7.7.2009 | 11:51
Blekkingar á blekkingar ofan
Þarf frekari sannanir fyrir fullkomnum óheilindum ríkisstjórnarinnar í Icesave-málinu?
Hér skýtur upp kollinum skýrsla með allt öðrum áherslum en kynntar hafa verið, en eins og svo mörgu öðru var henni stungið undir stól. Þessa álits Mishcon de Reya (nafn stofunnar er misritað í fréttinni) er hvorki getið í greinargerð Icesave-frumvarpsins né fylgdi það með í gögnum málsins. Samt taldi stjórnin sér sæmandi að skreyta sig með nafni skýrsluhöfunda!
Þessi vinnubrögð eru með ólíkindum. Frá einni af virtustu lögmannsstofum í Lundúnum kemur álit, sem svo óheppilega vill til að gengur gegn samningsmarkmiðum Breta, Hollendinga og Samfylkingarinnar og þá er það látið hverfa. Ekki fyrir mistök, því sú staðreynd að stofunnar er getið í greinargerðinni sýnir glögglega að ríkisstjórnarflokkarnir báðir þekktu til þess. Nei, henni var vísvitandi komið undan.
Er nema von þó spurt sé í hvers þágu samninganefndin og ríkisstjórnin hafi unnið? Ekki í Íslands þágu, svo mikið er víst. Samningsmarkmið Samfylkingarinnar hafa ávallt verið skýr og byggjast á ímyndun þeirra um að þessu verði megi kaupa hraðferð inn í Evrópusambandið, þó það þýði örbirgð lands og þjóðar. En hvað í skollanum gengur vinstrigrænum eiginlega til? Eru þeir virkilega svona miklir einfeldningar? Þeir ættu að hæðast meira að gáfnafari forsætisráðherrans.
Þetta er allt á sömu bók lært. Allt frá því Steingrímur J. Sigfússon talaði um þá glæsilegu niðurstöðu, sem félagi Svavar Getsson væri að ná, til þess er samningsdrögin voru kynnt. Sú kynning reyndist meira og minna röng, jafnvel um það fáa, sem íslenska samningsnefndin virtist hafa haft til málanna að leggja. Einfaldir hlutir á borð við hvenær íslenskar eignir yrðu losaðar á Englandi eða hvernig vaxtakjörin væru hugsuð. Allt var það ríkisstjórnarrötunum framandi.
Eða það hélt maður. Nú er maður farinn að velta því fyrir sér hvort þau Steingrímur og Jóhanna Sigurðardóttir hafi máske vitað betur allan tímann, en ákveðið að blekkja þjóðina. Gleymum ekki því að Steingrímur var spurður í þinginu um það hvernig samningaviðræðurnar gengu og hann laug blákalt að það væri nú eiginlega ekkert að gerast í því nema svona könnunarþreifingar. Þá var verið að ganga frá ósköpunum!
Höfum einnig hugfast að upphaflega ætlaði ríkisstjórnin ekki einu sinni að leggja sjálf samningsdrögin fyrir Alþingi, hvað þá meir. Þingið átti veskú að samþykkja hann og opnasta tékka veraldarsögunnar án nokkurrar vitneskju, umfram fullvissu þeirra skötuhjúa um að samningurinn væri obboslea góður. Það var ekki nema fyrir nokkra harðfylgni hluta þingheims, sem fallist var með semingi á að sýna þinginu samningstillöguna og þá átti helst að skilja þjóðina eftir út undan. Leyndin var sögð að kröfu erlendra viðsemjenda, en þó Steingrímur hafi kallað stöku mann inn á kontór (er hann þá Rauða krumlan?) til þess að sýna þeim tölvupóst er átti að styðja þá fullyrðingu, þá var ekkert handfast um það í honum. Eða samningstillögunni.
Hvað má þá segja um hringlandann með gögnin? Steingrímur sagði að það yrði hvert snifsi birt, nema það sem væri ströngum trúnaði bundið eða fundargerðir. Nú eru fundargerðirnar raunar höfuðgagn í málinu, svo unnt sé að leggja mat á samningsforsendur, sókn, eftirgjöf og málamiðlun, en nei, um það getum við ekkert vitað. Og svo eru auðvitað leyniskjölin sem þingmenn mega aðeins skoða í lokuðu herbergi. Látum það þó vera, því Steingrímur varð auðvitað uppvís að því að leggja ekki einu sinni fram það, sem hann þó sagðist ætla að gera. Þegar eftir var gengið viðurkenndi hann að eitthvað hefði orðið eftir og að úr því yrði bætt. Sem hann sagðist svo hafa gert með því að leggja fram einhverjar þrjár nótur. Þá kemst aftur upp að enn vantar í bunkann! Og nú þessi falda skýrsla! Hvenær mun allt komast upp á yfirborðið?!
Hér í hafa verið svo miklar blekkingar og svik, að þingmenn geta ekki með góðri samvisku samþykkt Icesave-samninginn. Þó ekki væri nema vegna þess að þeir vita ekki hvort þeir viti allt, sem þeir þurfa að vita. Ríkisstjórnin hefur svo margsinnis orðið uppvís að lygum og rangfærslum, leyndarhyggju og pukri, að engin leið er að taka hana trúanlega um neitt í þessu máli.
Þá er órætt um sjálfa samningstillöguna. Hérlendir lögfræðingar segja að hún sé illa gerð, beinlínis gölluð að sumu leyti. Sumt sé þar skilið eftir í lausu lofti og geti haft verulega aukinn kostnað í för með sér, nær örugglega af athugunarleysi! Eru þessi vinnubrögð verjandi? Og eitt enn: Af hverju hefur engum dottið í hug að spyrjast fyrir um fyrri reynslu samningarnefndarmanna af alþjóðlegri samningsgerð? Nógu er svarið stutt.
Þessum samningi verður að hrinda. Það er skylda þingsins.
Óvíst um ábyrgð á Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:18 | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr, heyr!
Þór Ludwig Stiefel TORA, 7.7.2009 kl. 12:05
Nýjasta skýring Steingríms er að gögnin í Icesave málinu séu í "brettavís" og því ekki hægt að leggja þau öll fram. Því verði að treysta honum til að handvelja pappíra í þing og þjóð.
Heildarkostnaður íslensku samninganefndarinnar var um 20 milljónir króna. Þeirrar hollensku um 1000 milljónir. Ekki er vitað hverju Bretar kostuðu til.
Sigurður (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 12:23
Það er rétt, þetta er ekki félég ríkisstjórn. Ég held svei mér að hún sé að komast með tærnar þar sem Davíðs- og Geirsstjórnirnar höfðu hælana!
Friðrik Þór Guðmundsson, 7.7.2009 kl. 12:46
Össur Jóhanna og Steingrímur líka!!!! Þetta er fólkið sem er örugglega búið að fá loforð um fína stóla og góð laun ef við samþykkjum þetta helvíti og förum í ESB.Þetta fólk á að dæma strax fyrir landráð samkvæmt Íslenskum lögum.Einsog ég hef sagt áður eru þetta föðurlandssvikarar...
Marteinn Unnar Heiðarsson, 7.7.2009 kl. 12:47
Skömm að þessu öllu saman.
Ríkisstjórnin er búin að sanna vanhæfi sitt svo um munar. Að hugsa sér að tilgangurinn með öllum þessum lygum og prettum sé að koma okkur sem mjúklegast inn í ESB.
Þetta kallast LANDRÁÐ á góðri Íslensku!!!
Hrafna (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 12:51
Steingrímur verður uppvís að því að ljúga að þjóðinni, en því miður virðist allt blaðamannahyskið, sem kolféll hér á prófinu um árið, láta sig það litlu skipta.
Ráðherra sem lýgur að þjóð sinni á UMSVIFALAUST að segja af sér STRAX !!!
Sigurður Sigurðsson, 7.7.2009 kl. 13:05
Mér dettur ekki í hug að núverandi forystumenn Samfylkingarinnar, hvað þá vinstrigrænna hafi látið kaupa sig með nokkrum hætti. Enda þarf Samfylkingin enga 30 silfurpeninga fyrir að fara í ESB, þvert á móti er hún tilbúin til þess að borga alla þá silfurpeninga, sem hún ímyndar sér að aðgöngumiðinn kosti. Öllu heldur: hún er til í að láta þjóðina alla borga fyrir þann ásetning sinn. Tíu milljónir á fjölskyldu, takk. Líklegast meira.
En ég spyr: Situr þessi ríkisstjórn virkilega í skjóli allra þingmanna vinstrigrænna?
Andrés Magnússon, 7.7.2009 kl. 13:11
Svo verð ég að bera í bætifláka fyrir blaðamannastéttina. Við erum ekki allir aumingjar.
Miðlarnir eru hins vegar flestir meðvirkari en nokkru sinni. Liðin ár voru ekki glæstasti tími stéttarinnar og umliðið ár sjálfsagt hið ömurlegasta.
Undantekningar? Ég vil benda á Viðskiptablaðið, en síðan er ég ekki frá því að Moggi hafi síðustu daga verið að reyna að slíta sig frá ríkisstjórnaráróðrinum, þó það gangi í berhögg við Evrópumáfllutning þess. Guð láti gott á vita.
Andrés Magnússon, 7.7.2009 kl. 13:19
"Af hverju hefur engum dottið í hug að spyrjast fyrir um fyrri reynslu samningarnefndarmanna af alþjóðlegri samningsgerð?"
Andrés, þetta hefur verið gert:
http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/901309/
Elle_, 7.7.2009 kl. 13:29
Nei Andrés, að sjálfsögðu eru til undantekningar frá þessari fullyrðingu minni um blaðamannastéttana, en því miður virðist allstærstur hluti blaðamanna hafa sofið á verðinum, enda ekki að furða þar sem þeir voru í vinnu hjá einum svikahrappnum.
Ég er reyndar sammála þér um Moggann, sem ég var við að fara að segja upp v. endalauss ESB áróðurs. En mig býður í grun að þar verði breytingar fljótlega, eðlilegri fréttamennsku til mikils happs. Greinilegt að þar hefur einhver fengið nóg.
Sigurður Sigurðsson, 7.7.2009 kl. 14:52
Hjartanlega sammála þinni speki - manni blöskrar allar þær "lygar & blekkingar" sem þessi ríkisstjórn setur fram! Ef þingið samþykkir þennan ARFA lélega & vitlausa samning þá mun allt SAMFÉLAGIÐ loga í deilum & leiðindum, maður þorir ekki að hugsa þá hugsun til enda!
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson, 7.7.2009 kl. 15:02
Sæll Andrés og takk fyrir síðustu rimmu
Æ æ var smjörklýpan hans Davíðs svona illa undirbúin að hún bakskaut beint í andlitið á ykkur sjálfum Sjálfstlæðismönnum? En leiðinlegt, eða þannig sko
Valsól (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 15:35
Til háborinnarskammarríkisstjórn.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.7.2009 kl. 15:45
Orð í tíma töluð, Andrés. En gleymdu ekki að Jóhanna og Steingrímur J. ætluðu ekki einu sinni að birta „samninginn“ Alþingismönnum, heldur valinn útdrátt hans. Ætli afsals- greinin og neyðargreinin hefðu ekki verið stílfærðar aðeins?
Af hverju var samningurinn síðan birtur? Af því að einhver fékk nóg af föðurlandssvikunum og ég (maður úti í bæ) fór með samninginn í fjölmiðlana á 17. júní! Daginn eftir segir Steingrímur síðan að þau ætluðu einmitt að fara að birta samningana! Já, einmitt. Ekki var það að heyra 16. júní. Enda fengu þau ekki „leyfi“ sem þau föluðust eftir frá samningsaðilum til birtingar.
Ég held að okkur sé hollast að lesa „Animal Farm“ eftir George Orwell til þess að sjá hvað gerist næst.
Ívar Pálsson, 7.7.2009 kl. 15:52
Ívar: En hvor er Snækollur, Jóhanna eða Skalla-Grímur?
Andrés Magnússon, 7.7.2009 kl. 16:31
Varla er Steingrímur J. hann Snækollur, það væri þá Jóhanna ídealistinn. Hver gæti verið „Squealer“?:
Squealer
A small fat porker who serves as Napoleon's right hand pig and minister of propaganda. Squealer manipulates the language to excuse, justify, and extol all of Napoleon's actions. He represents all the propaganda Stalin used to justify his own terrible acts. In all of his work, George Orwell made it a point to show how politicians used language to suit their interests.
Squealer limits debate by complicating it and he confuses and disorients. However, when questions persist, he usually uses the threat of the return of Mr Jones, the former owner of the farm, to justify the pigs' privileges.
Squealer uses statistics to convince the animals that life is getting better and better. Most of the animals have only dim memories of life before the revolution; therefore, they are convinced.
Ívar Pálsson, 7.7.2009 kl. 17:58
Smá viðbót, afsakið:
Throughout the book, Squealer justifies his arguments using his great powers of persuasion, his eloquent words, and his charismatic intellect. His foundation for many of his arguments is that the animals do not want Mr. Jones back in power in the farm, and therefore must support Napoleon. He devises various other reasons to convince the other animals of the farm to believe him, backing them up with claims of scientific evidence (for example, apples and milk), recently discovered "documentary evidence" (proving the complicity of Snowball in working with the enemy) and using difficult reasoning, which confused the other animals.
Squealer takes the central role in making announcements to the animals, as Napoleon appears less and less often as the book progresses.
Ívar Pálsson, 7.7.2009 kl. 18:03
það þarf ekki að spyrja um fyrri reynslu, Það vita allir hvers stúdentinn Svafar er í ljósi allra hans afreka.
Þórólfur Ingvarsson, 8.7.2009 kl. 05:54
Sæll Andrés, já ég er hræddur um að það sé virkilega fokið í velflest skjól fyrir okkur sem þjóð ef við siglum þarna inn. Gæsahúð lýsir best þeim tilfinningum sem maður fær við að upplifa hvernig öllum neikvæðustu öflum stjórnmálanna er beitt hérna til að knýja fleyið í strand...
Ragnar Kristján Gestsson, 15.7.2009 kl. 14:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.