Leita í fréttum mbl.is

Loðpeningar heilagrar Jóhönnu

Þessi athugasemd Samfylkingarinnar þykir mér nokkuð sérkennileg. Látum efnisatriðin eiga sig, við verðum bara að trúa framkvæmdastjóranum um að Samfylkingin ætli að „mæta halla ríkissjóðs með aðhaldi, niðurskurði og baráttu gegn skattsvikum,“ þótt ekkert bóli á nánari hugmyndum um útfærslurnar.

Og þó, nei, við skulum ekki trúa Sigrúnu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar, minnug þess hvað það gafst vel að trúa síðasta framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar, Skúla frænda mínum Helgasyni. Þessum sem átti að upplýsa um alla styrki yfir hálfri milljón en gerði það ekki. Ekki frekar en formaður flokksins eða flokksstjórnarmenn. Og hvernig var það, ætlaði nýi framkvæmdastjórinn ekki að vera búinn að birta upplýsingar um fjárstyrki til einstakra félaga Samfylkingarinnar? Ég bíð spenntur eftir því. Sérstaklega tölunum frá Samfylkingarfélagi Reykjavíkur árið 2006. Kannski Magnús Orri bloggi um þær við tækifæri. 

Hvað sem því líður þykir mér hneykslan Samfylkingarinnar vera fremur ankannaleg. Þessa dagana er á fullu herferð, sem kölluð er Sammála, herferð sem augljóslega er hluti af kosningabaráttunni. Hún nafnlaus með öllu, en kannski það sé vegna þess að fyrsætur auglýsinganna telji sig vera svo ofboðslega frægar. En við vitum ekkert um það hver fjármagnar þá herferð, hvert styrkir eru sóttir eða hvar eða hvort bókhaldið er að finna. Hitt er augljóst að þó undir áskorun Sammála skrifi allra flokka kvikindi, þá er herferð hennar vatn á myllu Samfylkingarinnar og aðeins Samfylkingarinnar. Það þarf ekki annað en að kynna sér stefnu flokkanna í Evrópumálum til þess að átta sig á því.

Nú veit ég ekkert um þann félagsskap, ekki frekar en hinn með skattaauglýsinguna. Ég dreg það nokkuð í efa að þeir séu beinum tengslum við nokkurn flokk. Það breytir hins vegar ekki hinu að þessir hópar eru þátttakendur í stjórnmálalífinu og markmið þeirra er beinlínis að hafa áhrif á kosningarnar. Svo vill svo skemmtilega til að málatilbúnaður þeirra hentar sumum betur en öðrum.

Það er fullkomlega fyrirsjáanleg afleiðing laganna um fjármál stjórnmálaflokka, sem sett voru 2006, og maður trúir ekki öðru en að háheilög Jóhanna (sem virðist hafa gengist undir þagnarheit) hafi séð það fyrir líka, svo lengi sem hún fjallaði um fjármál stjórnmálaflokka. Af hverju þykjast Samfylkingarmenn nú vera hissa og draga upp sinn besta vandlætingarsvip? Þetta er einfaldlega það, sem Kanarnir kalla „soft money“, en slíkur loðpeningur í stjórnmálum er helst til þess fallinn að auka áhrif sérhagsmunahópa.

Kannski mönnum finnist slík starfsemi hábölvuð, það les maður a.m.k. út úr skrifum vinstribloggara. En hvað? Verður næst kannski — í nafni heiðarlegra stjórnmála — öðrum bannað að birta stjórnmálaáróður en skráðum stjórnmálaflokkum á ríkisframfæri? Miðað við offorsið í minnihlutastjórninni kæmi manni slíkt ekki á óvart þegar hún verður komin með þingmeirihluta, eins og virðist stefna í.


mbl.is Samfylkingin svarar auglýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi orð þín hefðu kannski einhverja merkingu ef þú talaðir ekki í boði FLokksins... Kannski.

Gunnar (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 07:22

2 Smámynd: Andrés Magnússon

Aha! Þannig að á hinu nýja Íslandi veltur tjáningarfrelsið á réttu flokksskírteini. Alræði andlegra öreiga er í nánd.

Andrés Magnússon, 21.4.2009 kl. 08:03

3 identicon

Ja slæmt er það ef alræði sjálfstæðisflokksins er í nánd eins og þú segir.

Einar Þorbergsson (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 10:30

4 Smámynd: Andrés Magnússon

Já, þau svíða þessi hnyttilegu tilsvör...

Andrés Magnússon, 21.4.2009 kl. 12:43

5 identicon

Fyrirgefðu. Ég ætlaði ekki að vera hnyttinn.

Einar Þorbergsson (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 13:31

6 identicon

Ég var einmitt að taka saman styrki mína og minna til flokka og flokksmanna - og sé ekki betur en að þar hefðu verið brotin lög ef þeir hefðu átt sér stað fyrir þessar kosningar.

Nú segjast Sjálfstæðismenn hafa átt frumkvæði að þessum ólögum þar sem stjórnmálalíf var ríkisvætt. Getur það farið saman við hugmyndir um frelsi til orðs, æðis og athafna?

Hefði ekki verið miklu skynsamlegra að láta nægja að opna bókhaldið og halda opinbera skráningu yfir styrkveitingar?

Tóti (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 23:01

7 Smámynd: Andrés Magnússon

Tóti: Þakka þér fyrir skemmtilega færslu um pólitískan stuðning ykkar hjóna á liðnum árum.

Sá sjálfstæðismaður, sem hér skrifar, átti ekkert frumkvæði að þessum ógeðfelldu lögum. Þvert á móti barðist ég harla hatrammlega gegn þeim. Bendi hér á þrjár færslur mínar um þau: Óvinir lýðræðisins, Ókeypis menn og Minni trú á stjórnmálaflokkum?

Ég fer ekki ofan af því að stjórnmálaflokkar, líkt og hver önnur frjás félagasamtök, eigi að fá að haga fjárreiðum sínum að vild. Það er þá kjósenda að jafna um við þá mislíki þeim það eða gruni þá um græsku. Á hinn bóginn væri sjálfsagt að lögfesta að einungis  kjósendur, fólk af holdi og blóði á kjörskrá, mættu styrkja stjórnmálaflokka. Enga ríkisstyrki, styrki frá fyrirtækjum, félögum eða sveitarstjórnum, styrki að utan og svo framvegis.

Andrés Magnússon, 22.4.2009 kl. 02:19

8 identicon

Ég trúi því ekki að ég sé meira libertarian en þú.

Ég sé ekkert að því að fyrirtæki styrki stjórnmálamenn og flokka, svo framarlega sem það gerist fyrir opnum tjöldum svo kjósendur geti vegið það og metið. Reyndar er ég á því að sú upplýsingagjöf eigi að vera í rauntíma, þannig að það liggi fyrir á meðan á herferðum stendur hverjir fjármagna þær.

Sömu kvöð má leggja á loðpeninga, að það liggi ljóst fyrir hverjir fjármagna þær herferðir. Þá gætu menn hætt að birta myndir af Þór Jónssyni með fréttum af nafnlausum herferðum.

Tóti (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 08:15

9 Smámynd: Andrés Magnússon

Frjálsir fjárstyrkir til stjórnmálaflokka eru nátengdir málfrelsinu (menn styrkja þá til þess að tala sínu máli), en fyrirtæki njóta ekki mannréttinda fyrir þá ástæðu að þau eru ekki menn (þó þau kunni að vera líkamningar = corporation). Fyrirtæki kjósa ekki heldur.

Stjórnmálastarf í lýðræðisþjóðfélagi snýst um viðurkennda aðferð til þess að menn ráði sameiginlegum ráðum sínum (en öðrum ekki).

Vilji menn leggja málstað, manni eða flokki lið með atkvæði sínu eða peningum á þeim að vera það frjálst, en þeir mega ekki gera það með annarra manna atkvæðum… eða annarra manna peningum.

Við frjálshyggjumenn — og ekki rugla okkur saman við bannsetta nýfrjálshyggjumennina — aðhyllumst nefnilega ekki aðeins frelsið. Ábyrgð er órofa hluti þess. Það var á því sem nýfrjálshyggjumennirnir (les: nýkratar) flöskuðu.

Andrés Magnússon, 22.4.2009 kl. 22:37

10 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Mig hefur lengi langað að vita hver hefur fjármagnað Heimssýn. Mér er reyndar sagt en veit ekki hvort það er satt að frægur hvalafangari og útgerðarmaður leggi þar verulega til og sá sami kosti líka fræga penna og fyrrverandi ritstjóra og stórkanónur til að flytja and-Evrópuáróður sem hann sjálfur getur ekki flutt öðruvísi en ljóst væri hvaða hagsmuni er í raun verið að verja. 

Einhvernvegin verðum við að búa til umhverfi og setja reglur sem leiða fram öll svona tengsl. - Væntnalega erum við öll sammál um það.

Helgi Jóhann Hauksson, 23.4.2009 kl. 16:02

11 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Mér hefur reyndra skilist að það séu sjálstæðismennirnir Bnedikt í Talnakönnun og Vilhjálmur Eigilsson, sem standi fyrir vefnum sammala.is og að þeir hafi fjármagnað auglýsingarnar fyrir honum. Þú leitar því ullar í geitahúsi ef þú ætlar að finna upplýsingar um fjármögnun þess vefjar hjá Samfylkingunni.

Sigurður M Grétarsson, 27.4.2009 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband