Leita í fréttum mbl.is

Sagnir

Ég sé í orðrómi Mannlífs, að sá sem þar heldur á penna er nokkuð gramur í garð eiganda Íslandsprents, sem mun hafa í hyggju að gefa út nýtt blað sem keppa á við Söguna alla. Er talað um prentsvart siðleysi í því samhengi og verður ekki annað séð en að blaðamaðurinn sé nokkuð upptekinn af hagsmunum eigenda sinna, jafnótrúlegt og það nú er.

Geta Birtíngsmenn í alvöru verið hissa og hneykslaðir á því að einhverjir aðrir en þeir vogi sér að gefa út tímarit á Íslandi? Mér finnst það bera vott um khutspa í ljósi sögunnar, því eigendur Birtíngs (sem áður hét Fróði) keyptu fyrirtækið eftir að hafa gert einstaklega harða hríð að því, fyrst með tímaritaútgáfu 365 og þegar það gekk ekki með tímaritaútgáfu Fögrudyra. Tímaritaútgáfa 365 helgaðist af því að búa til misvandaðar eftirlíkingar af tímaritum Fróða og það var ekkert sérstaklega farið í felur með það eins og sjá mátti þegar Hér og nú stældi Séð og heyrt. Fögrudyr voru sömuleiðis stofnaðar utan um Ísafold, sem stefnt var gegn Mannlífi (en var óneitanlega engin eftirlíking og þvert á móti mun betra blað), og síðan voru gefin út einhver skammæ blöð, sem var stefnt gegn titlum Fróða/Birtíngs.

Mér þóttu allar þessar eftirlíkingar frekar ömurlegar, aðallega vegna þess að þær áttu sér engan sjálfstæðan tilgang, annan en þann að skaða keppinaut á auglýsingamarkaði. Atlagan mistókst að því leyti að blöð Birtíngs lifðu af en hin ekki, ef Ísafold er undanskilin enda var hún allt annars eðlis. En hún tókst að því leyti að Baugur komst yfir allt saman.

En er eitthvað við slíku að segja? Á maður að bölsótast út í Caleb Badham, sem fyrstur bruggaði Pepsi, fyrir ófrumleika eða láta sér nægja að leggja mat á mjöðinn út frá bragði og verði? Ég hallast að hinu síðarnefnda. Sem félagi í Sögufélagi hlýt ég því að fagna aukinni samkeppni í útgáfu rita um sagnfræðileg málefni um leið og ég skora á lesendur þessara lína að ganga til liðs við Sögufélag, sem gefur út tvö tímarit og alls kyns fræðirit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú gleymir Kronikunni sem var keypt til að leggja strax niður.....annars væri fróðlegt að heyra stórblaðamann eins og þig commentera aðeins a www.hux.blog.is sem fjallar um þetta stórmerkilega krónikumál...

Nonni Cool.... (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 18:31

2 identicon

...þú færð yfirstéttarhrós fyrir kutzpa orðið og tengingu í orðabókina.....cool !!!

Nonni Cool (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 18:34

3 identicon

Er það ekki rétt skilið hjá mér, að ekki eigi að nota ákveðinn greini í nafni Sögufélags? 

Magnús (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 20:58

4 identicon

Sæll Andrés

Það sem verra er að penni Mannlífs virðist skrifa eftir skipun og er málið skylt. Birtingur segir að Íslandsprent sé í útgáfu en svo er alls ekki. Íslandsprent er ekki útgáfufyrirtæki. Einn af eigendum Íslandsprent, Hilmar Sigurðsson, er annar eigandi Lifandi vísinda og því í útgáfu eins og ég benti á hér. Þetta er auðvitað allt móðursýkislega af stað farið og gremjan leynir sér ekki hjá Birtingsmönnum. Þeir um það.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 22:11

5 identicon

Rétt skal vera rétt.

Þetta fór á Mannlífsvefinn endurskrifað. Afsakðu Andrés þú hendir hinur bara út ef það er hægt!

Já og nú veit Jón Ásgeir hvað allir (fáir) keppinautar hans hafa í tekjur, hvað þeir skulda, og hverjum þeir launa í gegnum Glitni. Jón Ásgeir ber út póstinn þeirra, vaktaði heimi þeirra, veit hvaða tónlist þeir hlusta á, flaug með þá, tryggði þá, .......

Dæmi um vald óttans:
Jón Ásgeir Jóhannesson vissi 10 mínútum eftir lántöku Planet Pulse að fyrirtækið hafði fengið lán í Landsbankanum upp á 20.000.000 kr. Þetta var árið 2000 en þá átti hann engan banka heldur átti hann ákveðinn njósnara í Landsbankanum.
Ég spyr mig í dag hvort sá njósnari hafi fengið stöðuhækkunn og sitji nú sem forstjóri Glitnis.
Hvað veit Jón Ásgeir nú þegar hann á Glitni, er hann ekki bara beintengdur útlánadeildinni, eða stjórnar hann henni? Hann stjórnar nýjum fjorstjóra svo mikið er gulltryggt.

Flott hjá Hilmari Sigurðssyni í Íslandsprent. Fyrirtækið hefur hækkað um milljarð í virði við þessa "aðför" að Baugi.

Illugi hefur vissulega mikið gott af smá samkeppni, mér sýnast skrif hans undanfarið lykta af salti í grautinn. Einhæf og þreytandi.
Hvað þá Reynir (Ó)Traustason sem kallaði mig á fund sinn og átti þá ósk heitasta að skrifa um mig bók. Maðurinn hefur ærlega gert í buxurnar. Ég neitaði en vildi ræða málið. Viku seinna tók hann að sér skýtaverk og götublaðamennsku, að vísu ekkert nýtt.. Bakstungur, níðshátt.

Þrátt fyrir allt sem hann hafði sagt á fundinum með mér og allar þær yfirlýsingar um menn og málefni, gekk hann í peningaliðið.
Það er samt best að vitna ekki að sinni í tveggja manna tal. Trúverðugleik fólks við það fellur þrátt fyrir boð um fyrir 300.000.000 kr. eins og sagan kennir.
Reyni langaði afskaplega að vera í hinu liðinu en fékk ekki inngöngu. Hann ákvað að spila pókerinn og sjá hver næði að sigra í valdataflinu. Mjög karlmannlegt.

Næsti leikur verður sá að Hjálmur /Baugur kaupir Íslandsprent.
Allt á Íslandi er skilgreint sem viðskipti og pólitíkin er líka viðskipti.

Hilmar Sigurðsson er klár í viðskiptum.

 

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 08:51

6 identicon

Móðursýki-þráhyggja!

Nú mætti kjaftur skel. Jónína Ben og Andrés Magnússon! Fá veit ég sem myndu vilja láta sjá sig á götu í félagsskap þessara einstaklinga.  Það orðspor sem fer af Andrési í blaðamennsku er álíka virðingarvert og framlag Gylfa Ægissonar til Íslenskrar dægurlagamenningar ! Jónína, þrátt fyrir margar ristilhreinsanir er enn full a skít !

Kenny (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 11:05

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Kurteisin er Kenny ekki töm.

Skammarlegt blaður um Andrés og Jónínu.

Samkeppni á blaða- og tímaritamarkaði á auðvitað rétt á sér.

Menn verða bara að virða samkeppnislög, en það gerir bara enginn því eftirlitið er dautt.

Steindautt.

Hugsið ykkur ofurvald Baugsveldisins. Ég hef lengi vitað þetta um bankana og varð fyrir því sjálfur þegar ég gerði þá reginskyssu að dirfast að gagnrýna Baugsyfirganginn opinberlega á sínum tíma.

Þá var lítið bankaútibú við Vesturgötuna sem minnkaði enn við aðgerðir sínar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.5.2007 kl. 13:25

8 Smámynd: Andrés Magnússon

Ég veit ekki hvað veldur geðvonsku Kennys hér að ofan; fæ ekki séð að þessi meinlausa nóta um lítinn Mannlífsmola sé tilefni slíks. Eða að það skipti máli hverjir nenna að fara í gönguferðir með okkur Jónínu Benediktsdóttur (sem ég hugsa að óreyndu að sé prýðisgöngufélagi). Ég ætla ekki að ræða það, hvaða orðspor fer af mér sem blaðamanni, ég hef ekki nema óljósa hugmynd um það og palladómar fólks um sjálft sig eru í besta falli hlægilegir.

Hitt er síðan allt annar handleggur, að ég geri mér engar grillur um að í þjóðfélaginu ríki almenn sátt um þær skoðanir, sem ég set fram hér eða á prenti. Ég get enda alveg játað að stundum, jafnvel oft, eru þær settar fram til þess að ögra lesandanum eða ríkjandi viðhorfum. Hið sama á við um smáletursdálka, sem ég hef fengist nokkuð við að skrifa, þar er stríðnin vegur þyngra en ævarandi hlutleysi það, sem margir vilja gera sér upp í fjölmiðlum. Um skrif af því taginu gilda einfaldlega allt önnur lögmál en við fréttaskrif, þar sem gæta þarf fyllstu sanngirni, taka staðreyndir fram yfir skoðanir og þar fram eftir götum.

Kannski ég sé þó farinn að mildast með árunum, nú eða lesendur þessa bloggs svona framúrskarandi kurteisir upp til hópa. Síðan ég fór að blogga hér á Mogga fyrir liðlega hálfu ári hafa margir gert athugasemdir við skrifin af ýmsum ástæðum, þar á meðal til þess að gagnrýna viðhorf mín. Þessi athugasemd Kennys er hins vegar sú fyrsta, sem mér finnst dónaleg. Mér er meinlaust að leyfa þessum minnisvarða Kennys um sjálfan sig að standa hér áfram, enda finnst mér ég þurfa að gefa lesendum nokkurt svigrúm í athugasemdum um undirritaðan, líka í skjóli nafnleyndar. Ég ítreka hins vegar, að ég áskil mér rétt til þess að stroka út að vild ef mér finnst menn ganga of langt gagnvart öðru fólki, eins og Kenny gerir raunar í garð Jónínu og hugsanlega Gylfa Ægissonar! Hún hefur hins vegar þolað meiri gusur en þessa, sem vitaskuld hittir höfundinn helst fyrir.

..............

Það er hárrétt athugasemd hjá Magnúsi, að Sögufélag er ávallt nefnt án greinis. Biðst forláts, þakka ábendinguna og laga það snimmhendis. 

Andrés Magnússon, 27.5.2007 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband