Leita í fréttum mbl.is

Aðildarviðræður við vinstristjórnina?

Forysta Sjálfstæðisflokksins í þinginu.

Ég sé í Orðinu á götunni á Eyjunni, að þar telja menn víst að tillagan um aðildarumsókn að Evrópusambandinu verði samþykkt á Alþingi nú á eftir. Ég ætla mér ekki þá dul að spá fyrir um það, en það má ljóst vera að afar mjótt er á mununum og getur hæglega farið á hvorn veginn sem er.

En ég hnýt um það að sagt er að einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins kunni að styðja málið eftir allt saman og nafn Ragnheiðar Ríkharðsdóttur sérstaklega nefnt í því samhengi. Það finnst mér nú fremur ósennilegt, því þótt Ragnheiður hafi ekki leynt Evrópuáhuga sínum, þá er ekkert í breytingartillögunni um tvöfalda kosningu, sem truflar það. Þvert á móti væri með þeim hætti komið samkomulag á þinginu um ferilinn, þar sem þjóðin er í aðalsæti, í stað þess að tillagan hökti í gegn við áköf mótmæli stjórnarandstöðunnar og við hálfan hug þjóðarinnar.

Með því væri engum dyrum til Evrópu lokað, eins og sumir hafa viljað orða það.

Breytingartillagan skiptir því engu til eða frá fyrir Evrópuunnendur, en pólitískt skiptir hún máli fyrir margsært stolt ríkisstjórnarinnar. Ég hef enga trú á því að Ragnheiður eða aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins ákveði upp úr þurru að rjúfa samstöðu þingflokksins í þessu mikilvæga máli, styðji ekki sáttatillögu sjálfstæðismanna og hafi nýsamþykktar landsfundarályktanir Sjálfstæðisflokksins að engu.

Færi svo þætti mér raunar tilefni til þess að boða til nýs landsfundar til þess að spyrja viðkomandi þingmann eða þingmenn að því hvers vegna þeir hefðu í senn ákveðið að hundsa stefnu flokksins, bæði eins og hún var boðuð á landsfundi og í kosningabaráttu, en þó ekki síður hvers vegna þeir hefðu snúist á sveif með ríkisstjórninni. Það væru vægustu viðbrögðin, því vel má spyrja hvaða erindi viðkomandi ættu í þingflokknum lengur.

Ég hef hins vegar enga trú á því að forysta Sjálstæðismanna hafi ekki þétt raðirnar í þessu veigamikla máli og að þingflokkurinn standi saman sem einn maður gegn ofríki og offorsi ríkisstjórnarinnar. Annað snerist um aðildarviðræður við vinstristjórnina vanhæfu og vitlausu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Innan ESB þarf 55% atkvæða (og 65% íbúafjölda) til að samþykkja mál. Í stórum málum, þar sem krafist er aukins meirihluta, þarf 72% atkvæða.

Það væri mjög sérstakt ef þetta stærsta mál í sögu lýðveldisins fengist samþykkt með naumum meirihluta á Alþingi. Ef ekki er ástæða til að krefjast aukins meirihluta í þessu máli, hvenær þá?

Haraldur Hansson, 16.7.2009 kl. 12:02

2 identicon

Sæll andrés

Fór framhjá þér að þingmenn eru bundnir af eigin sannfæringu samkvæmt þeim eið sem þeir taka við setu á þingi?

Fannstí kjölfar skrifa þinn tilefni til þess að minna þig á það, þrátt fyrir það hatur sem þú persónulega berð til stjórnvalda, þá þýðir það ekki að eigi að leggja lýðræðislegan rétt þingmanna á hilluna.

Og hótanir koma líka oft illa við fólk, enda kaus Ragnheiður samkvæmt sannfæringu sinni, ólíkt öðrum sem með henni í þingflokki sitja.

Njóttu dagsins

Þorleifur

Þorleifur Arnarsson (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 13:50

3 Smámynd: Andrés Magnússon

Þorleifur: Lestu færsluna aftur. Ég tel ekkert að því að þingmenn fari eftir sannfæringu sinni, eins og fram var tekið. Færslan snérist um það hvernig atkvæði væru greidd um breytingartillögurnar, ekki endanlega gerð þingsályktunartillögunnar. Mér þótti þetta að vísu skrýtin niðurstaða hjá þeim stöllum, en þær um það. Þá er hins vegar komið að spurningunni um hvernig menn skipa sér í flokka og til hvers, sem einnig var drepið á.

Andrés Magnússon, 16.7.2009 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband