Leita í fréttum mbl.is

Kyrr kjör

Í dag eru 76 dagar til kosninga. Dómsdagur nálgast.

Ég vék að skoðanakönnun Fréttablaðsins um daginn, sem mér fannst satt best að segja eilítið einkennileg. Hún var talsvert úr takti við aðrar skoðanakannanir, sem verið höfðu að birtast, og það án þess að nokkur þau tíðindi hefðu verið á vettvangi stjórnmálanna, sem skýrt gætu slíka skyndisveiflu. En nú hefur verið birt skoðanakönnun, sem Gallup gerði fyrir Náttúrverndarsamtök Íslands fyrrihlutann í febrúar. Látum niðurstöður hinnar eiginlegu könnunar liggja milli hluta hér, en það var krossspurt um afstöðu til stjórnmálaflokka. Raunar voru heimturnar í afstöðunni til stjórnmálaflokka bara svona og svona, af 742 svarendum komu aðeins skýr svör frá 512 manns. Um 31% vildu sumsé ekki taka afstöðu. Og af þeim, sem tóki afstöðu kváðust átta manns eða 1,08% ætla að kjósa annað en í boði er, en 6,06% ætluðu ekki að kjósa eða skila auðu.

Hér að ofan gefur hins vegar að líta skýringarmynd, sem sýnir afstöðu þeirra sem ætla að kjósa einhvern af núverandi flokkum í þessari Gallup-könnun. Eins og sjá má er þar allt með kyrrum kjörum. Þó úrtakið sé ekki stórt og heimturnar ekki miklar finnast mér niðurstöðurnar sennilegri en hjá Fréttablaðinu á dögunum. Sumsé engin stórtíðindi. Þó er athyglisvert að stjórnarmeirihlutinn rétt lafir.

Minnug þess að Sjálfstæðisflokkurinn uppsker jafnan minna úr kosningum en könnunum eru þar þó ýmis áhyggjuefni fyrir okkur á hægrikantinum, en sjáum til. Hins vegar blasir við að Samfylkingin á enn langt í land með að rétta úr kútnum og Vinstrigrænir eru enn fast við hlið þeirra, þó þeir virðist vera að síga eilítið aftur úr aftur. Stóra spurningin er kannski sú hvort frjálslyndir séu aftur að festast í þessu hefðbundna fylgi sínu. Má vera, enda hafa þeir ekki haldið útlendingamálunum til streitu, en það kunna þeir að gera er nær dregur kosningum. Svo má einnig minna á reynsluna frá nágrannalöndum okkar, að þar hefur gengið mjög illa að festa hönd á fylgi flokka, sem gera út á útlendingaandúð, en fylgið hefur svo skilað sér í kosningum, oft með mjög óvæntum hætti. Svo sýnist mér einnig, að ekki sé öll nótt úti enn hjá framsóknarmönnum, þeir eru að halda í sitt grunnfylgi og mig grunar að þeir eigi fremur eftir að hækka sig á næstu vikum. 

Auðvitað geta komið fram önnur framboð, en ég er sannast sagna vantrúaður á það. Bæði er að gömlu flokkarnir hafa með óþverraskap og óheiðarleika sett gaddavír í stað vébanda utan um Alþingi þannig að afar erfitt er fyrir ný framboð að keppa við þá, en síðan er hitt að mér sýnist að þau skilyrði, sem Ómar Ragnarsson hefur nefnt fyrir framboði, gera það ekki líklegt að þaðan komi framboð. Hann vildi sumsé sjá betur hvernig líklegt væri að kosningarnar færu og vill ekki verða til þess að „grænir frambjóðendur“ hinna flokkanna detti út. Eins og staðan er væri slíkt framboð einmitt líklegast til þess að skáka slíkum frambjóðendum gömlu flokkanna.


mbl.is Steingrímur: Bullandi stemning fyrir því að fella ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það verður nýtt framboð því óþverraskapurinn verður upprættur núna í vor.

Haukur Nikulásson, 24.2.2007 kl. 18:26

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Dómsdagur hverra/hvers?

Sigfús Sigurþórsson., 25.2.2007 kl. 09:20

3 Smámynd: Andrés Magnússon

Kosningar eru vitaskuld dómsdagur stjórnmálamanna.

Það má vera að hefðin breytist, en það verður þá fremur vegna þess að könnuðum tekst að mæla betur en hingað til. Ég sé fá merki þess og er ekki jafnbjartsýnn og Dharma. Þeim sem ekki hefur dugað hin langa stjórnarseta sjálfstæðismanna til þess að taka afstöðu til þeirra munu tæpast duga 75 dagar til þess. Hugsanlega líst þeim ekkert á vinstriflokkanna, en sitja þeir þá ekki fremur heima ef Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að tendra í þeim?

Andrés Magnússon, 25.2.2007 kl. 14:33

4 identicon

skoðannakannanir skoðannakannanir ... vá hvað ég tek ekkert mark á þeim ... er ég virkilega ein um það?

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 03:36

5 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Sé í viðhorfs könnun þinni að xs og xd telja flestir að endi saman í vor. mikið yrði ég sáttur.

Tómas Þóroddsson, 2.3.2007 kl. 01:16

6 identicon

úff ef ekki vinstristjórn hvað þá?? það sama og er búið að vera er það einu möguleikarnir?

jæks

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 02:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband