22.1.2007 | 04:56
Afhroð Samfylkingarinnar
Skoðanakönnun Fréttablaðsins á laugardag um fylgi stjórnmálaflokka ef kosið yrði til Alþingis nú er um margt forvitnileg. Helst staldra ég þó við tvennt, annars vegar staðfestinguna á sókn frjáslyndra undanfarna mánuði, en hins vegar endalausa niðurlægingu Samfylkingarinnar. Ég ætla að geyma mér eilítið að fjalla um frjálslynda, en staða Samfylkingarinnar er með þeim hætti að það er engin ástæða til þess að bíða með að gefa út dánarvottorð óhafinnar kosningabaráttu hennar. Hún er andvana fædd.
En hvers vegna gengur Samfylkingunni svona afleitlega? Að öllu jöfnu hefði maður haldið að góður krataflokkur ætti að geta gengið að 30-40% fylgi vísu hjá þessari fremur hófstilltu þjóð, sem yfirleitt sneiðir hjá öfgunum nema þegar kemur að flugeldakaupum. En því er nú ekki aldeilis að heilsa.
Hrafn forseti rekur hugsanlegar ástæður þessara ófara í nýrri bloggfærslu og af viðbrögðum lesenda hans má sjá að flestir vilja kenna því um að kjósendur treysti ekki formanni flokksins, en það er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Ég hef svo sem áður drepið á forystuvanda Samfylkingarinnar, en þá var tilefnið fordæmalaus ræða hennar í Keflavík, þar sem hún kvað vantraust þjóðarinnar á þingflokki Samfylkingarinnar vera helsta vanda flokksins, en að formaðurinn bæri einhverja ábyrgð var henni vitaskuld algerlega fjarri. Ég skrifaði þá (13.XII.2006):
Það þarf [ ] að leggja á sig sérstaka króka til þess að komast að því að þingflokkur Samfylkingarinnar hafi verið dragbítur flokksins. Það þarf ekki annað en að líta á skoðanakannanir til þess að átta sig á því hvernig sólókosningabarátta Ingibjargar Sólrúnar reytti fylgið úr rúmum 40% niður í 31% eða hvernig það fór í frjálst fall eftir að hún tók við formennskunni, úr 33% niður í 25% þar sem það er nú. Miðað við síðustu þingkosningar lætur nærri að þriðji hver kjósandi Samfylkingarinnar hafi snúið við flokknum baki! Engin teikn eru á lofti um að það kunni að blása byrlegar á þeim 150 dögum, sem nú eru til kosninga. Við skulum ekki einu sinni minnast á skoðanakannanir, sem mæla traust á einstökum stjórnmálamönnum.
Og nú er hún búin að þoka fylginu niður í 21%. Ingibjörg Sólrún er sumsé búin að fæla þriðja hvern stuðningsmann flokksins í burtu.
Ástæðurnar eru vafalaust margvíslegar og tvinnast saman með ýmsum hætti. Sú helsta er sjálfsagt sú, að Ingibjörg Sólrún er einfaldlega ekki sá stjórnmálaforingi, sem margir hugðu. Glýjan úr Ráðhúsinu villti mörgum sýn í þeim efnum, en eins og mörg dæmi sanna dugar stjórnkænska á þeim vettvangi skammt í landsmálunum ein og sér. Flokkurinn hefur misst fylgi eftir hverja einustu tímamótaræðu forsætisráðherraefnisins og formannsins (sem jafnan eru kenndar við alsaklaus sveitarfélög úti á landi). Kórvillan í Keflavík, þar sem hún lýsti yfir vantrausti á þingflokkinn, þessum sama og nú skipar framboðslista flokksins, varð bæði til þess að gengisfella formanninn, þingflokkinn og flokkinn. Þá er ég ekki í nokkrum vafa að málþófið vegna frumvarpsins um Ríkisútvarpið var verulega vanhugsað og Samfylkingin fékk að kenna á því í þessari könnun. Eins gerði Ingibjörg Sólrún nýverið enn einu sinni þau mistök að ræða efnahagsmál, sem hún hefur ævinlega komið illa út úr. Svo má nefna þá reginskyssu Ingibjargar að leggja til atlögu við vinstrigræna um umhverfismál (og leiða flokkinn um leið lengra til vinstri), en sú herför var fyrirfram töpuð og til þess helst fallin að undirstrika málefnastöðu vinstrigrænna, rifja upp fortíð Samfylkingarinnar (og þá ekki síst Ingibjargar Sólrúnar sjálfrar) í stóriðjumálunum og ýfa upp andstöðu innan eigin flokks við hina glænýju umhverfisstefnu. Daður formannsins við Sjálfstæðislokkinn í Morgunblaðinu á dögunum var svo öldungis ótímabært og ekki til þess fallið að auka trúverðugleika Samfylkingarinnar sem mótvægi við forystuflokk ríkisstjórnarinnar. Ég gæti haldið áfram að telja upp klúðrin, en læt þetta duga að sinni.
Í dag eru 110 dagar til kosninga og það eru engin teikn á lofti um að Ingibjörgu Sólrúnu takist að snúa flóttanum í sókn. Niðurlægingin er orðin slík, að einhver stórfengleg tíðindi þyrfti til þess að breyta því, eitthvað sem gerbreytti hinni pólitísku stöðu allri. Það verður að teljast ósennilegt, en jafnvel þó svo eitthvað slíkt henti er orðið líklegra að vinstrigrænum tækist að gera sér mat úr því en formanni Samfylkingarinnar.
Til hvers er hún þá að þessu? Ingibjörg Sólrún eða einhverjir í kringum hana hljóta að gera sér grein fyrir því að kosningarnar eru nánast búið spil og afhroðið fullkomlega fyrirsjáanlegt. Af hverju segir hún ekki bara af sér meðan enn er tími fyrir baráttuglaðari og farsælli stjórnmálamenn innan Samfylkingarinnar til þess að bjarga því, sem bjargað verður?
Ástæðan er einföld. Auðvitað veit Ingibjörg Sólrún að hún er búin að tapa kosningunum. En þó hún sé búinn að gefa flokkinn sinn upp á bátinn er hún upptekin við að bjarga því sem bjargað verður af pólitískum ferli hennar sjálfrar. Það getur hún aðeins gert með einum hætti, en það er að taka þátt í ríkisstjórnarmyndun eftir kosningar. Annars blasir afsögnin við. Og forystumenn hinna flokkanna vita, að hún mun kaupa ráðherrastól hvaða verði sem er.
Verði niðurstöður kosninganna í einhverri líkingu við það, sem könnun Fréttablaðsins segir fyrir um og sjá má hér að ofan, má ljóst vera að ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks heldur ekki velli. Jafnvel þó svo framsóknarmenn næðu að kreista fram enn eitt kosningakraftaverkið þannig að meirihlutinn héldi, yrði hann svo tæpur og ótryggur, að ósennilegt væri að sjálfstæðismenn kysu að framlengja stjórnarsamstarfið. Innan Framsóknarflokksins finnast svo margir, sem telja að flokkurinn þurfi einfaldlega að taka út sína refsingu, sleikja sárin utan stjórnar og byggja sig upp í stjórnarandstöðu.
En án Sjálfstæðisflokksins væri ekki unnt að mynda ríkisstjórn nema með þátttöku allra hinna flokkanna fjögurra. Menn geta rétt ímyndað sér hvernig gengi að berja hana saman eða hvílíkur bastarður málefnasamningurinn yrði. Hvað þá hverjar líkurnar væru á að hún entist út kjörtímabilið.
Það verður því að teljast einkar líklegt að Sjálfstæðisflokkurinn myndi enn sem áður leiða ríkisstjórnarsamstarfið og af því að ég er lítillega kunnugur innviðum flokksins get ég fullyrt að þar munu menn ekki taka annað í mál en tveggja flokka ríkisstjórn. Hugsanlega væri unnt að mynda stjórn með frjálslyndum, en það verður þó að teljast ólíklegt. Margir telja því nánast óumflýjanlegt að samið verði við Samfylkingu, sem útskýrir máske værukærð formanns hennar. Hún þarf aðeins að halda fylginu ofan við 15% til þess að geta landað þeim happafeng og skítt með flokkinn. Spurningin er kannski fremur hvort Geir H. Haarde kæri sig um að vera maðurinn, sem framlengdi pólitískt líf Ingibjargar Sólrúnar, þrátt fyrir að sjálfsagt njóti enginn stjórnmálamaður minna trausts innan Sjálfstæðisflokksins en einmitt hún.
Allt þetta kann því að lokum að velta á vinstigrænum og hvort þeir hafi í raun og veru áhuga á að takast á við landsstjórnina, en margir gruna þá um að líka best að vera í eilífri stjórnarandstöðu. Ég þykist vita að þá langi að komast til ábyrgðar, en af sögulegum ástæðum er mörgum þeirra bölvanlega við að starfa með íhaldinu. Þeir kunna því að freistast til þess að setja upp eitthvert leikrit um hvernig þeir kjósi ekkert fremur en vinstristjórn, en eftir langt og misheppnað samningaþóf í þá veru láti þeir til leiðast að höggva á hnútinn með ólundarsvip og mynda stjórn hinna sögulegu sátta við íhaldið. Að mínu viti er nógur leikaraskapur í pólitíkinni samt þó menn fari ekki út í slíkar æfingar gagnvart eigin flokksmönnum. Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki una langri og óþarfri stjórnarkreppu í því skyni. Sérstaklega ekki ef Samfylkingin verður á útsölu eins og allt bendir til.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:01 | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 405696
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Steingrímur sem utanríkisráðherra? Nei takk. Frekar þyrfti að skipta á fjármála og utanríkis...
Snorri Bergz, 22.1.2007 kl. 11:10
Ave. Þetta er athyglisverð hugmynd hjá þér, Andrés, að Samfylkingin skipti einfaldlega um formann fyrir kosningar. Átti ekki landsfundur að vera hjá þeim á þessu ári?
Sú röksemd, sem ugglaust yrði gripið til, að Ingibjörg "eigi skilið" að leiða Samfylkinguna til kosninga dugar ekki. Hún var forsætisráðherraefni þeirra 2003 (og tapaði fylgi alla kosningabaráttuna) svo hún hefur nú aldeilis fengið sitt tækifæri.
Heimastjórnarmenn gætu auðveldlega unnið með Lúðvík Geirssyni, og fleirum af þeim sem nefndir eru sem eftirmenn Ingibjargar.
Hrafn Jökulsson, 22.1.2007 kl. 11:58
þessi stjórn sem þú nefnir gæti sennilega virkað, nema ég held að Kolbrún hafi ekkert að gera í ráðherrastól, ekki einusinni umhverfisráðuneytið.
anton (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 18:13
Tja, Steingrímur J. væri klárlega skárri í utanríkismálin er Ingibjörg Sólrún.
Hjörtur J. Guðmundsson, 23.1.2007 kl. 00:40
Eða - eins og einhver sagði, annaðhvort Egill Helgason eða Guðmundur Ólafsson - þarf ekki bara að skipta um almenning?
áslaug, 23.1.2007 kl. 16:15
Ég efast um að menn treysti Skallagrími fyrir varnarmálunum svo ef hann yrði utanríkismálaráðherra þyrfti að flytja þann málaflokk eitthvert annað...
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 20:39
Ég á bágt með að trúa því upp á Andrés að hann hati Ingibjörgu, Björgvin. Hinsvegar gæti hann verið á sömu skoðun og ég(og fleiri) en það er að Ingibjörg sé ofmetnansti stjórnmálamaður Íslands í dag. Fyrir utan að ná ekki tengslum til almennings. Staðreyndir þurfa ekkert að snúast um eitthvað hatur er það
Guðmundur H. Bragason, 24.1.2007 kl. 02:49
Tek undir með Guðmundi. Áhangendur og aðdáendur ISG eru sítalandi um "hatur" þegar einhver vogar sér að gera stöðu hennar eða flokks hennar að umtalsefni. Greining Andrésar er einfaldlega óþægilega nákvæm fyrir þá sem láta sálartötrið stjórnast af gengi Samfylkingarinnar.
Hrafn Jökulsson, 26.1.2007 kl. 01:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.