13.12.2006 | 17:40
Evran að liðast í sundur
Eftir að hafa komist í ham við að sálgreina vanda Samfylkingarinnar (í lengra máli en boðlegt má teljast í bloggi) get ég eiginlega ekki stillt mig um að halda áfram. Ekki þó hvað varðar forystuvanda hennar, heldur fremur málflutning. Samfylkingin hefur aldrei talað af miklum trúverðugleika um efnahagsmál og ekki síst hefur það háð flokknum hversu rígbundinn hann er meinlokunni um nauðsyn inngöngu Íslands í Evrópusambandið (ESB). Sú þráhyggja er síst í rénun og heilu háskólarnir lagðir undir áróðurinn. En sumpart hefur Samfylkingin líka sloppið billega frá efnahagsumræðunni hér á landi með því að benda á það, sem á kann að bjáta og segja án frekari rökstuðnings: Þetta væri allt miklu betra ef við værum í ESB.
Síðustu misseri hefur þetta ekki síst reynst þeim gott haldreipi í umræðunni um gengismál og vaxtastig, enda ýmsar blikur á lofti í þeim efnum. Raunar hefur þá ekki verið minnst á inngöngu í ESB berum orðum, en þeim mun meira talað um nauðsyn þess að taka upp evruna. Það er sérumræða hversu skynsamlegt það væri væri það á annað borð unnt án inngöngu í ESB, sem er afar hæpið fyrir hið smáa og sveiflukennda efnahagslíf Íslands, sem ég nenni ekki að reifa að þessu sinni. Það er enda kannski óþarfi í ljósi þess að Evrópubúar sjálfir eru að verða æ óhamingjusamari með evruna.
Ég les á bloggi Heimssýnar, samtaka sjálfstæðissinna í Evrópumálum, að Milton heitinn Friedman hafi haft sínar efasemdir um Evruna og látið þær í ljós í viðtali fyrir um tveimur og hálfu ári. Taldi hann allar líkur á að Evrusvæðið myndi liðast í sundur fyrr en síðar, en vandann taldi hann einkum felast í erfiðleikum sem það hefði í för með sér að viðhalda myntbandalagi á milli ríkja með jafn ólík efnahagskerfi, menningu og tungumál. Kvaðst Friedman telja að vandamál af þessum toga myndu ennfremur aukast við það að ný aðildarríki Evrópusambandsins, sem gengu í sambandið 1. maí 2004, tækju upp evruna. Manni sýnist að þetta sé nokkuð að ganga eftir hjá karli.
Ástæðan var ef til vill frekar fyrirsjáanleg, eins og rifjað er upp í leiðara Daily Telegraph í morgun undir fyrirsögninni Dauðadæmdur gjaldmiðill. Þegar 11 Evrópuríki tóku upp hinn sameiginlega gjaldmiðil árið 1999 var forsendan sú að Þýskaland myndi gefa hið sterka þýska mark upp á bátinn með því skilyrði að hin ríkin myndu ekki láta hina nýju evru drabbast niður, en þau höfðu fæst öfundsverða sögu í varðstöðu um gjaldmiðla sína. Þær heitstrengingar voru sjálfsagt unnar í góðri trú, en hvernig hinum alvitru skrifræðismönnum ESB datt í hug að 11 nánast óskyld hagkerfi þvers og kruss um álfuna gætu gengið í takt er eiginlega ofvaxið skilningi manns.
Það má líka greina þetta einfaldar og halda því fram að evruríkin skiptist í tvö meginsvæði: hið rómanska og hið germanska, en þau hafa hvort haldið sína leið og um leið hefur hið samræmda vaxtastig Seðlabanka Evrópu (ECB) orðið æ óraunhæfara. Germönsku þjóðflokkarnir óttast vaxandi verðbólgu á evrusvæðinu og vilja harðkjarnapeningamálastefnu, en Rómverjarnir hafa orðið illilega fyrir barðinu á sterkri stöðu evrunnar gagnvart helstu samkeppnisgjaldmiðlum og vilja stöðva vaxtahækkanirnar. Þessi togstreita á sjálfsagt aðeins eftir að versna. Á Ítalíu hefur Norður-bandalagið lagt til að líran verði tekin upp að nýju, en í Frakklandi hefur ríkisstjórnin lagt til að aðildarríkin fái gjaldeyrismálin í sínar hendur. Gengi það eftir væri sjálfstæði Seðlabanka Evrópu fyrir bí og evran líkast til sömuleiðis áður en langt um liði.
Í þessum ólgusjó vill Samfylkingin að Íslendingar leiti vars, sleppi stýrinu og láti reka á reiðanum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:51 | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hafi Milton Friedman haft efasemdir um Evruna þá er alveg ljóst að Evran er að styrkja sig í sessi. Enginn maður á jarðkringlunni var jafn langt frá hinum raunverulega heimi og Milton Friedman var og ef hann hélt einhverju fram sem hagfræðilegri staðreynd þá var það alveg öruggt að raunveruleikinn var þvert á það!
Steingrímur Jónsson (IP-tala skráð) 16.12.2006 kl. 11:53
Evran hefur alveg haldið sjó og gott betur, sé miðað við aðra alvöru gjaldmiðla. Það er ekkert að marka miðað við íslensku krónuna eða chileanskan peso sem hafa rokið upp úr öllu valdi vegna sértakra aðstæðna. Altént kom þessi pistill á netið áður en Straumur-Burðarás tilkynnti um að þeir ætluðu héðan í frá að veðja frekar á evruna.
Annars minnir þessi máttlaus evrópu/evruumræða á það ef einhverjir færu að heimta að við íslendingar breyttum tímanum hjá okkur og færum að nota alvöru staðartíma. Í Reykjavík munar næstum einum og hálfum klukkutíma á staðartíma (GMT) og sólartíma. Þessvegna er það vel skiljanlegt að einhverjir eigi erfitt með að drattast framúr á morgnana. Þessi þrýstihópur gæti komið því í gegn að klukkunni yrði breytt og væri það til bóta fyrir þá sem enn eru ekki búnir að aðlagast raflýsingu.
Hitt væri verra allur sá kostnaðarauki sem fælist í því að umreikna allar flóðatöflur, flugleggi og fleira í þeim dúr yfir í þennan séríslenska tíma í staðinn fyrir að bara ljósrita útlensk plögg.
Ég held nefninlega að ef við tækjum upp evruna, þá muni kostnaðarvitund íslendinga fá þarft aðhald og allur verðsamanburður verða gegnsærri.
Sveinn H. Sverrisson (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 18:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.