8.1.2007 | 11:51
Glamur tímans
Ég hef ekkert bloggað hér að undanförnu, enda hef ég verið á ferðalagi í Normandie og ekkert komist í netsamband fyrr en nú. Frakkar eru furðuaftarlega á merinni þegar kemur að netinu, heitir reitir eru fáir og strjálir og þar, sem þeir eru á annað borð, er yfirleitt rukkað nokkuð stíft fyrir þá. Ástandið er þó talsvert skárra í höfuðborginni París, en ekki miklu.
Í Normandie og nágrenni er margt að skoða og sjá, ekki síst fyrir áhugamenn um sagnfræði. Heimstyrjöldin síðari er mönnum enn ofarlega í huga hér, enda var Normandie sögusvið innrásarinnar á D-degi og þar geysuðu afar harðir bardagar, þar sem barist var um hvert þorp og hverja spildu og þess sjást enn víða merki hér í hinu þéttvaxna Bocage. Frakkar voru þó fremur áhorfendur en þátttakendur í því stríði, eins og auðvelt var að sjá á stríðsminnismerkinu í örþorpinu þar, sem við dvöldum í upphafi ferðar. Í Canisy búa um 600 manns, en fimm þorpsbúar féllu í seinna stríði. Í fyrri heimsstyrjöldinni Styrjöldinni miklu féllu hins vegar 34 synir Canisy. Menn geta ímyndað sér blóðtökuna í litlu þorpi, þar sem um átta ættir hafa búið um aldir.
Í Saint Lô, þar sem þetta er skrifað, er varla nokkur gata, sem ekki ber enn ör, ummerki eða áminningu bardaganna, enda var rætt í fúlustu alvöru í stríðslok, að endurbyggja bæinn ekki, heldur láta rústirnar standa óhreyfðar sem minnismerki um ósköpin. Það er þó ekki fyrr en maður kemur í bandaríska hermannagrafreitnum í Colleville-sur Mer við Omaha-strönd, sem maður áttar sig á mannhafinu, sem féll í þessari einstöku aðgerð til þess að frelsa Evrópu undan oki og helför nazismans. Tilfinningin er yfirþyrmandi og ég komst við á þessum nánast helga stað. Ætli það sé dæmi um aðra eins innrás, þar sem innrásarherinn hafði þó ekki aðrar landkröfur en sem því nemur, að geta grafið hina föllnu?
Minn sagnfræðiáhugi nær þó lengra aftur. Mitt í öllu hjalinu um útrásarvíkinga nútímans er skemmtilegt að leiða hugann að Göngu-Hrólfi og öðrum frændum þeirra og fyrirrennurum, sem lögðu Normandie undir sig árið 911 með ekki ósvipuðum aðferðum og tíðkast enn 996 árum síðar!
Ekki síður hef ég þó áhuga á orrustum Hundrað ára stríðsins, sem raunar entist í 116 ár (1337-1453). Þetta var engan veginn samfellt stríð, heldur má fremur tala um árvissar sumarferðir Englendinga yfir Ermarsund, þar sem herjað var á Frakka, en deilt var um yfirráð Englendinga hér við norðurströndina. Tilefnið var að vonum flókið, en í hnotskurn má segja að vandinn hafi falist í því að eftir að Vilhjálmur bastarður (og sigurvegari) lagði England undir sig árið 1066 varð hann í raun orðinn valdameiri en Frakklandskonungur, sem þó var í orði lénsherra hans, því Vilhjálmur var hertogi af Normandie og erfingjar hans náðu enn meiri lendum undir sig og réðu yfir stærri hluta Frakklands en Frakklandskonungur sjálfur. Eins og nærri má geta er það löng saga, svo ég hætti mér ekki lengra í henni hér.
En Hundrað ára stríðið hafði víðtæk áhrif á mannkynssöguna. Margir telja það upphaf þjóðernisvitundar beggja vegna Ermarsunds, herútboð ótínds almúgans á Englandi breytti stöðu hans varanlega og mikil þróun varð í hernaðartækni og -list, sem vitaskuld hafði víðtækari áhrif.
Segja má að Englendingar hafi bundið enda á riddaraöldina í orrustunni við Crécy árið 1346, þar sem boglið þeirra stráfelldi blómann af riddurum Evrópu, sem gengið hafði til liðs við Frakka. Orrustan var þeim mun frækilegri sakir þess að franska liðið var um þrisvar sinnum fjölmennara (30-40.000) en þegar upp var staðið lágu um 12-20.000 þeirra í valnum, en Englendingar höfðu aðeins misst um 250 manns! Svipaðar sögur má segja frá Agincourt og Poitiers. Svo má maður þurfa að lesa eitthvert suð þessa dagana um ójafnræði í hernaði hér og þar, eins og það sé nýtt í hernaðarsögunni og nánast ódrengilegt!
Hér í Normandie er niður tímans þungur og hávær. Glamur um okkar einstæðu og stórmerkilegu tíma er yfirgnæft af vopnaglamri fortíðar, en lífið heldur áfram eins og ég sá í gær þegar Denis greifi af Kergorlay klifraði upp á þakið á kastala sínum til þess að eiga við sjónvarpsloftnetið. Þar hefur sama fjölskyldan búið í tæp þúsund ár.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:59 | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 405696
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að svona fræðandi pistlum. Þegar þú talar um hermannagrafreitinn þá rifjast upp fyrir mér þegar ég fór í Arlington grafreitinn í USA, það var opinberun. Þá rann það upp fyrir mér hve herská og hersinnuð Bandaríkin eru og hve framandi sá hugsunarháttur er Íslendingum.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 8.1.2007 kl. 12:50
Fínt Andrés.
Snorri Bergz, 8.1.2007 kl. 13:19
Skemmtilegt blogg og fræðandi. Áttu ekki "bunch" af myndum?
Finnur Jóhannsson Malmquist, 10.1.2007 kl. 18:14
Fín skrif hjá þér Andrés. Þú hefðir líka átt að heimsækja þýska grafreitinn.
Hlynur Jón Michelsen, 16.1.2007 kl. 01:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.