Leita í fréttum mbl.is

Borgarar hins stafræna lýðveldis

Ég hlýt að leyfa mér að fagna því að hafa verið valinn „maður ársins“ af Time Magazine. Sem bloggari er ég einn af „borgurum hins stafræna lýðveldis“ og nafnskírteinið raunar með afskaplega lágri raðtölu. Um þessar mundir er ég búinn að vera um 18 ár á netinu, en það er nú rétt að taka fram að á þeim tíma var það mun minna og með allt öðrum brag en nú gerist. Engan veginn samanburðarhæft. Það var í raun ekki fyrr en Tim Berners-Lee fann upp vefinn, sem núverandi mynd fer að komast á það. Honum ber að syngja lof og dýrð, því ég hygg að með uppfinningu sinni (sem hann reyndi ekki auðgast á heldur tók þvert á móti þá stefnu frá byrjun að gefa heiminum opinn staðal) hafi hann fært mannkyn þéttar saman en öðrum hefur tekist og er þó mikið eftir enn, því útbreiðsla netsins er enn afar mismunandi eftir þjóðerni, stétt og stöðu.

En á slíkum hamingjudegi er auðvitað verra að komast ekki á netið með góðu móti nema hér innan landsteinanna. Því Cantat er bilaður. Það er algerlega óþolandi, þó auðvitað verði að geta þess, að slíkar bilanir hafa orðið æ fátíðari upp á síðkastið. En bilunin sýnir hversu snar þáttur sá strengur er orðinn í lífi manna, enda benda ótal rannsóknir til þess að Íslendingar hafi um langt skeið verið í fremstu röð í netvæðingu.

Menn hafa verið að ræða umbyltingu samgönguáaætlunar að undanförnu. Það eru vitaskuld tæpast mannslíf í húfi þó netsamband við útlönd leggist niður, en þó veit maður ekki, er ekki heilbrigðiskerfið að verða æ háðara netsamskiptum? Það má því velta því fyrir sér hvort það sé ekki að verða tímabært að tvöfalda þá stofnæð til og frá landinu. 


mbl.is Tímaritið Time velur „borgara stafræna lýðveldisins“ mann ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband