26.2.2009 | 11:51
Tilgangur Seðlabankafrumvarpsins kemur í ljós
Ég sá að Gísli Freyr Valdórsson, vinur minn og samstarfsmaður, var að fetta fingur út í fréttaflutninginn af þingstörfum Höskuldar Þórhallssonar undanfarna daga. Undir það get ég flest ef ekki allt tekið. Mætti raunar nefna fleira til.
Við eigum þó ekki að láta umgjörðina taka hug okkar allan. Stundum er innihaldið einhvers virði. Það á t.d. við um þessa viðhengdu frétt Þóru Kristínar Árnadóttur, sem Gísli Freyr gerði að umtalsefni. Í fréttinni leynist nefnilega frétt. Stórfrétt jafnvel, sem óskiljanlegt er að fjölmiðlar hafi ekki dregið fram með neinum hætti.
Undanfarnar vikur hafa forsætisráðherra og stjórnarliðar keppst við að fullvissa þjóð og þing um að Seðlabankafrumvarpið sé algerlega og einungis lagt fram á faglegum forsendum, að með því sé verið að styrkja Seðlabankann, breyta stjórnkerfi hans og nútímavæða. Hinu vísa þeir á bug, að tilgangur frumvarpsins sé sá að hrekja Davíð Oddsson úr Seðlabankanum, sama hvað það kostar.
Þangað til að Össur Skarphéðinsson, utanríkis- og iðnaðarráðherra sagði óvart sannleikann í málinu í þessari frétt, alveg undir blálokin.
Ég held líka að þetta sé ekki gott fyrir Framsóknarflokkinn [ ] að það líti út [fyrir] að einn af þingmönnum Framsóknarflokksins sé að leggja sjálfan sig undir í vörn fyrir Seðlabankastjóra.
Þarna játar Össur hver er hinn eiginlegi tilgangur frumvarpsins, að sérhver töf á framgangi þess sé til þess eins að koma Seðlabankastjóra til varnar gegn gerræðinu.
Auðvitað vita allir menn þetta, þó minnihlutastjórnin hafi viljað láta öðru vísi. En þar er vandi hennar og veikleiki í hnotskurn: Hún getur ekki komið hreint fram hvorki við þingið né fólkið í landinu. Að ekki sé minnst á gegnsæi, góða stjórnsýsluhætti, fagleg vinnubrögð og það allt.
Höskuldur í háskaför | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:54 | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Auðvitað er tilgangur Seðlabankafrumvarpsins að koma Davíð út. Það segir sig sjálft og í rauninni óheiðarlegt að halda öðru fram.
það er samt sem áður gríðarlega mikilvægt að losna við Davíð úr Seðlabankanum hann nýtur ekki trausts. Hvorki faglega né persónulega. Fyrir utan allt fíaskóið sem hann á heiðurinn af.
Uppbygging landsins er óhugsandi með Davíð í Seðlabankanum.
teitur atlason (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 12:10
Davíð Oddsson var forsætisráðherra Íslands og stjórnaði einkavinavæðingu bankanna frá upphafi til enda.
Aðal hugmyndafræðingur hans við þetta verk var Hannes Hólmsteinn Gissurarson.
Davíð Oddson er 100% ábyrgur fyrir þessu ferli.
Ég vil einnig vekja athygli ykkar á þessari staðreynd.
Samkvæmt 91. grein almennra hegningarlaga er Davið Oddson lögbrjótur!
Úrdr. úr X. kafla almennra hegningarlaga -
91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.
Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.
Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með …1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi.
Lýsing refsiverðs verknaðar:
Í Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins þriðjudaginn þann 7. október 2008 skýrir seðlabankastjóri Davíð Oddsson frá ráðagerðum og ályktunum ríkisins um málefni, sem heill þess gagnvart öðrum ríkjum er undir komið, og hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum.
Tjón vegna þessa verknaðar fyrir íslenska þjóð nemur 6000 miljarða ISK!
Embættismanni sem brýtur af sér á þennan hátt ber umsvifalaust að víkja úr starfi.
Sjá:
http://www.icenews.is/index.php/2008/10/13/richard-portes-analyses-the-shocking-errors-of-icelands-meltdown/
"Mr Oddsson is part of the problem, not of any solution, and should resign immediately."
Jón (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 13:07
Þessar landráðapælingar eru alveg dásamlegar. Þær eru auðvitað arfavitlausar, en ég heyrði nú engu að síður í útvarpsfréttum RÚV um daginn frétt sem hófst á orðunum "Ekki er hægt að saksækja þá sem valdir eru að hruni íslensku bankanna fyrir landráð, að sögn lektors við lagadeild Háskóla Íslands.." eða eitthvað slíkt.
Ég bjóst alveg eins við því að næsta frétt yrði "Jörðin er ekki flöt að sögn prófessors í jarðfræði við Háskóla Íslands..."
Máni Atlason (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 13:38
Væri ekki bara rétt að senda Davíð í útlegð, kannski til N-Kóreu, þá myndi allt batna hér.
Æ, nei, N-Kórea má víst ekki við því, því að ástandið þar er nú nógu slæmt fyrir.
En til tunglsins, þá væri heimsbyggðinni borgið, hagvöxtur tæki við sér allsstaðar og allt yrði bjartara. Allir yrðu ánægðir bæði í austri og vestri. Aldrei myndi heimsbyggðin fara í gegnum efnahagsþrengingar aftur.
Þvílíkur örlagavaldur sem Davíð Oddsson er.
Bestu kveðjur,
Tómas Ibsen Halldórsson, 26.2.2009 kl. 14:34
Jón, ég held hreinleg að þitt komment sé það heimskulegasta sem ég hef séð alla vikuna, og hafi þar með unnið gríðarlega erfiða samkeppni.
Fæddistu svona vitlaus, eða er þetta afrakstur áralangrar þjálfunar og þrotlausra æfinga?
Liberal, 26.2.2009 kl. 14:39
Þakka góðan pistil.
Jóhanna og einkum Steingrímur eru að grafa sér pólitíska gröf. Verði þeim að góðu.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.2.2009 kl. 14:41
Ég er ekki viss um að hægt sé að draga svona víðtæka ályktun af orðum Össurar. Þótt andstaða við frumvarpið sé vörn fyrir bankastjórann leiðir ekki af því að frumvarpinu sé beint gegn honum. Atvinnumissir hans gæti til dæmis verið afleiðing frumvarpsins, en ekki tilgangur þess.
Hitt er svo annað mál að auðvitað snýst þetta um að losna við karlinn, eins og allir vita.
Þorsteinn Siglaugsson, 26.2.2009 kl. 15:18
Seðlabankinn er gjaldþrota!
Davíð Oddsson setti bankann á hausinn!
Það er þjóðarnauðsyn að fá hæfa menn til að endurreisa bankann og byggja upp traust á islenska efnahagskerfinu.
Nú eru íslensku "Kvislingarnir", föðurlandssvikararnir á Alþingi að tefja þetta mikilvæga mál með málþófi og útúrsnúningum.
Sjálfstæðisflokkurinn er hópur landráðamanna sem hefur gert þjóðina gjaldþrota. Fram á síðustu stund reyna þeir að valda sem mestum skaða og eyðileggja framtíð þjóðarinnar.
Jón (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 15:20
Hvaða dans er þetta. Stjórnin er ekkert að þykjast. Þeir lýstu þessu yfir á meðan þeir voru í stjórn með sjálfstæðismönnum. Þeir sögðu að eðlilegt væri að skipta um stjórn í seðlabankanum. Össur er bara að árétta að Höskuldur sem er að tefja fyrir stjórninni til að henni verði minna úr verki sé líka að ganga erinda Davíðs. Hvað er verið að fela?? Ekkert. Fullt af minni spámönnum eins og hér halda öðru fram geta haldið rangindum fram. Þeir vita betur og eru ekki að skylmast nema skylminganna vegna.
Kannski Andés sem lýsir hlutunum frá hægri vængnum eigi erfitt um útsýni vegna íhaldsforsins sem byrgir honum sýn. Enda er í langan tíma búið að safnast í haugin sem Jóhanna á núna að laga á 80 dögum. Með allan þingflokk Sjálfstæðismanna í tafaleik meðan þjóðarskútan brennur. Þetta ert þú að styðja með þessu tali hér að ofan.. Með "nýja Framsókn" eða þriðja aflið í stjórninni slekkur alla von um að neitt gerist.
Andrés, í öllum sanngjörnum mönnum býr jafnaðarmaður. :).
Ólafur (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 01:27
Sumir virðast hafa misst af Kastljósar-viðtalinu við Davíð um daginn og framhjá mér hafa farið öll mótrök við það sem hann sagði þar, sem kom t.d. viðmælanda hans í galopna skjöldu.
Geir Ágústsson, 3.3.2009 kl. 23:15
Þetta viðtal var ein stór þvæla Geir. Ef þú veist það ekki þá bið ég þig að kynna þér almennt hverning og hverjir eiga bankana. Góðvinur Davíðs hann Kjartan Gunnarsson er bún að stýra sjálfstæðisflokknum í tugi ára. Stjórnarmaður í LÍ. Umgjörðin um allt þetta er sköpuð af þessum mönnum, seldu svo sjálfum sér allt góssið. Davíð sat í seðlabanka sem hefði getað beitt bindiskyldu á þessa banka. Davíð útskýrði í þessu viðtali að vegna nógra erlendra lána er óþarft að eiga varasjóð (bindiskila). Mér finnst bara þetta viðtal vera skömm fréttamannsins í þessu tilviki.
Endilega skoðaðu svo þetta.
http://www.youtube.com/watch?v=5egkmJRikKw
Davíð veit hvaða kór hann er að syngja fyrir. Feitar húsmæður í vesturbænum sem hafa ekki nokkra hugmynd um það sem hann fullyrðir. Hann segir ótal hluti í þessu viðtali sem eru rangir. Hann veit það en hann veit líka að fullt af fólki veit ekki betur. Það hefði verið gaman að sjá Jón baldvin á móti honum þarna. Nei Davíð hætti að taka svoleiðis þegar Jón var búin að fara illa með hann nokkrum sinnum í beinni i den.
Ólafur (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 01:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.