Leita í fréttum mbl.is

Gleðilegt ár!

Lesendum, vinum og velunnurum flyt ég kærar nýárskveðjur. Þó nýliðið ár hafi verið ágætt að mörgu leyti er ég viss um að þetta ár verður jafnvel enn betra.

Fyrir sjálfan mig eru áramótin ekki aðeins tímatalsskil, því ég er að skipta um vinnu og mun á næstu vikum og mánuðum taka þátt í að móta nýja útgáfu Viðskiptablaðsins. Ég hef oft áður komið að því að búa til nýtt blað með þeim hætti og það er óskaplega skemmtileg og gefandi vinna, þó hún geti verið slítandi. Ég mun því engin nýársheit strengja um bindindi á kaffi eða tóbak. Það væri ábyrgðarlaust miðað við verkefnin framundan.

Svo er nýja árið vitaskuld gósentíð fyrir okkur áhugamenn um samtímasögu og forvirkar rannsóknir á henni. Í dag eru 130 dagar til alþingiskosninga og næg skemmtan framundan. Frá henni verður lítillega greint á þessum stað. Fyrir þá, sem frekar vilja líta yfir farinn veg er hins vegar ástæða til þess að benda á skarpskyggnislega umjöllun Vef-Þjóðviljans um árið 2006.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband