16.3.2007 | 19:07
Lögin og friðurinn
Merkileg niðurstaða hjá Hæstarétti að staðfesta úrskurðinn úr héraði um frávísun ákæru gegn þremur núverandi og fyrrverandi forstjórum olíufélaga vegna samkeppnisbrota. Ég er ekki alls kostar ánægður með þá ákvörðun, því mér finnst afar mikilvægt að æðstu stjórnendur fyrirtækja forstjórar, framkvæmdastjórar og stjórnarformenn beri ábyrgð á rekstri fyrirtækja. Ella er hætta á að þeir geti notað fyrirtæki sín sem skálkaskjól fyrir hvers kyns glæpastarfsemi. Eins og margvísleg dæmi eru um, bæði hér á landi og erlendis.
En ég sé að Ólafur Börkur Þorvaldsson skilaði sératkvæði þar sem hann vildi fella úrskurð héraðsdóms úr gildi og leggja fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar.
Sératkvæði Ólafs Barkar hlýtur að hafa eyðilagt daginn fyrir samsæriskenningasmiðum þjóðarinnar. Ég les reglulega hjá þeim hvernig Ólafur Börkur eigi bara að vera strengjabrúða íhalds- og auðvaldsaflanna í þjóðfélaginu, en svo reynist hann bara sá eini sem vill láta olíufurstana sæta ábyrgð takist að sanna sekt þeirra. Hinir vilja hins vegar ekki einu sinni hlýða á efnisatriði málsins.
Þarna er hins vegar enn fram komin áhættan af því að vera með margskonar réttarfar í landinu, þar sem t.d. samkeppnismál eru tekin út fyrir sviga og Samkeppniseftirliti falin æði mikil völd til eftirlits, rannsókna og úrskurða, heimild til samninga við seka o.s.frv. Nú vilja menn svipað fyrirkomulag í jafnréttismálum. Hvílík firra!
Það hefur ekkert breyst undanfarinn aldatug. Það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér slítum í sundur friðinn. Það þarf ein lög í landinu og eitt réttarfar.
Ákæru á hendur forstjóra olíufélaga vísað frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:04 | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Réttlætið er í beinu samhengi við fjárráð sakbornings.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.3.2007 kl. 00:05
Umræða á villigötum
Það eru margir sem hafa verið að lýsa hneykslun sinni á sýknu olíuforstjóranna og nú síðast forstjóri Samkeppniseftirlitsins sem vill einsog margir aðrir að stjórnvöld geti sótt einstaklinga til saka fyrir brot á samkeppnislögum sem mundi að vísu auka völd Samkeppnisstofnunar!
En er málið í réttum farvegi?
Ég vil auka ábyrgð forstjóra og stjórnanda en væri ekki betra að fyrirtækin gætu krafið forstjórana (og aðra) um bætur fyrir tjón (sektargreiðsluna) sem fyrirtækið hefur orðið fyrir?
Raunhæft er að miða þær tjónabætur við þau laun sem viðkomandi hafði á þeim tíma en ekki sektarupphæð Samkeppnisstofnunar en í olíumálinu þá gæti þetta samt orðið verulegar fjárhæðir.
Þannig mundi ríkið losna undan þeirri skyldu að lögsækja fyrir brot og „glæpamenn“ fá sína refsingu.
Bendi á að það er fordæmi fyrir þessu sem segir að ef starfsmenn vinna ekki út uppsagnarfrestinn þá eigi atvinnurekendur rétt á bótum vegna tjóns sem hann telur sig verða fyrir við brotthlaup stafsmansins og yfirleitt er þeim lægst settu hótað þessu miskunnarlaust þó svo forstjórar geti labbað út með 10 mínúta fyrirvara.
Grímur Kjartansson, 17.3.2007 kl. 13:11
Það var vitað að "sér atkvæði" Ólafs Barkar myndi ekki breyta neinu svo það skifti ekki máli. Ættli hann hefði skilað sératkvæði ef það myndi hafa áhrif á niðurstöurnar....ni varla.
Sverrir Einarsson, 18.3.2007 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.