15.4.2009 | 22:56
Neysluréttur og eignaréttur
Ég sá á Vísi haft eftir Arnari Birgissyni hústökumanni, að í sínum huga skipti eignarétturinn minna máli en neyslurétturinn.
Þetta er merkileg skoðun. Má ekki einmitt færa fyrir því sterk rök að upphaf óhamingju Íslands hafi verið hvernig sumir töldu sig hafa öðlast neyslurétt en höfðu minni áhyggjur af eignarréttinum?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:00 | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér þykir þú kryptískur.
Ertu með spádóma?
Jóhann (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 00:11
Ég á tjald niðrí geymslu sem ég hef ekki notað lengi. Spurning hvort nágranni minn taki það með sömu rökum.
Sigurður Haukur Gíslason, 16.4.2009 kl. 01:36
Arnar þessi Birgisson er ekkert annað en ómerkilegur anarkommúnistakisti. Vitleysingur sem sækist eftir athygli. Það hlustar enginn af alvöru á þessa þvælu sem vellur út um þverrifuna á svona fólki.
bjkemur (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 08:52
Þá hefðu þeir átt að kalla félögin neysluhaldsfélög en ekki eignarhaldsfélög.
Stefán Benediktsson (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 09:32
Hvílíkur rokna vitleysingur og hugleysingi er þessi nafnlausi bjkemur.
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.4.2009 kl. 11:06
Ég held reyndar að þetta sé öfugt. Allt var falt fyrir nógu mikla peninga - meira að segja vatnið á Snæfellsnesi - og 'eigendur' fengu að gera hvað sem var í skjóli hins heilaga eignarréttar.
Fólk sem hraktist úr húsum sínum vegna siðlausra aðferða verktaka gat ekkert gert, vegna þess að verktakarnir áttu jú íbúðina við hliðina og máttu gera það sem þeir vildu.
Eignarrétturinn hefur alltaf verið heilagur þeim sem mest eiga.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 16.4.2009 kl. 12:48
@Sigurður Þór. Af hverju ferðu nú ekki heim til hans nafna þíns hérna ofar og sækir tjaldið hans, þinn neysluréttur er væntanlega ofar hans eignarrétti?
bjkemur (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 12:49
Þetta er ekki góð hugmynd. Þetta með tjaldið og Sigurð Þór. Hann er nýfluttur. Lenti í meidjör vandræðum með nettenginguna og komst ekki samband nema á kaffihúsum milli bolla. Komst ekki í lag fyrr en netheimar loguðu og flótti var brostinn í liðið hjá símafyrirtækinu.
Nei, ekki aftur. Ekki leggja þetta til. Plís!
Sigurbjörn Sveinsson, 16.4.2009 kl. 13:29
Það böggar mig alveg rosalega, að nokkrir framtakssamir krakkar skuli taka yfir niðurnýtt "Slumlord -Mansíon", hreinsa þaðan út sprautunálar, þrífa og ditta að. Þvílík atlaga að öllu sem heilagt er
Hildur Helga Sigurðardóttir, 16.4.2009 kl. 16:55
Ég held að okkar ylhýra vefjist stundum fyrir í bloggheimum Andrés, en þú hittir naglann lóðbeint á höfuðið.
Ragnhildur Kolka, 16.4.2009 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.