16.2.2007 | 22:10
Stóra letrið hjá Sjóvá
Ég get ekki kvartað undan viðskiptum mínum við Sjóvá í gegnum tíðina. Þvert á móti hefur mér þótt þjónustan þar til fyrirmyndar. Þessa dagana stendur yfir auglýsingaherferð hjá fyrirtækinu, þar sem það gumar af því að hafa endurgreitt liðlega 20.000 tjónlausum félögum í Stofni um 320 milljónir króna. Gott og vel. Hér á hamingjuheimilinu fögnuðum við þessari endurgreiðslu með því að skála í rauðvíni.
En auglýsingaherferðin fékk mig til þess að hugsa. Í henni er þekkilegur ungur leikari í aðalhlutverki og hann þykist vera að lesa upp nöfn allra félaga í Stofni úr gríðarmiklum skjalabunkum til þess að gratúrlera þá. Í blaðaauglýsingum furðar hann sig svo á því hvað það skuli vera til margir Magnúsar. Já já.
Sjálfur staldraði ég hins vegar við skjalabunkana miklu. Mér sýnist að hann sé með um 3.000 síður af nöfnum til þess að lesa upp. Það þýðir að það séu tæplega sjö nöfn á síðu. Er það ekki án þess að ég ætli að eyða orðum í of há iðgjöld, samráð eða annað slíkt frekar léleg nýting á skógum heimsins? Eða er letrið svona stórt? Vanalega kvarta menn fremur undan smáa letrinu hjá tryggingafélögum.
En bara svo það sé á hreinu, þá myndi þessi listi yfir tjónlausa félaga í Stofni rúmast á rétt ríflega 400 síðum ef prentað væri út með 12pt letri og aðeins eitt nafn í línu, sem þá er aðeins um 25% nýting á síðunni. Það er um það bil sá síðufjöldi og leikarinn er með í hægri höndinni. Sem út af fyrir sig er alveg saga til næsta bæjar, sem yrkja má um í auglýsingum. En til hvers að ýkja?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.2.2007 kl. 00:21 | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 405696
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.