Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
21.4.2009 | 02:49
Loðpeningar heilagrar Jóhönnu
Þessi athugasemd Samfylkingarinnar þykir mér nokkuð sérkennileg. Látum efnisatriðin eiga sig, við verðum bara að trúa framkvæmdastjóranum um að Samfylkingin ætli að mæta halla ríkissjóðs með aðhaldi, niðurskurði og baráttu gegn skattsvikum, þótt ekkert bóli á nánari hugmyndum um útfærslurnar.
Og þó, nei, við skulum ekki trúa Sigrúnu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar, minnug þess hvað það gafst vel að trúa síðasta framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar, Skúla frænda mínum Helgasyni. Þessum sem átti að upplýsa um alla styrki yfir hálfri milljón en gerði það ekki. Ekki frekar en formaður flokksins eða flokksstjórnarmenn. Og hvernig var það, ætlaði nýi framkvæmdastjórinn ekki að vera búinn að birta upplýsingar um fjárstyrki til einstakra félaga Samfylkingarinnar? Ég bíð spenntur eftir því. Sérstaklega tölunum frá Samfylkingarfélagi Reykjavíkur árið 2006. Kannski Magnús Orri bloggi um þær við tækifæri.
Hvað sem því líður þykir mér hneykslan Samfylkingarinnar vera fremur ankannaleg. Þessa dagana er á fullu herferð, sem kölluð er Sammála, herferð sem augljóslega er hluti af kosningabaráttunni. Hún nafnlaus með öllu, en kannski það sé vegna þess að fyrsætur auglýsinganna telji sig vera svo ofboðslega frægar. En við vitum ekkert um það hver fjármagnar þá herferð, hvert styrkir eru sóttir eða hvar eða hvort bókhaldið er að finna. Hitt er augljóst að þó undir áskorun Sammála skrifi allra flokka kvikindi, þá er herferð hennar vatn á myllu Samfylkingarinnar og aðeins Samfylkingarinnar. Það þarf ekki annað en að kynna sér stefnu flokkanna í Evrópumálum til þess að átta sig á því.
Nú veit ég ekkert um þann félagsskap, ekki frekar en hinn með skattaauglýsinguna. Ég dreg það nokkuð í efa að þeir séu beinum tengslum við nokkurn flokk. Það breytir hins vegar ekki hinu að þessir hópar eru þátttakendur í stjórnmálalífinu og markmið þeirra er beinlínis að hafa áhrif á kosningarnar. Svo vill svo skemmtilega til að málatilbúnaður þeirra hentar sumum betur en öðrum.
Það er fullkomlega fyrirsjáanleg afleiðing laganna um fjármál stjórnmálaflokka, sem sett voru 2006, og maður trúir ekki öðru en að háheilög Jóhanna (sem virðist hafa gengist undir þagnarheit) hafi séð það fyrir líka, svo lengi sem hún fjallaði um fjármál stjórnmálaflokka. Af hverju þykjast Samfylkingarmenn nú vera hissa og draga upp sinn besta vandlætingarsvip? Þetta er einfaldlega það, sem Kanarnir kalla soft money, en slíkur loðpeningur í stjórnmálum er helst til þess fallinn að auka áhrif sérhagsmunahópa.
Kannski mönnum finnist slík starfsemi hábölvuð, það les maður a.m.k. út úr skrifum vinstribloggara. En hvað? Verður næst kannski í nafni heiðarlegra stjórnmála öðrum bannað að birta stjórnmálaáróður en skráðum stjórnmálaflokkum á ríkisframfæri? Miðað við offorsið í minnihlutastjórninni kæmi manni slíkt ekki á óvart þegar hún verður komin með þingmeirihluta, eins og virðist stefna í.
Samfylkingin svarar auglýsingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.4.2009 | 22:56
Neysluréttur og eignaréttur
Ég sá á Vísi haft eftir Arnari Birgissyni hústökumanni, að í sínum huga skipti eignarétturinn minna máli en neyslurétturinn.
Þetta er merkileg skoðun. Má ekki einmitt færa fyrir því sterk rök að upphaf óhamingju Íslands hafi verið hvernig sumir töldu sig hafa öðlast neyslurétt en höfðu minni áhyggjur af eignarréttinum?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.2.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 405976
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar