei, þar voru menn og konur of óðar og uppvægar til að þóknast Evrópusambandinu þótt samningarnir séu kolólöglegir.

Um leið er fólki sagt sem er á góðri leið með að missa tökin á sínum fjármálum að við séum að að fara að fá Evru frá ECB. Menn passa sig að ljúga ekki, bara segja ekki alla söguna.

Nú er lag, meðan þjóðin brýst um í örvinglan að bjóða henni slíka afarkosti. Bara stökkva, það tekur enga stund, og koma svo,,,,

sandkassi (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband