20.2.2009 | 02:39
Samfylkingin lagar lýðræðið
Samfylkingin í Suðvesturkjördæmi mun velja í 5 efstu sætin á framboðslista flokksins í komandi alþingiskosningum með netprófkjöri. Við uppröðun á listann verði fylgt svokölluðum fléttulista. Fimm efstu sætin í prófkjörinu eru bindandi með fyrirvara um uppröðun samkvæmt fléttulista.
Mér sýnist Samfylkingin vera að ná nýjum hæðum í lýðræðinu. Held ég, því auðvitað getur maður ekki verið viss um að skilja þetta stagl rétt. Spurningin er þó kannski frekar til hvers verið er að standa í þessu fyrst Samfylking vill óð og uppvæg aðallega þó óð setja ótilgreindar reglur í lög um aukið persónukjör. Hvað sem það nú þýðir. Ekki persónukjör, heldur aukið persónukjör.
Af hverju stígur Samfylkingin ekki bara skrefið til fulls, býður liðið fram í stafrófsröð og eftirlætur kjósendum það algerlega að raða inn á þingið?
Svarið er auðvitað það að það myndi óhjákvæmilega og undantekningalaust riðla fléttulistunum góðu. Og til hvers væru þeir þá? Nema náttúrlega Samfylkingin ætli líka að setja það í lög að persónukjörið virki, en þó aðeins þannig að til skiptis komi kona og karl.
En af hverju að láta þar staðar numið? Reglubinda mætti að aldursdreifing á þingi skulii vera hin sama og meðal kjósenda, menntunarstigið sömuleiðis, að tíundi hver þingmaður skuli vera áfengissjúkur og svo framvegis. Tækist krötunum nú að búa til hina fullkomnu og faglegu reikniaðferð til þess að þingmenn endurspegluðu ólíka samsetningu þjóðarinnar, þyrfti sjálfsagt ekki einu sinni að kjósa. Það væri raunar helber tímasóun, því reglurnar yrðu ávallt vali kjósenda yfirsterkari. En mun réttari að sögn helstu hugsuða Samfylkingarinnar.
Það kæmi hins vegar lýðræði ekki á nokkurn hátt við.
Ekki frekar en fléttulistarnir og hræsnin um aukið persónukjör. Þetta er ekki illa meint hjá þeim blessuðum, en alveg skelfilega grautarlegt og án þess að menn hugsi afleiðingarnar til enda. Eða bara einn, tvo leiki fram í tímann. Það er mannlegt að finnast að göfug markmið hljóti að helga aðferðirnar, en það er rangt (eins og þeir Kristur og Marx bentu báðir á). Það er mannlegt að skjátlast og að því leyti virðist manni minnihlutastjórnin vera ein sú manneskjulegasta um langa hríð.
Þessa dagana tala stjórnmálamenn í kapp um það að auka verði lýðræðið og undir það má taka, en það þýðir ekki að menn eigi að líta á gangverk lýðræðisins sem tilraunaverkefni. Eða hafa menn ekki nóg fengið af áhættusækni á annarra kostnað?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:40 | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 405696
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst nokkuð augljóst að fléttulisti þýði að annar hver frambjóðandi eigi að vera með fléttur. Þetta leiðir ábyggilega til spillingar því með þessu móti er svo auðvelt fyrir karla að brjóta kynjakvótann.
Dögg (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 07:37
Fjandi góður pistill Andrés.
Finnur Bárðarson, 20.2.2009 kl. 12:04
Fléttulisti er að sjálfsögðu listi þar sem konum og körlum er raðað sitt á hvað niður listann en þetta veistu vel þrátt fyrir löngun þína til að stunda þessa hundalógík eins veistu vel að engin lög hafa verið samþykkt enn um breytingar á framkvæmd kosninga og óvíst hvort þau muni fara í gegnum þingið fyrir kosningar og þess vegna er nú betra að hafa vaðið fyrir neðan sig og standa klár með framboðslista sem ef breytingar ná fram að ganga geta þá verið tillaga flokka um uppröðun á lista ef kjósandi vill einfaldlega kjósa flokk en ekki persónuvelja.
Tjörvi Dýrfjörð, 20.2.2009 kl. 13:16
Vilji kjósenda er nú ekki hátt skrifaður – Gunnar Svarsson fékk flest atkvæði allra hjá Samfylkingunni í síðustu kosningum en var ekki í náðinni og var hunsaður út af þingi.
Ef breyta ætti kosningarlögunum þá ætti líka að gefa kjósendum kost á að reka einstaka þingmenn , bæjar og sveitarstjórnarfulltrúa t.d. þegar (ekki ef) í ljós kemur að þeir hafa engan áhuga á að vera í vinnunni – eru í 2-3 öðrum störfum meðfram eða fara í áralöng leyfi erlendis strax að loknum kosningum.
Grímur (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 13:47
Einstaklingurinn blivir hjá öllum flokkum. Eða þannig, eða kanski ekki, nema þú gefir þér ákveðnar forsendur, eða þú breytir þeim,. Nema, nema, nema,.
Grímur, fólk verður nú að fá að lifa sínu lífi og fá frí, og taka verður tillit til aðstæðna hvers og eins, kanski vill það mennta sig og koma til baka með lausnir allra mála,. Ekki ástæða til að vera með kröfur sýnist manni. Mikið sefur maður rólegra með þessa andans jöfra við stjórnvölinn...hahhaha
itg (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 15:06
Svona hundalógik sýnir heimsku Andres þeirra , sem eru forhert íhald og afturhald. Þú virðist ekki hafa áhuga á auknu lýðræði Allt sem gefur almennum kjósanda möguleika á að hafa áhrif í kostningum,hverir veljast til þingsetu er,ef þú veist það ekki, aukning á lýðræði.
Lára Ágústsdóttir, 20.2.2009 kl. 15:19
það eru þegar til staðar öll lög um að kjósendur geta enduraðað á listana eða strikað þá sem þeir vilja ekki út. meirihluti kjósenda hefur hinsvegar hingað til ekki viljað eða haft áhuga á slíku. Lára ertu ekki í raun að segja að þeir sem vilja breyta listum eigi að hafa aukið vægi?
Fannar frá Rifi, 20.2.2009 kl. 18:32
Lára, ef kjósendur flokks velja fimm einstaklinga af sama kyni í fimm efstu sætin, hvers konar "aukning á lýðræði" er það þá að neyða flokkinn til að raða inn á milli fimm einstaklngum sem ekki hlutu náð fyrir augum þeirra sem kusu í prófkjörinu?
50/50 skipting þingsæta eftir kyni, aldri, skóstærð, háralit eða öðrum slíkum skilyrðum er ekki "aukning á lýðræði" heldur bein árás á lýðræðið.
Gulli (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 09:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.