21.11.2006 | 21:41
Björgólfur nýtur sín
Auðvitað eru það stórtíðindi þegar Íslendingar kaupa fótboltaklúbb í fremstu röð á Englandi. Ég heyrði viðtal við Eggert Magnússon í útvarpinu í dag og fannst hann tala af skynsemi og stillingu, þannig að allt annar bragur var á kaupunum á West Ham heldur en Stoke, svo augljóst dæmi sé tekið. Bakhjarlinn, Björgólfur Guðmundsson, er enda allt annars eðlis, með meiri styrk og staðfestu.
En svo hef ég heyrt suma tala öðruvísi. Hvort þetta sé ekki bara eitthvert rugl, milljarðamæringar að leika sér með fjármuni eins og þeir væru í Matador. Nú eða hinir, sem spyrja hvort Björgólfur hafi virkilega ekki getað fundið eitthvað annað við peningana að gera, við blasi alls kyns þjóðþrifaverk.
Ég er ósammála þessu. Fyrir það fyrsta er ég efins um að nokkur Íslendingur komist með tærnar þar sem Björgólfur hefur hælana hvað varðar gjafir til góðra málefna. Mikið af því fer ekki hátt, en ég veit margvísleg dæmi þess. Og þá ræðir ekki aðeins um hefbundna góðgerðastarfsemi, heldur líka verkefni eins og hvernig megi lífga Miðbæinn við, sem varðar borgarbúa nei, landsmenn alla miklu. Hafi hann þökk fyrir.
En síðan er hitt, að Björgólfur Guðmundsson hefur lifað tímana tvenna og þrenna, en notið þeirrar gæfu að auðgast verulega. Hvers vegna skyldi hann ekki nota hluta þeirra auðæva til þess að gera það, sem hann langar til, svona umfram það að safna rentum af fjársýslu og fyrirtækjarekstri? Engum hefur dulist að hann hefur brennandi ástríðu fyrir fótbolta og þetta líf er of stutt til þess að láta svona tækifæri eiga sig hafi maður bolmagn til. Menn eiga að njóta lífsins.
Áfram KR!
Eggert á Upton Park | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.11.2006 kl. 03:37 | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Áfram KR.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.11.2006 kl. 21:58
Getum við ekki fengið Tevez í KR í sumar?
Örn Úlfar Sævarsson (IP-tala skráð) 21.11.2006 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.