Leita í fréttum mbl.is

Rafmagnað rokk

dave

Mér er sagt að þetta hafi verið frábærir tónleikar, en ég fór nú ekki. Finnst enda eilítið spes að koma á 200.000 watta tónleika til þess að undirstrika andstöðu við orkuútflutning. Settist þess vegna frekar upp í þýskan benzíndrifinn blæjubíl (undursamlegan Audi A3 Cabriolet) og reykspólaði til Póra og Heiðu í Laxnesi, þar sem verið var að fagna 40 ára afmæli hestaleigunnar. Stelpurnar mínar komu með og skipuðu mér án afláts að hækka í Ramones á leiðinni inn í dal. Þangað komnar dönsuðu þær svo frá sér allt vit í hlöðunni við íslenskt kántrí.

Í laugardagsmogganum var annars ágætt viðtal Kolbrúnar Bergþórsdóttur við Björk, þar sem hún gerði stuttlega grein fyrir afstöðu sinni í þessum málum. Það var gott hjá henni. Með fylgdi afbragðsportrett eftir Bernhard Ingimundarson, sem sjá má hluta af hér að ofan.

Myndin minnti mig á portrett af öðrum söngvara, David Lee Roth, sem prýddi sólóplötuna Eat 'em and Smile, frumraun hans eftir að leiðir skildu með honum og Eddie Van Halen hér um árið. Eins og sjá má er meiri villimaður í Dave, en fremur kabuki í Björk. Eins og vera ber.

Af þessu tilefni hlustaði ég á Dave aftur eftir langt hlé og þetta var bara skolli góð plata hjá honum. Það sakaði ekki að hann var með einvalalið með sér; Steve Vai á gítar, Billy Sheehan á bassa og Gregg Bisonette á trumbum. Bætti þess vegna við laginu Yankee Rose í tónlistarspilarann efst til hægri.


mbl.is Óður til náttúrunnar í Laugardal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Öghfgafólk í umhverfisvernd  er það sem Íslandi stafar mest ógn. Halldór Ásgrímsson situr K.Havn. við að útvega hagstætt lán á ábyrgð Danska,Norska og Sænska ríkisisins.Lánshæfismat Íslenska rikisins skiptir þar engu máli.E.S.B.

Sigurgeir Jónsson, 29.6.2008 kl. 04:44

2 Smámynd: Andrés Magnússon

Sigurgeir: Björk er ekki öfgasinni í umhverfisvernd, eins og kom fram í viðtalinu við hana. Hún er þannig ekki á móti virkjunum sem slíkum, en vill ekki að erlend félög megi slá áltjaldhælum sínum niður umræðulaust. Vill raunar þjóðaratkvæðagreiðslur um álver. Ég er ekki sammála því viðhorfi, en í því felast engar öfgar.

Árni: Nei, ég hefði tæpast haft þetta á orði úti í Æðey forðum; 8-9 ára gamall var ég lítinn farinn að velta fyrir mér iðnvæðingu eða þungarokki. En það lagaðist nú nokkrum árum síðar. En ég man ekki alveg hvar ég stóð í bítlamálunum. John eða George minnir mig. En ekki Paul, Benni var hann.

Andrés Magnússon, 29.6.2008 kl. 13:37

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Andrés...

það eru sirka þrjúþúsund... terrowott ( vatnsmagn)... sem þarf til þess að sjá fyrir öllum iðnaði á íslandi auk heimilum. en til þess að sjá fyrir árvirkjunum sem er verið að byggja hérlendis þarf sirka þrjátítuþúsund terróvott.  Mér finnst þessi málefnafluttningur þinn því ottalega barnalegur og í raun algjörlega út í hött. það legst engin nátturuverndasinni gegn því að við nýtum okkur rafmagn heldur er fyrst og fremst verið að mótmæla því að gríðarlegu flæmi af landi sé fórnað fyrir iðnað sem verður þegar allt kemur til með að verða ekki mikið stærri en sirka 5% af landsframleiðslu. 

Brynjar Jóhannsson, 29.6.2008 kl. 13:50

4 Smámynd: Andrés Magnússon

Ég held að Brynjar eigi við terawött og álver, en látum slíka smámuni eiga sig. Þó þeir finnist eru þeir örugglega fáir náttúrverndarsinnarnir, sem leggjast alfarið gegn beislun orku. En menn greinir á um leiðirnar og síðan eru æ fleiri, sem vilja láta smekk á notkuninni ráða för. Það er sérumræða, sem sjálfsagt er að taka við tækifæri.

Í þessari færslu minni var ég ekki með neinn málflutning — hvað þá málefnaflutning — til eða frá um það allt; sagði aðeins að mér þætti „eilítið spes að koma á 200.000 watta tónleika til þess að undirstrika andstöðu við orkuútflutning“. Færslan snerist meira um Ramones, sveitaböll, Diamond Dave og félaga.

Að því sögðu er ég farinn upp í náttúruparadísina í Hvalfirði, þar sem ég ætla að leita að Katanesdýrinu í námunda við stóriðjuna á Grundartanga. Lifið heil!

Andrés Magnússon, 29.6.2008 kl. 16:46

5 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Mér finnst stór-regin munur á baráttu fyrir "nátturuvernd" þar sem er barist er gegn því að landi okkar sé sökkt fyrir þungaiðnað, Og svo "umhverfisvernd" sem er uppbyggð af hræðsluáróðri um að heimsendir sé í nánd og allt sé á leiðinni til andskotans ef okkur dirfist að tala í gsm síma eða fá okkur ristað brauð. Fyrir mér voru þetta nátturuverndartónleikar en ekki umhverfisverndartónleikar og geri ég mikin greina mun þar á. Ég held að hver skynsemismanneskja leggist ekki gegn því að við nýtum raforku okkar á skynsaman hátt nema kannski mögulega einhverjir algjörir umhverfisöfgamenn.  

Mér hljóp örlítið kapp í kynn Andrés þegar ég las það sem þú skrifaðir og ég misskildi þig. Ég biðst afsökunar á því og þakka þér fyrir ágætt svar.

Brynjar Jóhannsson, 29.6.2008 kl. 19:22

6 identicon

yesss!!!  Yankee Rose

sandkassi (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 19:40

7 identicon

Svo?

Þannig að meðan einhver nýtir sér tækni og rafmagn til að mótmæla vegna náttúruverndarsjónarmiða, þá sest þú uppí bíl (undursamlegan, vissulega) og reykspólar? Bara til að ítreka hið rétta samhengi hlutanna?

Þú hefur vonandi einnig haft þennan undursamlega bíl í lausagangi meðan þú spjallaðir við liðið? 

Til að undirstrika réttsýni þína? 

Jóhann (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 23:03

8 Smámynd: Helga Dóra

Er Brylli að rífast hérna líka... Ekki nóg búið að rífast á minni síðu??? Gaman að svona heitum málum.........

Helga Dóra, 30.6.2008 kl. 18:51

9 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

David Lee Roth. Ég sá kappann á tóleikum í La-Crosse í Wisconsin árið 1986. Hann er stórkostlegur á sviði og var fjandi góður. Er eiginlega miklu betri blúsari en rokkari.

Ég er ekki eins hrifin af Björk en fór samt og hlustaði á hana.

Ef það er eitthvað sem stendur upp úr þessum tóleikum þá er það en ein staðfestingin hversu leiðinleg Sigurrós e. Ég get ekki með nokkru móti haft gaman af þeim hversu mikið sem ég reyni.

Hlynur Jón Michelsen, 14.7.2008 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband