13.3.2009 | 21:25
Skoðanahannanir og fals í fjölmiðlum
Mér fannst hún soldið merkileg fréttin um að Guðlaugur Þór Þórðarson hafi ekki einu sinni náð meirihlutafylgi í eigin kosningakerfi, þessari rómuðustu kosningamaskínu landsins. Samkvæmt stuðningsmönnum Gulla eru þeir aðeins að fá jákvæð svör frá 45% þeirra, sem hringt er í. Ekki finnst mér það nú til þess að senda út fréttatilkynningar um.
Í dag átti ég leið í kosningamiðstöð Illuga Gunnarssonar úti á Fiskislóð, en ég styð hann í 1. sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Í ljósi fréttarinnar um þessa könnun úthringivers Guðlaugs Þórs spurðist ég fyrir um hvernig svör Illugamenn væru að fá um stuðning í 1. sætið í sínum úthringingum. Það er skemmst frá því að segja að samkvæmt þeirra tölfræði ætla 96% viðmælenda þeirra að kjósa Illuga í fyrsta sætið, 2,7% vilja Geir Hallgrímsson en tveir nefndu Gunnlaug Þór Þórðarson, sem mér vitanlega er ekki í framboði.
Grínlaust þá skil ég ekkert í að fjölmiðlar skuli birta svona frétt. Sporðrennir Moggi hvaða þvaðri sem er og endurbirtir gagnrýnislaust? Hér er ljóslega ekki um skoðanakönnun að ræða, heldur einhverja statistík frá símsölufólki, sem engin leið er að staðfesta til eða frá, en er snikkuð til og látin líta út eins og frétt um eitthvað allt annað. Sumsé fals. Eyjan hafði þó fyrir því að birta viðbrögð Illuga og nefndi hina sérkennilegu aðferðafræði í fyrirsögn. Vísir birti hins vegar villandi frétt um að stuðningsmenn Guðlaugs Þórs hafi látið framkvæma könnun líkt og þar hafi hlutlaust könnunarfyrirtæki komið að, en bæði þar og á mbl.is var nefnt svona í framhjáhlaupi að könnunin hafi verið gerð fyrir stuðningsmenn Guðlaugs Þórs af úthringihóp á vegum framboðs Guðlaugs Þórs. Sumsé af símaveri hans, sem er miðverkið í kosningamaskínu hans!
Stuðningsmenn Guðlaugs segja hann hafa forystu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:29 | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Andres.
Það hringdi í mig maður í dag og sagðist vera frá framboði ,,G9" í sjálfstæðisflokknum og sagðist vera með skoðannakönnun ! Yfirleitt þá segi ég fólki , sem er að hringja til mín vegna kannanna, að ég vilji ekki taka þátt í slíku. En forvitnin í mér sagði að þarna væri eitthvað í gangi, sem mig langði að vita meira um. Því spurði ég viðkomandi hvað ,,G9" merkti ? Jú, þetta er fyrir þá sem styðja Illuga ! Þá sprakk ég í símanum og fór að hlægja og viðmælandin skellti á .
Segðu mér , hvað er í gangi ?
Hvers vegna ,,G9" og hvað er það ?
JR (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 22:07
Enginn tími til rökstuðnings:
Íslenska þjóðinn er mikið betur á komin með Illuga en Borgarnestrúðinn.
Maður eins og Illugi,í öðrum stjórnmálaflokk en ég,samstarfshæfur,vel kvæntur og trúverðugur. Ágætlaega menntaður og reynslur ríku, er betur hæfur.
Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 22:15
Ekki segja mér að það komi þér á óvart að Mogginn birti þvaður um pólitík!
Matthías
Ár & síð, 13.3.2009 kl. 22:26
Örvænting óheiðarleikans.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.3.2009 kl. 11:15
Andrés minn hættu þessu tuði um einhverjar skoðanakannanir,það er hringt látlaust í mann og það bregst ekki að það eru vinir þínir úr sjálfseyðingarflokknum sem eru að hringja,þeir fá eingin svör frá mér,ég er á móti skoðanakönnunum 2 mánuðum fyrir kosningar eins og hjá siðmenntuðum þjóðum.
En aftur á móti verður flokkurinn þinn seint talin til siðmenntaðra flokka og ætti að taka sér langt frí frá pólitík svo þjóðin geti unnið sig út úr vandanum,ekki gerir hún það með sjálfeyðingarflokkinn í forustu eða þá með Guðlaug innanborðs.
H.Pétur Jónsson (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 12:03
JR: Ég átta mig ekki á því í hvaða úthringingu þú hefur lent í, en fullyrði að enginn hefur hringt út á vegum Illuga undir dulnefni á borð við G9. Var X9 ekki spíon á myndasögusíðu Moggans til forna? Ég veit þó að einhverjir andstæðingar hans hafa keppst við að bendla hann við Glitnis sjóð 9, þannig að máske það sé tengingin. Flugfélagið SAS kann að eiga svör við því.
Ólafur: Ég er þér sammála um mannkosti Illuga og gæti nefnt nokkra aðra til.
Matthías: Nei, það gerir það ekki.
Heimir: Ég held þú hittir naglann á höfuðið um örvæntinguna. Að þetta hafi verið tilraun til þess að gera eitthvað frekar en ekkert á síðustu metrunum.
H. Pétur: Ég hef ekkert á móti heiðarlegum skoðanakönnunum fyrir kosningar, en sé mönnum uppsigað við þær er auðvelt að sniðganga þær. Neiti nógu margir að svara munu þær missa marks. Urrið um að Sjálfstæðisflokkurinn sé á einhvern hátt einstakur gagnvart siðmenningunni dæmir sig sjálft.
Andrés Magnússon, 14.3.2009 kl. 15:26
Andrés minn ég ætla ekki að urra á þig í þetta sinn og ég skil ekki hvað þetta fer fyrir brjóstið á þér með siðmenninguna í sjálfstæðisflokknum.
Það er voðalega gott að vera bara í afneitun á sannleikann en þetta er allt í lagi, sjálfstæðisflokkurinn dæmir sig sjálfur og gleymist vonandi í þeirri mynd sem hann var,vonandi að hann egi eftir að breytast til batnaðar kannski hefur hann tíma núna til að endurskoða sig,því vonandi verður hann ekki í forustu næstu kjörtímabil
H.Pétur Jónsson (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 17:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.