Leita í fréttum mbl.is

Heimskortið við Hallveigarstíg

Heimskort Samfylkingar

Það má merkilegt heita að eftir allt, sem á undan er gengið, skuli Samfylkingin ekki lengur telja Evrópumálin einnar messu virði, hvað þá meir. Fyrir aðeins örfáum vikum leit Samfylkingin á það sem frágangssök í ríkisstjórn ef samstarfsflokkurinn myndi dirfast að vera annarar skoðunar. Síðustu daga tiltóku fráfarandi ráðherrar það enn og aftur sem ein helstu afglöp sín og/eða stjórnarinnar að hafa ekki þokað Íslandi eina sjómílu nær Brussel. Og árangur hinnar auknu Evrópuumræðu helstur sá, að þjóðinni snerist hugur til hugsanlegrar aðildar og þreifinga þar um!

Í dag virðast ráðherrar Samfylkingarinnar og flokksforysta (en þetta tvennt fer ekki saman) ekki einu sinni geta fundið Evrópu á korti, hvað þá nefnt hana á nafn. Að ofan má sjá heimskortið við Hallveigarstíg, höfuðstöðvar Samfylkingarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki líklegasta ástæðan sú að Samfylkingin veit að það verður kosið í lok apríl og enginn raunhæfur tími til stefnu.  Svo ekki sé minnst á þau verkefni á sviði fjármála og bankamála sem þarf að glíma við.  Áttatíu dagar er svo sem enginn tími.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 21:51

2 identicon

Andres.

Eina þörfin fyrir evrópuumræðu fyrir íslenskaþjóð í dag, er að finna slóð útrásavíkinga !

Þetta er í boði sjálfstæðisflokksins !

JR (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 22:17

3 Smámynd: Andrés Magnússon

Enginn raunhæfur tími til stefnu? Þegar maður les yfir verkefnaáætlun vinstristjórnarinnar blasir við að tímaþröng er ekki helsta áhyggjuefni höfundanna. Og ekki vantar metnaðinn hjái minnihlutastjórninni, sem ætlar að leggja drög að stjórnarskrárbreytingum og stjórnlagaþingi, nýju fjármálakerfi og svo framvegis. Það vantar bara áform um kaldan samruna fyrir sumardaginn fyrsta.

Andrés Magnússon, 1.2.2009 kl. 22:41

4 identicon

Nei Andrés, hættu nú! Áform um kaldan samruna eru þvert á atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar sem felast einmitt í áherslum á vinnuaflsfrekar framkvæmdir.

Til hvers þarftu kaldan samruna fyrir sumardaginn fyrsta þegar þú hefur þúsundir vinnufúsra handa?

Örn (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 22:57

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Svo mætti fjarlægja Norður-Ameríku af kortinu og þá væri heimskort Gleðistjórnarinnar fullkomnað.

Ragnhildur Kolka, 1.2.2009 kl. 23:03

6 Smámynd: Andrés Magnússon

Hvers vegna þarf kaldan samruna? Tja, hann kemur nú örugglega í góðar þarfir, en það er rétt, ég skil ekki hvað liggur svona á. Eða af hverju á allt í einu að reyna að rífa upp kosningafyrirkomulagið á mettíma — bara einhvernveginn — án þess að neitt liggi fyrir um vilja þingsins í þeim efnum. Hvað þá að þjóðin fái að átta sig á málunum og tjá sig um þau.

Andrés Magnússon, 2.2.2009 kl. 15:28

7 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þetta þykir mér athuglisvert kort Andrés. Ég fæ ekki betur sér en ESB sé þarna sokkið í sæ, eins og allt óbermið leggur sig.

Loftur Altice Þorsteinsson, 2.2.2009 kl. 16:57

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hinn fyrrverandi maóisti og núverandi barón Barroso, sem býr núna við hliðina á stórhertogadæminu Lúxemburg, sem er fæðingarstaður gjaldmiðlahringamynduanr ESB (the Werner Report Currency Caretl), sagði á fundi fyrir nokkrum dögum að Írland myndi enda eins og Ísland ef það hefði ekki evrur.

Einnig segja frammámenn ESB að það sé mikil hætta á að lönd sem eru ekki með í ESB geti átt á hættu að enda eins og Sviss. Það væri náttúrlega hræðilegt og enda sem Sviss eða jafnvel Ísland.

Þetta er rosalegt. Að eiga á hættu svona ömurleg örlög. Að enda sem Sviss, OMG! Kanski bætist Noregur brátt á aðvörunarlista endastöðva lífsins.

Fighting for our economic reputation

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 2.2.2009 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband