Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
25.5.2009 | 17:02
Nefndin, það er ég!
Þetta er einkennilegt viðhorf hjá sólkonungi viðskiptanefndar Alþingis. Að fyrst hann hafi verið að glugga í pappíra fram eftir kvöldi sé nefndin önnum kafin. Sé þessi útskýring rétt og grunur Eyglóar rangur.
Hins vegar er Magnúsi Orra vel valinn staður í viðskiptanefnd. Hann þekkir viðskiptalífið vel síðan hann var kosningastjóri Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Einkafundir í viðskiptanefnd? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.5.2009 | 09:48
Tímaþjófar á þingi
Hvað er eiginlega að þessu liði?
Ísland er á hraðleið til Helvítis, m.a. fyrir þeirra atbeina, og þá telur það þarfast að eyða tíma þingsins í bollaleggingar um það hversu vel fólk klæðir sig í vinnunni!
Brýnasta málið í þeirra huga (sem mátti ekki einu sinni bíða þess að þing kæmi saman) var að fá það afdráttarlaust fram að þingmenn þyrftu ekki að vera með hálstau. Og hvað er svo fyrsta frumvarpið, sem fram kemur? Jú, að það verði að sjá til þess að dansmeyjar á veitingastöðum séu betur klæddar.
Af framgangi þessa máls má mæla það hversu mikil alvara er í þingheimi um að leysa landslýð undan ógnvænlegum efnahagsþrengingum. Geira á Goldfinger og kollegum hans gef ég hins vegar þetta ráð: Látið dansmeyjarnar fara úr hverri spjör nema einni. Látið þær halda hálsbindinu.
Ég skora á kjósendur að leggja nöfn þessara ódáma á minnið, svo það sé unnt að hafna þeim í prófkjörum, forvölum eða alþingiskosningum, sem máske eru skemmra undan en margur hyggur. Þetta er lýðurinn, sem kýs að eyða tíma þingsins í tilgangslaus gæluverkefni:
Atli Gíslason
Ásta R. Jóhannesdóttir
Birgitta Jónsdóttir
Eygló Harðardóttir
Ragnheiður Ríkharðsdóttir
Siv Friðleifsdóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Þórunn Sveinbjarnardóttir
Þuríður Backman
Burt með þau!
Vilja banna nektarsýningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar